Leggjum grunn að næsta góðæri Brynjólfur Stefánsson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Greinendur eru sammála um að eftir góðæri síðustu ára séu töluverðar líkur á að nú hægist á hagkerfinu. Til að bregðast við þeirri þróun gæti verið skynsamlegt að huga að uppbyggingu fyrir næstu uppsveiflu með því að fjárfesta í innviðum, svo sem samgöngumannvirkjum eða flutningskerfum raforku. Innviðauppbygging hjálpar okkur að mæta þeim áskorunum sem felast í samfélagsbreytingum og umhverfis- og efnahagsþróun komandi missera. Landsframleiðsla mun að öllum líkindum dragast saman á þessu ári, bæði vegna fækkunar ferðamanna og loðnubrests. Ólíkt fyrri niðursveiflum er ekki gert ráð fyrir að nú fylgi gengisfall krónunnar með tilheyrandi verðbólgu og vaxtahækkunum. Þvert á móti ættum við að geta tekist á við viðsnúninginn með vaxtalækkunum þar sem stoðir hagkerfisins eru sterkari en áður. Tilkoma ferðaþjónustunnar og jákvæð erlend staða þjóðarbúsins hefur aukið viðnámsþrótt hagkerfisins töluvert. Jafnframt var jákvæð hagþróun síðustu ára ekki keyrð áfram af skuldasöfnun heimila eða hins opinbera eins og þekkist frá fyrri tíð. Þó að þjóðfélagið sé á margan hátt vel búið undir niðursveiflu þá eru ýmsir óvissuþættir sem þarf að huga að. Samdráttur í ferðaþjónustu getur til dæmis orðið meiri en búist er við og í ljósi þess hve atvinnugreinin er stór hluti hagkerfisins getur það haft alvarlegar afleiðingar. Jafnframt eru blikur á lofti hjá okkar stærstu viðskiptaþjóðum, sem hæglega getur haft áhrif á okkur. Því gæti niðursveiflan orðið dýpri en spár gera ráð fyrir. Ríkisstjórn Íslands hefur meðal annars brugðist við þessum fyrirboðum um lakari efnahagshorfur með því að kalla á endurskoðun fjármálastefnunnar. Með minni umsvifum í þjóðfélaginu munu skatttekjur minnka samhliða auknum kostnaði vegna atvinnuleysis. Því getur verið óumflýjanlegt að draga úr ríkisútgjöldum og fresta fyrirhuguðum skattalækkunum. Sparnaður landsmanna hefur aukist töluvert á síðustu árum, ekki síst vegna breytinga á greiðslum almennings í lífeyriskerfið. Sú staðreynd ásamt ágætis ávöxtun á fjárfestingum síðustu ára hefur gert það að verkum að fjárfestingaþörf sameiginlegra sjóða okkar hefur aukist jafnt og þétt. Sögulega hefur stór hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna farið í ríkisskuldabréf sem hafa gefið góða verðtryggða ávöxtun. Það hefur skapað grundvöll fyrir því að sjóðirnir hafa skilað ávöxtun umfram lögbundin 3,5% viðmið. Mikil eftirspurn eftir ríkisbréfum og takmarkað framboð, meðal annars vegna þess að ríkið hefur greitt niður skuldir á undanförnum árum, ásamt vaxtalækkunum hefur valdið því að ávöxtunarkrafa þessara fjárfestingarkosta hefur lækkað mikið. Því er líklegt að lífeyrissjóðirnir þurfi að leita á önnur mið en í ríkisskuldabréf til að fá ásættanlega ávöxtun þegar fram líða stundir. Þegar ríkisvextir eru lágir og útlit fyrir að hægst geti á hagkerfinu getur verið farsælt að treysta innviðina, undirbúa næstu hagsveiflu og undirbyggja hagsæld komandi kynslóða. Innviðir eru ein af forsendum þess að atvinnulífið, hvort sem það er ferðaþjónusta eða fiskvinnsla, sé samkeppnishæft. Fyrst draga þarf úr ríkisútgjöldum liggur beint við að leita annarra leiða til að fjármagna uppbyggingu innviða. Í því samhengi er samstarf einkageirans og opinberra aðila fyrirkomulag sem getur hentað vel, ekki ósvipað því sem var mótað til að grafa og síðar afhenda Hvalfjarðargöngin. Fjármagna mætti stór verkefni með aðkomu einkaaðila. Slíkar framkvæmdir henta vel þeim fjárfestum sem fjárfesta til langs tíma og gera kröfu um að ávöxtun fylgi verðlagi. Aðkoma fjárfesta gerir okkur þannig kleift að fara í framkvæmdir sem að öðrum kosti þyrftu að bíða í ár eða áratugi eftir að komast á dagskrá ríkis eða sveitarfélaga. Nefna má uppbyggingu hleðslustöðva, sem er forsenda orkuskipta í samgöngum, og stór samgönguverkefni eins og Sundabraut. Þannig mætti fara í auknar fjárfestingar til að takast á við komandi tækni- og umhverfisþróun og byggja jafnframt undir hagvöxt framtíðarinnar. Þetta eru verkefni sem ekki einungis myndu koma hagkerfinu vel heldur myndu auka lífsgæði í landinu almennt. Þannig leggjum við grunn að næsta góðæri.Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Greinendur eru sammála um að eftir góðæri síðustu ára séu töluverðar líkur á að nú hægist á hagkerfinu. Til að bregðast við þeirri þróun gæti verið skynsamlegt að huga að uppbyggingu fyrir næstu uppsveiflu með því að fjárfesta í innviðum, svo sem samgöngumannvirkjum eða flutningskerfum raforku. Innviðauppbygging hjálpar okkur að mæta þeim áskorunum sem felast í samfélagsbreytingum og umhverfis- og efnahagsþróun komandi missera. Landsframleiðsla mun að öllum líkindum dragast saman á þessu ári, bæði vegna fækkunar ferðamanna og loðnubrests. Ólíkt fyrri niðursveiflum er ekki gert ráð fyrir að nú fylgi gengisfall krónunnar með tilheyrandi verðbólgu og vaxtahækkunum. Þvert á móti ættum við að geta tekist á við viðsnúninginn með vaxtalækkunum þar sem stoðir hagkerfisins eru sterkari en áður. Tilkoma ferðaþjónustunnar og jákvæð erlend staða þjóðarbúsins hefur aukið viðnámsþrótt hagkerfisins töluvert. Jafnframt var jákvæð hagþróun síðustu ára ekki keyrð áfram af skuldasöfnun heimila eða hins opinbera eins og þekkist frá fyrri tíð. Þó að þjóðfélagið sé á margan hátt vel búið undir niðursveiflu þá eru ýmsir óvissuþættir sem þarf að huga að. Samdráttur í ferðaþjónustu getur til dæmis orðið meiri en búist er við og í ljósi þess hve atvinnugreinin er stór hluti hagkerfisins getur það haft alvarlegar afleiðingar. Jafnframt eru blikur á lofti hjá okkar stærstu viðskiptaþjóðum, sem hæglega getur haft áhrif á okkur. Því gæti niðursveiflan orðið dýpri en spár gera ráð fyrir. Ríkisstjórn Íslands hefur meðal annars brugðist við þessum fyrirboðum um lakari efnahagshorfur með því að kalla á endurskoðun fjármálastefnunnar. Með minni umsvifum í þjóðfélaginu munu skatttekjur minnka samhliða auknum kostnaði vegna atvinnuleysis. Því getur verið óumflýjanlegt að draga úr ríkisútgjöldum og fresta fyrirhuguðum skattalækkunum. Sparnaður landsmanna hefur aukist töluvert á síðustu árum, ekki síst vegna breytinga á greiðslum almennings í lífeyriskerfið. Sú staðreynd ásamt ágætis ávöxtun á fjárfestingum síðustu ára hefur gert það að verkum að fjárfestingaþörf sameiginlegra sjóða okkar hefur aukist jafnt og þétt. Sögulega hefur stór hluti fjárfestinga lífeyrissjóðanna farið í ríkisskuldabréf sem hafa gefið góða verðtryggða ávöxtun. Það hefur skapað grundvöll fyrir því að sjóðirnir hafa skilað ávöxtun umfram lögbundin 3,5% viðmið. Mikil eftirspurn eftir ríkisbréfum og takmarkað framboð, meðal annars vegna þess að ríkið hefur greitt niður skuldir á undanförnum árum, ásamt vaxtalækkunum hefur valdið því að ávöxtunarkrafa þessara fjárfestingarkosta hefur lækkað mikið. Því er líklegt að lífeyrissjóðirnir þurfi að leita á önnur mið en í ríkisskuldabréf til að fá ásættanlega ávöxtun þegar fram líða stundir. Þegar ríkisvextir eru lágir og útlit fyrir að hægst geti á hagkerfinu getur verið farsælt að treysta innviðina, undirbúa næstu hagsveiflu og undirbyggja hagsæld komandi kynslóða. Innviðir eru ein af forsendum þess að atvinnulífið, hvort sem það er ferðaþjónusta eða fiskvinnsla, sé samkeppnishæft. Fyrst draga þarf úr ríkisútgjöldum liggur beint við að leita annarra leiða til að fjármagna uppbyggingu innviða. Í því samhengi er samstarf einkageirans og opinberra aðila fyrirkomulag sem getur hentað vel, ekki ósvipað því sem var mótað til að grafa og síðar afhenda Hvalfjarðargöngin. Fjármagna mætti stór verkefni með aðkomu einkaaðila. Slíkar framkvæmdir henta vel þeim fjárfestum sem fjárfesta til langs tíma og gera kröfu um að ávöxtun fylgi verðlagi. Aðkoma fjárfesta gerir okkur þannig kleift að fara í framkvæmdir sem að öðrum kosti þyrftu að bíða í ár eða áratugi eftir að komast á dagskrá ríkis eða sveitarfélaga. Nefna má uppbyggingu hleðslustöðva, sem er forsenda orkuskipta í samgöngum, og stór samgönguverkefni eins og Sundabraut. Þannig mætti fara í auknar fjárfestingar til að takast á við komandi tækni- og umhverfisþróun og byggja jafnframt undir hagvöxt framtíðarinnar. Þetta eru verkefni sem ekki einungis myndu koma hagkerfinu vel heldur myndu auka lífsgæði í landinu almennt. Þannig leggjum við grunn að næsta góðæri.Höfundur er sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun