Hinsegin skjöl? Svanhildur Bogadóttir skrifar 16. ágúst 2019 13:00 Borgarskjalasafn Reykjavíkur er stolt af því að hafa fengið til varðveislu skjalasafn Samtakanna ´78 og tengdra samtaka. Hluti safnsins er opinn öllum en takmarkaður aðgangur er að viðkvæmum skjölum. Eftirsótt er að fá aðgang að safni Samtakanna til rannsókna því sívaxandi áhugi er á þessari mikilvægu sögu. Söfnun heimilda um réttindabaráttu hinsegin fólks og ekki síður heimildir um líf þeirra er mikilvæg fyrir komandi kynslóðir. Hinsegin saga er hluti af sögu og menningu Íslands og því nauðsynlegt að varðveita, fræðast um og miðla þeirri sögu. En saga hinsegin fólks er ekki einskorðuð við skjöl Samtakanna ´78 og yrði harla einhæf ef eingöngu yrði stuðst við þau skjöl. Því miður hefur Borgarskjalasafn, ekki frekar en önnur opinber skjalasöfn, fengið mikið af skjölum hinsegin einstaklinga til varðveislu. Skjöl þeirra eru mikilvæg til að skrá og varðveita sögu þeirra sem einstaklinga og hóps fyrir framtíðina. Það væri mikill missir ef skjöl og saga hinsegin einstaklinga glötuðust. Í tilefni Hinsegin daga óskar Borgarskjalasafn Reykjavíkur eftir að fá til varðveislu skjöl, útgáfuefni eða annað efni sem segir, lýsir eða tengist sögu hinsegin fólks eða réttindabaráttu þeirra á einn eða annan hátt, til dæmis sendibréf, dagbækur, frásagnir, ljósmyndir, úrklippur og póstkort. Skjölin sem afhent eru geta verið allt frá einu bréfi til stærri safna. Þau verða skráð af starfsmönnum Borgarskjalasafns og varðveitt í skjalageymslu safnsins. Hægt er að setja takmarkanir á aðgang, til dæmis þannig að enginn megi skoða skjölin í ákveðinn tíma eða án leyfis. Þeir sem eiga eða vita um áhugaverð skjöl eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn Borgarskjalasafns. Til að fá nánari upplýsingar má hafa samband við safnið í síma 4116060, senda póst á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is eða koma á safnið frá mánudegi til föstudags milli kl. 13 og 16 í Tryggvagötu 15, 3. hæð, Reykjavík.Höfundur er borgarskjalavörður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Borgarskjalasafn Reykjavíkur er stolt af því að hafa fengið til varðveislu skjalasafn Samtakanna ´78 og tengdra samtaka. Hluti safnsins er opinn öllum en takmarkaður aðgangur er að viðkvæmum skjölum. Eftirsótt er að fá aðgang að safni Samtakanna til rannsókna því sívaxandi áhugi er á þessari mikilvægu sögu. Söfnun heimilda um réttindabaráttu hinsegin fólks og ekki síður heimildir um líf þeirra er mikilvæg fyrir komandi kynslóðir. Hinsegin saga er hluti af sögu og menningu Íslands og því nauðsynlegt að varðveita, fræðast um og miðla þeirri sögu. En saga hinsegin fólks er ekki einskorðuð við skjöl Samtakanna ´78 og yrði harla einhæf ef eingöngu yrði stuðst við þau skjöl. Því miður hefur Borgarskjalasafn, ekki frekar en önnur opinber skjalasöfn, fengið mikið af skjölum hinsegin einstaklinga til varðveislu. Skjöl þeirra eru mikilvæg til að skrá og varðveita sögu þeirra sem einstaklinga og hóps fyrir framtíðina. Það væri mikill missir ef skjöl og saga hinsegin einstaklinga glötuðust. Í tilefni Hinsegin daga óskar Borgarskjalasafn Reykjavíkur eftir að fá til varðveislu skjöl, útgáfuefni eða annað efni sem segir, lýsir eða tengist sögu hinsegin fólks eða réttindabaráttu þeirra á einn eða annan hátt, til dæmis sendibréf, dagbækur, frásagnir, ljósmyndir, úrklippur og póstkort. Skjölin sem afhent eru geta verið allt frá einu bréfi til stærri safna. Þau verða skráð af starfsmönnum Borgarskjalasafns og varðveitt í skjalageymslu safnsins. Hægt er að setja takmarkanir á aðgang, til dæmis þannig að enginn megi skoða skjölin í ákveðinn tíma eða án leyfis. Þeir sem eiga eða vita um áhugaverð skjöl eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn Borgarskjalasafns. Til að fá nánari upplýsingar má hafa samband við safnið í síma 4116060, senda póst á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is eða koma á safnið frá mánudegi til föstudags milli kl. 13 og 16 í Tryggvagötu 15, 3. hæð, Reykjavík.Höfundur er borgarskjalavörður
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar