27 Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. júlí 2019 07:00 Ungir karlmenn eru leiðinlegasta dýrategundin sem gengur laus á jörðinni og verstir eru þeir á árunum milli tvítugs og þrítugs þegar þeir eru beinlínis meiri og verri óværa en lúsmý og gjammandi púðluhundar til samans. Samkvæmt lögmálinu á þetta að byrja að rjátlast af okkur um þrítugt en sjálfur er ég svo seintækur að þá var ég enn að harma að hafa ekki tekist að drepast 27 ára. Það er nefnilega svo töff. Svona eins og Brian Jones, Jim Morrison, Janis Joplin, Jimi Hendrix, Kurt Cobain og síðar blessunin hún Amy Winehouse. Huggun mín gegn þessum harmi var að ég dó óeiginlega 27 ára þegar þunglyndið sem hafði lengi vomað yfir mér helltist yfir mig og skrúfaði í framhaldinu alkóhólismann minn upp að hættumörkum þannig að eina vitið var að reyna að elta 27 ára klúbbinn og „skemmta“ mér við að hámarka óhamingjuna. Síðan eru liðin mörg, mörg, löng og dapurleg ár sem gengu helst út á að reyna að drepast ekki alltof mörgum árum eldri en Morrison. Tók mig heil átján ár af brúarbrennum og bömmerum að fatta að það væru ekki fleiri nætur eftir til þess að reyna að kveikja í. Ég þurfti að vísu að fá krabbamein í karlmennskuna til þess að viðurkenna fyrir sjálfum mér að það er nákvæmlega ekkert kúl að deyja 27 ára þegar maður er enn ungur og vitlaus. Kemur svo vel á vondan klisjuhatarann sem ég er að þurfa loksins að viðurkenna fyrir sjálfum mér að líf mitt var sjálfdauð klisja. Samkvæmt appinu sem heldur utan um nýja lífið mitt hef ég nú þegar sparað rúman 150 þúsund kall á að hætta að reykja og drekka þannig að klisjan um að það er aldrei of seint að byrja upp á nýtt hentar mér greinilega betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ungir karlmenn eru leiðinlegasta dýrategundin sem gengur laus á jörðinni og verstir eru þeir á árunum milli tvítugs og þrítugs þegar þeir eru beinlínis meiri og verri óværa en lúsmý og gjammandi púðluhundar til samans. Samkvæmt lögmálinu á þetta að byrja að rjátlast af okkur um þrítugt en sjálfur er ég svo seintækur að þá var ég enn að harma að hafa ekki tekist að drepast 27 ára. Það er nefnilega svo töff. Svona eins og Brian Jones, Jim Morrison, Janis Joplin, Jimi Hendrix, Kurt Cobain og síðar blessunin hún Amy Winehouse. Huggun mín gegn þessum harmi var að ég dó óeiginlega 27 ára þegar þunglyndið sem hafði lengi vomað yfir mér helltist yfir mig og skrúfaði í framhaldinu alkóhólismann minn upp að hættumörkum þannig að eina vitið var að reyna að elta 27 ára klúbbinn og „skemmta“ mér við að hámarka óhamingjuna. Síðan eru liðin mörg, mörg, löng og dapurleg ár sem gengu helst út á að reyna að drepast ekki alltof mörgum árum eldri en Morrison. Tók mig heil átján ár af brúarbrennum og bömmerum að fatta að það væru ekki fleiri nætur eftir til þess að reyna að kveikja í. Ég þurfti að vísu að fá krabbamein í karlmennskuna til þess að viðurkenna fyrir sjálfum mér að það er nákvæmlega ekkert kúl að deyja 27 ára þegar maður er enn ungur og vitlaus. Kemur svo vel á vondan klisjuhatarann sem ég er að þurfa loksins að viðurkenna fyrir sjálfum mér að líf mitt var sjálfdauð klisja. Samkvæmt appinu sem heldur utan um nýja lífið mitt hef ég nú þegar sparað rúman 150 þúsund kall á að hætta að reykja og drekka þannig að klisjan um að það er aldrei of seint að byrja upp á nýtt hentar mér greinilega betur.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar