Fiskeldi og sportveiði Sigurður Pétursson skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þessar greinar margt sameiginlegt og hafa möguleika til að vaxa með góðri samvinnu. Hvergi í heiminum eru stundaðar jafn miklar sleppingar á seiðum Atlantshafslax í þeim tilgangi að efla laxveiði í ám eins og á Íslandi. Slíkar aðferðir eru í raun nátengdar fiskeldi enda eru seiðin alin í eldisstöðvum. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) eru villtir laxastofnar skilgreindir sem „stofnar sem viðhalda sér sjálfir með engum eða afar takmörkuðum sleppingum seiða úr eldi“. Það er því spurning hvort umfangsmiklar sleppingar breyti flokkun viðkomandi laxastofna í íslenskum ám. Hvernig fer val á villtum laxi fram fyrir frjóvgun og ræktun í eldisstöðvum? Þegar villtur fiskur er tekinn til frjóvgunar er valinn mjög lítill hluti stofnsins. Eins og gefur að skilja hefur slíkt val, sem oft er byggt á stærð fisksins, áhrif á genasamsetningu stofns í viðkomandi laxveiðiá. Sjálfur er ég hvorki á móti seiða- né hrognasleppingum í laxveiðiár og þá sérstaklega á svæðum þar sem erfitt eða ómögulegt er fyrir villta laxastofna að dafna. En það gefur augaleið að slíkar sleppingaaðgerðir, jafnt sem framkvæmdir á borð við stíflugerð og laxastiga og jafnvel sportveiði, ættu varla að flokkast undir „náttúruvernd“ ólíkt því sem haldið hefur verið á lofti í fjölmiðlum og af hálfu sumra af sam- tökum veiðiréttarhafa undanfarið. Einnig hefur komið fram að Hafrannsóknastofnun hyggist nú taka við fjárframlögum frá auðkýfingnum Jim Ratcliffe. Vonandi verða þau framlög til þess að hjálpa stofnuninni að sinna af hlutleysi lögbundnu eftirlitshlutverki sínu varðandi málefni laxeldis. Ég undrast hins vegar þögn aðila eins og Náttúruverndarsamtaka Íslands um þessa hluti. Þess má geta að þau hafa ekki þegið boð okkar um viðræður eða um að koma í heimsókn til að kynna sér fiskeldi á Vestfjörðum. Samtökin hafa af einhverjum ástæðum skipað sér í flokk með veiðiréttarhöfum þrátt fyrir þau inngrip sem þeir standa fyrir og rakin voru hér. Getur verið að þessar fyrirhuguðu stórframkvæmdir í uppbyggingu sportveiði verði að veruleika án umhverfismats og án athugasemda af hálfu náttúruverndarsamtaka hér á landi?Höfundur er fiskeldisbóndi hjá Arctic Fish á Vestfjörðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Stangveiði Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um fiskeldi og sportveiði að undanförnu. Oft er þessu tvennu stillt upp sem andstæðum en í raun eiga þessar greinar margt sameiginlegt og hafa möguleika til að vaxa með góðri samvinnu. Hvergi í heiminum eru stundaðar jafn miklar sleppingar á seiðum Atlantshafslax í þeim tilgangi að efla laxveiði í ám eins og á Íslandi. Slíkar aðferðir eru í raun nátengdar fiskeldi enda eru seiðin alin í eldisstöðvum. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) eru villtir laxastofnar skilgreindir sem „stofnar sem viðhalda sér sjálfir með engum eða afar takmörkuðum sleppingum seiða úr eldi“. Það er því spurning hvort umfangsmiklar sleppingar breyti flokkun viðkomandi laxastofna í íslenskum ám. Hvernig fer val á villtum laxi fram fyrir frjóvgun og ræktun í eldisstöðvum? Þegar villtur fiskur er tekinn til frjóvgunar er valinn mjög lítill hluti stofnsins. Eins og gefur að skilja hefur slíkt val, sem oft er byggt á stærð fisksins, áhrif á genasamsetningu stofns í viðkomandi laxveiðiá. Sjálfur er ég hvorki á móti seiða- né hrognasleppingum í laxveiðiár og þá sérstaklega á svæðum þar sem erfitt eða ómögulegt er fyrir villta laxastofna að dafna. En það gefur augaleið að slíkar sleppingaaðgerðir, jafnt sem framkvæmdir á borð við stíflugerð og laxastiga og jafnvel sportveiði, ættu varla að flokkast undir „náttúruvernd“ ólíkt því sem haldið hefur verið á lofti í fjölmiðlum og af hálfu sumra af sam- tökum veiðiréttarhafa undanfarið. Einnig hefur komið fram að Hafrannsóknastofnun hyggist nú taka við fjárframlögum frá auðkýfingnum Jim Ratcliffe. Vonandi verða þau framlög til þess að hjálpa stofnuninni að sinna af hlutleysi lögbundnu eftirlitshlutverki sínu varðandi málefni laxeldis. Ég undrast hins vegar þögn aðila eins og Náttúruverndarsamtaka Íslands um þessa hluti. Þess má geta að þau hafa ekki þegið boð okkar um viðræður eða um að koma í heimsókn til að kynna sér fiskeldi á Vestfjörðum. Samtökin hafa af einhverjum ástæðum skipað sér í flokk með veiðiréttarhöfum þrátt fyrir þau inngrip sem þeir standa fyrir og rakin voru hér. Getur verið að þessar fyrirhuguðu stórframkvæmdir í uppbyggingu sportveiði verði að veruleika án umhverfismats og án athugasemda af hálfu náttúruverndarsamtaka hér á landi?Höfundur er fiskeldisbóndi hjá Arctic Fish á Vestfjörðum
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar