Fiskeldi er fjöregg Sigurður Pétursson skrifar 19. júlí 2019 18:36 Í grein Bjarna Brynjólfssonar frá 16. júlí sl. undir yfirskriftinni „Leikurinn að fjöregginu“ er dregin upp dökk mynd af fiskeldi í sjó og gefið í skyn að ef laxeldi yrði leyft í Ísafjarðardjúpi myndi það leiða til neikvæðra áhrifa á allt dýralíf á svæðinu. Reyndar minnist greinarhöfundur ekkert á fjölmörg jákvæð áhrif fiskeldis á fyrrum sveitunga sína í Djúpinu. Fiskeldisbóndanum frá Vestfjörðum finnst upplýsingagjöfin frá skrifstofunni í Reykjavík ekki alveg vera í samræmi við þá reynslu sem þegar er komin af fiskeldinu.Óupplýst umræða gagnast engum og best er þeir sem áhuga hafa á að kynna sér fiskeldið á Vestfjörðum komi og skoði þá nútímalegu starfsemi sem þar er nú þannig að hægt sé að kynna sér staðreyndir og mynda sér síðan skoðun á þessari einni umhverfisvænustu framleiðslu dýrapróteina sem völ er á. Fiskeldi hefur verið að byggjast upp á undanförnum árum og nærtækt að líta til áralangs eldis í Dýrafirði. Ólíkt því sem haldið er fram í grein Bjarna er eldisbúnaður í dag í samræmi við hörðustu kröfur sem fyrirfinnast (NS9415 staðalinn). Eldið er þar að auki vottað samkvæmt strangasta umhverfisstaðli Aquaculture Stewardship Council (ASC) fyrir eldisframleiðslu. Engin sýklalyf eru notuð í framleiðslunn. Hér fara saman hagsmunir eldisbænda og umhverfisins sem og þær stöngu kröfur sem neytendur gera á vistvæna matvælaframleiðslu. Laxalús getur borist frá villtum laxi í eldið en það sem Bjarni ekki þekkir er að í samráði við vísindamenn höfum við hingað til haldið þessu sníkjudýri niðri með þróun aðferða á sambýli hrognkelsa og laxa þar sem hinir fyrrgreindu éta lúsina af laxinum. Þau áhrif sem eldissvæðin hafa skapað varðandi bolfisk í firðinum eru að villti fiskurinn virðist sækja í skjólið af kvíasvæðunum sem hefur myndað ný veiðisvæði sem smábátasjómenn hafa notið góðs af. Nærri einu af helstu eldissvæðunum í Dýrafirði er æðarvarp sem hefur dafnað mjög vel í annars erfiðu árferði fyrir marga æðabændur. Eldið í Dýrafirði hefur einnig haft jákvæð áhrif á samfélagið þar sem Arctic Fish er nú orðinn stærsti atvinnuveitandinn á svæðinu og sömu sögu er að segja um eldi á silung og þorski í Ísafjarðardjúpi. Í niðurlagi greinar leggur höfundur til að laxeldið fari á land. Arctic Fish er þegar með seiðaframleiðslu sína í endurnýtingarkerfi (RAS) í nýjum byggingum, þeim stærstu á Vestfjörðum, þar sem framleidd eru upp undir 500 tonn af lífmassa. Ef færa ætti áætlað burðarþol Ísafjarðardjúps upp á land þyrfti til þess mikið landrými og mun meira rafmagn en tiltækt er á þessu svæði. Uppbygging fiskeldis í sjó á eldissvæðum á landsbyggðinni er í samræmi við stefnu Matvælastofnunar Sameinuðu Þjóðanna (FAO), sem leggur áherslu á að auka umhverfisvæna matvælaframleiðslu, þar sem sérstök áhersla er á fiskeldi í sjó. Ég tel að við Íslendingar ættum að halda áfram að nýta bakgrunn okkar í sjávarútvegi og fiskeldi sem og nýta þær náttúrulegu auðlindir sem við eigum í hreinu vatni, jarðvarma og hreinni raforku til uppbyggingar á framleiðslu á stórum seiðum/unglax til fiskeldis í sjó. Ísafjarðardjúp er að mörgu leyti sambærilegt Dýrafirðinum þar sem þegar hefur verið byggt í þrepum upp laxeldi og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu á varkáran hátt að hefja eldi í Djúpinu.Höfundur er fiskeldisbóndi hjá Arctic Fish. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Tengdar fréttir Leikurinn að fjöregginu Ákafir talsmenn sjókvíaeldis á laxi í fjörðum landsins hafa tíðrætt þann ábata sem sjávarbyggðir á eldissvæðunum geta haft af eldinu svo og þjóðhagslegan ávinning 16. júlí 2019 07:00 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein Bjarna Brynjólfssonar frá 16. júlí sl. undir yfirskriftinni „Leikurinn að fjöregginu“ er dregin upp dökk mynd af fiskeldi í sjó og gefið í skyn að ef laxeldi yrði leyft í Ísafjarðardjúpi myndi það leiða til neikvæðra áhrifa á allt dýralíf á svæðinu. Reyndar minnist greinarhöfundur ekkert á fjölmörg jákvæð áhrif fiskeldis á fyrrum sveitunga sína í Djúpinu. Fiskeldisbóndanum frá Vestfjörðum finnst upplýsingagjöfin frá skrifstofunni í Reykjavík ekki alveg vera í samræmi við þá reynslu sem þegar er komin af fiskeldinu.Óupplýst umræða gagnast engum og best er þeir sem áhuga hafa á að kynna sér fiskeldið á Vestfjörðum komi og skoði þá nútímalegu starfsemi sem þar er nú þannig að hægt sé að kynna sér staðreyndir og mynda sér síðan skoðun á þessari einni umhverfisvænustu framleiðslu dýrapróteina sem völ er á. Fiskeldi hefur verið að byggjast upp á undanförnum árum og nærtækt að líta til áralangs eldis í Dýrafirði. Ólíkt því sem haldið er fram í grein Bjarna er eldisbúnaður í dag í samræmi við hörðustu kröfur sem fyrirfinnast (NS9415 staðalinn). Eldið er þar að auki vottað samkvæmt strangasta umhverfisstaðli Aquaculture Stewardship Council (ASC) fyrir eldisframleiðslu. Engin sýklalyf eru notuð í framleiðslunn. Hér fara saman hagsmunir eldisbænda og umhverfisins sem og þær stöngu kröfur sem neytendur gera á vistvæna matvælaframleiðslu. Laxalús getur borist frá villtum laxi í eldið en það sem Bjarni ekki þekkir er að í samráði við vísindamenn höfum við hingað til haldið þessu sníkjudýri niðri með þróun aðferða á sambýli hrognkelsa og laxa þar sem hinir fyrrgreindu éta lúsina af laxinum. Þau áhrif sem eldissvæðin hafa skapað varðandi bolfisk í firðinum eru að villti fiskurinn virðist sækja í skjólið af kvíasvæðunum sem hefur myndað ný veiðisvæði sem smábátasjómenn hafa notið góðs af. Nærri einu af helstu eldissvæðunum í Dýrafirði er æðarvarp sem hefur dafnað mjög vel í annars erfiðu árferði fyrir marga æðabændur. Eldið í Dýrafirði hefur einnig haft jákvæð áhrif á samfélagið þar sem Arctic Fish er nú orðinn stærsti atvinnuveitandinn á svæðinu og sömu sögu er að segja um eldi á silung og þorski í Ísafjarðardjúpi. Í niðurlagi greinar leggur höfundur til að laxeldið fari á land. Arctic Fish er þegar með seiðaframleiðslu sína í endurnýtingarkerfi (RAS) í nýjum byggingum, þeim stærstu á Vestfjörðum, þar sem framleidd eru upp undir 500 tonn af lífmassa. Ef færa ætti áætlað burðarþol Ísafjarðardjúps upp á land þyrfti til þess mikið landrými og mun meira rafmagn en tiltækt er á þessu svæði. Uppbygging fiskeldis í sjó á eldissvæðum á landsbyggðinni er í samræmi við stefnu Matvælastofnunar Sameinuðu Þjóðanna (FAO), sem leggur áherslu á að auka umhverfisvæna matvælaframleiðslu, þar sem sérstök áhersla er á fiskeldi í sjó. Ég tel að við Íslendingar ættum að halda áfram að nýta bakgrunn okkar í sjávarútvegi og fiskeldi sem og nýta þær náttúrulegu auðlindir sem við eigum í hreinu vatni, jarðvarma og hreinni raforku til uppbyggingar á framleiðslu á stórum seiðum/unglax til fiskeldis í sjó. Ísafjarðardjúp er að mörgu leyti sambærilegt Dýrafirðinum þar sem þegar hefur verið byggt í þrepum upp laxeldi og ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu á varkáran hátt að hefja eldi í Djúpinu.Höfundur er fiskeldisbóndi hjá Arctic Fish.
Leikurinn að fjöregginu Ákafir talsmenn sjókvíaeldis á laxi í fjörðum landsins hafa tíðrætt þann ábata sem sjávarbyggðir á eldissvæðunum geta haft af eldinu svo og þjóðhagslegan ávinning 16. júlí 2019 07:00
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun