Fjölbreytileiki lífríkis og ábyrgð Íslendinga Högni Hansson og Úlfur Árnason skrifar 24. júlí 2019 08:00 Nú á dögum kemur hver skýrslan á fætur annarri um tegundadauða og ástand lífríkisins. Sumir sérfræðingar telja að útrýming jurta- og dýralífs sé jafn hættuleg framtíð okkar á jörðinni og loftslagsbreytingarnar. Íslendingar hafa ekki úr háum söðli að detta þegar rætt er um fækkun tegunda og umhverfisvernd. Saga okkar er ekkert of fögur. Forfeður okkar komu að skógiklæddu landi en tókst á stuttum tíma að eyða skóginum uns aðeins litlar leifar voru eftir. Geirfuglinn er samt sú tegund sem flestir munu nefna ef spurt væri um útrýmingu tegunda á Íslandi. Haförninn var í stórri hættu þegar hann var friðaður 1923. Gróðureyðingin vegna ofbeitar er annað þekkt dæmi sem hver og einn getur séð. Stórfelldasta aðgerðin sem breytti vistkerfinu var þurrkun votlendis sem varð til þess að fjöldi mófugla hvarf þegar kjörlendi þeirra var spillt. Önnur hætta sem ógnar lífríkinu eru ágengar tegundir sem íslenskar tegundir geta ekki keppt við. Skýrasta dæmið er minkurinn sem á engan óvin meðal annarra tegunda sem ógna honum. Lúpínan er annað dæmi um ágenga tegund. Allt eru þetta dæmi úr fortíðinni þó ekki sé langt um liðið síðan sumt af þessu átti sér stað. Hvernig skyldi ástandið vera núna? Hér fylgja nokkur dæmi sem líta má á sem víti til varnaðar. Eitt dæmið snertir aðgerðarleysi við verndun silungsstofna við framkvæmdir, t.d. laxastigabyggingu, sem veita laxi inn á svæði þar sem fyrir eru staðbundnir og aðlagaðir silungsstofnar. Þetta á einkum við urriðastofna þar eð urriðinn ver í mörgum tilvikum ákveðin svæði og veiðist því upp á skömmum tíma á svæðum þar sem laxveiðar leyfast. Annað dæmi snertir lostaveiði í Þingvallavatni þar sem svokallaður stórveiðimaður veiðir samkvæmt frétt 174 urriða og sleppir svo fiskunum aftur í vatnið. Þeir fiskar sem lifa af hrekjast að öllum líkindum frá þeim svæðum sem þeir hafa tileinkað sér. Að leyfa níðslu sem þessa í sjálfum þjóðgarði Íslands er háðulegt auk þess sem atferlið veldur röskun á þeim stofni eða deilistofni sem um er að ræða. Þriðja dæmið víkur að veiði á ígulkerjum og öðrum botnbundnum lífverum. Við þessar veiðar eru notaðir plógar sem rífa upp hafsbotninn og getur hver sem er ímyndað sér hvernig umhorfs er þar sem plógnum hefur verið beitt. Eitt síendurtekið dæmi er laxeldi í sjó. Ótal sinnum hafa borist fréttir um laxa sem sleppa úr kvíum án þess að framleiðandinn geti einu sinni gert grein fyrir hve margir sluppu. Hér er sleppingin eða strokið samt ekki aðalmálið heldur þær stórfelldu lífríkisskemmdir sem tengjast þessum framkvæmdum. Hér er ferlið augljóst þar sem dæmin eru fjölmörg frá Noregi, Skotlandi og Írlandi. Við látum okkur nægja þessi dæmi, en af nógu er að taka. Hugsanleg skýring á því sem gerðist fyrir aldamótin 2000 er þekkingarleysi. Guðmundur Bárðarson varaði við að færa minkinn inn í landið, en í mörgum hinna dæmanna virðast menn hafa verið í góðri trú. Hvað er að segja um nýjustu dæmin? Lítið sem ekkert virðist hafa verið gert til að sporna við skaðlegu framferði þrátt fyrir að hættan fyrir lífríkið sé augljós. Laxeldið er svo til það eina sem virðist vera til umsagnar í fjölmiðlum á sama tíma og sókn í annað líf og vistarverur þess er ekki til umræðu. Svo virðist sem verndun lífríkisins á Íslandi sé veikburða og sundruð á margan hátt og nauðsyn sé á breytingu í stjórnun þessara mála. Í þessu skyni ættu umhverfisyfirvöld að hafa yfirumsjón og heildareftirlit með öllum þeim aðgerðum sem snerta íslenska náttúru og íslenskt lífríki. Hér virðist það vera aðkallandi að gera þær breytingar á löggjöfinni sem nauðsynlegar eru til að gera náttúruverndinni hærra undir höfði en nú er þar sem núverandi umræða virðist í stórum mæli snúast um auðlindir. Þannig virðist verndun þess hluta lífríkisins sem ekki telst til auðlindanna mæta afgangi og stjórnun þess vera á valdi þeirra sem hafa takmarkaðan vilja til að vernda þetta ríki. Umræðan virðist snúast meira um þá röskun sem sést með berum augum eins og utanvegaakstur, en ekki þau spjöll sem eru falin á sjávarbotni. Brottfall tegunda, afbrigða og deilitegunda vekur minni athygli. Aðgerða er þörf.Högni Hansson, kennari við Stofnun um umhverfisvernd og loftslagsbreytingar við Háskólann í Lundi, og Úlfur Árnaso, prófessor emeritus í erfðafræði við Háskólann í Lundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dýr Loftslagsmál Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á dögum kemur hver skýrslan á fætur annarri um tegundadauða og ástand lífríkisins. Sumir sérfræðingar telja að útrýming jurta- og dýralífs sé jafn hættuleg framtíð okkar á jörðinni og loftslagsbreytingarnar. Íslendingar hafa ekki úr háum söðli að detta þegar rætt er um fækkun tegunda og umhverfisvernd. Saga okkar er ekkert of fögur. Forfeður okkar komu að skógiklæddu landi en tókst á stuttum tíma að eyða skóginum uns aðeins litlar leifar voru eftir. Geirfuglinn er samt sú tegund sem flestir munu nefna ef spurt væri um útrýmingu tegunda á Íslandi. Haförninn var í stórri hættu þegar hann var friðaður 1923. Gróðureyðingin vegna ofbeitar er annað þekkt dæmi sem hver og einn getur séð. Stórfelldasta aðgerðin sem breytti vistkerfinu var þurrkun votlendis sem varð til þess að fjöldi mófugla hvarf þegar kjörlendi þeirra var spillt. Önnur hætta sem ógnar lífríkinu eru ágengar tegundir sem íslenskar tegundir geta ekki keppt við. Skýrasta dæmið er minkurinn sem á engan óvin meðal annarra tegunda sem ógna honum. Lúpínan er annað dæmi um ágenga tegund. Allt eru þetta dæmi úr fortíðinni þó ekki sé langt um liðið síðan sumt af þessu átti sér stað. Hvernig skyldi ástandið vera núna? Hér fylgja nokkur dæmi sem líta má á sem víti til varnaðar. Eitt dæmið snertir aðgerðarleysi við verndun silungsstofna við framkvæmdir, t.d. laxastigabyggingu, sem veita laxi inn á svæði þar sem fyrir eru staðbundnir og aðlagaðir silungsstofnar. Þetta á einkum við urriðastofna þar eð urriðinn ver í mörgum tilvikum ákveðin svæði og veiðist því upp á skömmum tíma á svæðum þar sem laxveiðar leyfast. Annað dæmi snertir lostaveiði í Þingvallavatni þar sem svokallaður stórveiðimaður veiðir samkvæmt frétt 174 urriða og sleppir svo fiskunum aftur í vatnið. Þeir fiskar sem lifa af hrekjast að öllum líkindum frá þeim svæðum sem þeir hafa tileinkað sér. Að leyfa níðslu sem þessa í sjálfum þjóðgarði Íslands er háðulegt auk þess sem atferlið veldur röskun á þeim stofni eða deilistofni sem um er að ræða. Þriðja dæmið víkur að veiði á ígulkerjum og öðrum botnbundnum lífverum. Við þessar veiðar eru notaðir plógar sem rífa upp hafsbotninn og getur hver sem er ímyndað sér hvernig umhorfs er þar sem plógnum hefur verið beitt. Eitt síendurtekið dæmi er laxeldi í sjó. Ótal sinnum hafa borist fréttir um laxa sem sleppa úr kvíum án þess að framleiðandinn geti einu sinni gert grein fyrir hve margir sluppu. Hér er sleppingin eða strokið samt ekki aðalmálið heldur þær stórfelldu lífríkisskemmdir sem tengjast þessum framkvæmdum. Hér er ferlið augljóst þar sem dæmin eru fjölmörg frá Noregi, Skotlandi og Írlandi. Við látum okkur nægja þessi dæmi, en af nógu er að taka. Hugsanleg skýring á því sem gerðist fyrir aldamótin 2000 er þekkingarleysi. Guðmundur Bárðarson varaði við að færa minkinn inn í landið, en í mörgum hinna dæmanna virðast menn hafa verið í góðri trú. Hvað er að segja um nýjustu dæmin? Lítið sem ekkert virðist hafa verið gert til að sporna við skaðlegu framferði þrátt fyrir að hættan fyrir lífríkið sé augljós. Laxeldið er svo til það eina sem virðist vera til umsagnar í fjölmiðlum á sama tíma og sókn í annað líf og vistarverur þess er ekki til umræðu. Svo virðist sem verndun lífríkisins á Íslandi sé veikburða og sundruð á margan hátt og nauðsyn sé á breytingu í stjórnun þessara mála. Í þessu skyni ættu umhverfisyfirvöld að hafa yfirumsjón og heildareftirlit með öllum þeim aðgerðum sem snerta íslenska náttúru og íslenskt lífríki. Hér virðist það vera aðkallandi að gera þær breytingar á löggjöfinni sem nauðsynlegar eru til að gera náttúruverndinni hærra undir höfði en nú er þar sem núverandi umræða virðist í stórum mæli snúast um auðlindir. Þannig virðist verndun þess hluta lífríkisins sem ekki telst til auðlindanna mæta afgangi og stjórnun þess vera á valdi þeirra sem hafa takmarkaðan vilja til að vernda þetta ríki. Umræðan virðist snúast meira um þá röskun sem sést með berum augum eins og utanvegaakstur, en ekki þau spjöll sem eru falin á sjávarbotni. Brottfall tegunda, afbrigða og deilitegunda vekur minni athygli. Aðgerða er þörf.Högni Hansson, kennari við Stofnun um umhverfisvernd og loftslagsbreytingar við Háskólann í Lundi, og Úlfur Árnaso, prófessor emeritus í erfðafræði við Háskólann í Lundi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar