Hundruð eyjaskeggja komast ekki til Íslands Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 16:50 Frá Mont Orgueil-kastala í bænum Gorey á Jersey. Hundruð íbúa á Ermarsundseyjum, sem áttu bókaðar ferðir til Íslands frá Jersey, sitja eftir með sárt ennið eftir að breska ferðaskrifstofan Super Break, sem bauð upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, hætti rekstri. Greint er frá áhrifum gjaldþrotsins á vef dagblaðsins Jersey Evening Post, sem fjallar um málefni Ermarsundseyjarinnar. Þar segir að eyjaskeggjar hafi m.a. bókað Íslandsferðirnar í gegnum ferðaskrifstofurnar Travelmaker og Bellingham Travel, sem starfræktar eru á Ermarsundseyjum. Fyrirhugað var að bjóða upp á beint flug á vegum Super Break frá Jersey til Íslands. Haft er eftir Carl Winn, yfirmanni markaðsmála hjá móðurfyrirtæki Travelmaker, að 136 farþegar hafi átt bókaðar ferðir til Íslands í mars á næsta ári. Öllum farþegunum hafi verið gert viðvart um gjaldþrot Super Break og ferðaskrifstofan aðstoði þá við að fá endurgreiðslu. Þá segir Brian Kelly, framkvæmdastjóri Bellingham Travel, að Íslandsdraumar fjölda viðskiptavina fyrirtækisins séu úti. Uppselt hafi verið í fyrstu ferð Bellingham Travel til Íslands og um fjórðungur sæta í aðra ferð, sem bætt var við vegna aðsóknar, hafi þegar selst. Flytja átti farþegana til Íslands með Boeing 757-flugvél flugfélagsins Titan Airways, sem tekur yfir 200 farþega, að því er fram kemur í frétt Jersey Evening Post.Bókanir 50 þúsund farþega í uppnámi Super Break bauð upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar frá árinu 2017. Haft var eftir Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, strax í kjölfar fregna af gjaldþrotinu í byrjun mánaðar að brotthvarf Super Break af markaði væri áfall fyrir þá sem hafi komið að verkefninu, þ.e. fluginu á milli Akureyrar og Bretlands. Viðskipti ferðaþjónustufyrirtækja víða á Norðurlandi væru í uppnámi þar sem mörg félög hafi byggt rekstur sinn í kring um fyrirhugaðar flugferðir. Þá hefði rekstrarstöðvun fyrirtækisins komið á óvart. Talið er að gjaldþrot Malvern Group, móðurfélags Super Break, hafi sett strik í reikning yfir 50 þúsund farþega sem áttu bókaðar ferðir hjá Super Break og öðrum dótturfélögum til áfangastaða víða um heim. Bretland Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. 1. ágúst 2019 20:51 Fyrstu bresku farþegar vetrarins lentir á Akureyri Fyrstu farþegarnir, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break, lentu á Akureyrarflugvelli í dag. 10. desember 2018 16:26 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hundruð íbúa á Ermarsundseyjum, sem áttu bókaðar ferðir til Íslands frá Jersey, sitja eftir með sárt ennið eftir að breska ferðaskrifstofan Super Break, sem bauð upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, hætti rekstri. Greint er frá áhrifum gjaldþrotsins á vef dagblaðsins Jersey Evening Post, sem fjallar um málefni Ermarsundseyjarinnar. Þar segir að eyjaskeggjar hafi m.a. bókað Íslandsferðirnar í gegnum ferðaskrifstofurnar Travelmaker og Bellingham Travel, sem starfræktar eru á Ermarsundseyjum. Fyrirhugað var að bjóða upp á beint flug á vegum Super Break frá Jersey til Íslands. Haft er eftir Carl Winn, yfirmanni markaðsmála hjá móðurfyrirtæki Travelmaker, að 136 farþegar hafi átt bókaðar ferðir til Íslands í mars á næsta ári. Öllum farþegunum hafi verið gert viðvart um gjaldþrot Super Break og ferðaskrifstofan aðstoði þá við að fá endurgreiðslu. Þá segir Brian Kelly, framkvæmdastjóri Bellingham Travel, að Íslandsdraumar fjölda viðskiptavina fyrirtækisins séu úti. Uppselt hafi verið í fyrstu ferð Bellingham Travel til Íslands og um fjórðungur sæta í aðra ferð, sem bætt var við vegna aðsóknar, hafi þegar selst. Flytja átti farþegana til Íslands með Boeing 757-flugvél flugfélagsins Titan Airways, sem tekur yfir 200 farþega, að því er fram kemur í frétt Jersey Evening Post.Bókanir 50 þúsund farþega í uppnámi Super Break bauð upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar frá árinu 2017. Haft var eftir Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, strax í kjölfar fregna af gjaldþrotinu í byrjun mánaðar að brotthvarf Super Break af markaði væri áfall fyrir þá sem hafi komið að verkefninu, þ.e. fluginu á milli Akureyrar og Bretlands. Viðskipti ferðaþjónustufyrirtækja víða á Norðurlandi væru í uppnámi þar sem mörg félög hafi byggt rekstur sinn í kring um fyrirhugaðar flugferðir. Þá hefði rekstrarstöðvun fyrirtækisins komið á óvart. Talið er að gjaldþrot Malvern Group, móðurfélags Super Break, hafi sett strik í reikning yfir 50 þúsund farþega sem áttu bókaðar ferðir hjá Super Break og öðrum dótturfélögum til áfangastaða víða um heim.
Bretland Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00 Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. 1. ágúst 2019 20:51 Fyrstu bresku farþegar vetrarins lentir á Akureyri Fyrstu farþegarnir, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break, lentu á Akureyrarflugvelli í dag. 10. desember 2018 16:26 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Miklar breytingar eru í vændum á Akureyri Oddvitar framboðanna á Akureyri eru um margt sammála um hver stóru málin séu á næsta kjörtímabili. Tryggja skuli leikskólapláss og efla atvinnulífið í bænum. Ný könnun bendir til að nýr meirihluti taki við. 3. maí 2018 07:00
Flug milli Akureyrar og Bretlands úr sögunni með gjaldþroti Super Break Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem boðið hefur upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, er hætt rekstri og hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. 1. ágúst 2019 20:51
Fyrstu bresku farþegar vetrarins lentir á Akureyri Fyrstu farþegarnir, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break, lentu á Akureyrarflugvelli í dag. 10. desember 2018 16:26
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent