Spilað með tilfinningar kaupenda í Árskógum Kolbrún Baldursdóttir skrifar 13. ágúst 2019 07:00 Í tilkynningu til kaupenda íbúða í Árskógum 1-3 frá Félagi eldri borgara (FEB) vegna 400 m.kr. viðbótarkostnaðar sem kaupendum var gert að greiða má sjá hvernig reynt er að spila með tilfinningar þeirra í því skyni að fá þá til að samþykkja viðbótargreiðsluna. Reynt er að vekja upp meðvirkni og samviskubit hjá kaupendunum gagnvart FEB með því að segja „að virkni samtakanna væri stefnt í voða ef félagið lendir í erfiðum og löngum málaferlum við félagsmenn sína“ eins og segir í tilkynningunni. Einnig segir „að meirihluti hafi samþykkt að greiða og almennt hafi fólk sýnt málinu skilning“. Með þessu er verið að þrýsta á þá sem eiga eftir að greiða viðbótargreiðslu um að sýna því skilning. Reynt er að vekja upp einhvers konar þakklætistilfinningu hjá kaupendum með því að minna á að margir hafi haft áhuga á að kaupa íbúðirnar, enda undir markaðsverði. Segir í tilkynningunni „Þegar framkvæmdir hófust hafi rúmlega fjögur hundruð félagsmenn lýst yfir áhuga“. Tilgangurinn er augljós, að láta þá sem ætla að kanna rétt sinn fá samviskubit og upplifa sig vanþakklát.Ekki vera með vesen! Kaupendur, sumir með þinglýsta kaupsamninga, voru grunlausir um hvað biði þeirra og einhverjir komnir langleiðina með að flytja inn. Áfallið er því mikið. Skyndilega er fótunum kippt undan hópi eldri borgara sem eru fullir tilhlökkunnar. Afleiðingar eru trúnaðarbrestur gagnvart FEB og fjárhagsáhyggjur þar sem ekki allir eldri borgarar eiga 5-7 m.kr. í handraðanum. Í ofanálag er reynt að láta þá sem ekki eru tilbúnir að láta valta yfir sig fá samviskubit og líða illa vilji þeir kanna rétt sinn. Í tilkynningunni er ekkert minnst á „skekkjuna“, mistökin sem leiddu til viðbótarkostnaðarins og hverjir bera ábyrgð á honum. Þeir sem bera ábyrgðina eiga auðvitað að axla hana. Ég spyr hvernig framkoma er þetta eiginlega?Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í tilkynningu til kaupenda íbúða í Árskógum 1-3 frá Félagi eldri borgara (FEB) vegna 400 m.kr. viðbótarkostnaðar sem kaupendum var gert að greiða má sjá hvernig reynt er að spila með tilfinningar þeirra í því skyni að fá þá til að samþykkja viðbótargreiðsluna. Reynt er að vekja upp meðvirkni og samviskubit hjá kaupendunum gagnvart FEB með því að segja „að virkni samtakanna væri stefnt í voða ef félagið lendir í erfiðum og löngum málaferlum við félagsmenn sína“ eins og segir í tilkynningunni. Einnig segir „að meirihluti hafi samþykkt að greiða og almennt hafi fólk sýnt málinu skilning“. Með þessu er verið að þrýsta á þá sem eiga eftir að greiða viðbótargreiðslu um að sýna því skilning. Reynt er að vekja upp einhvers konar þakklætistilfinningu hjá kaupendum með því að minna á að margir hafi haft áhuga á að kaupa íbúðirnar, enda undir markaðsverði. Segir í tilkynningunni „Þegar framkvæmdir hófust hafi rúmlega fjögur hundruð félagsmenn lýst yfir áhuga“. Tilgangurinn er augljós, að láta þá sem ætla að kanna rétt sinn fá samviskubit og upplifa sig vanþakklát.Ekki vera með vesen! Kaupendur, sumir með þinglýsta kaupsamninga, voru grunlausir um hvað biði þeirra og einhverjir komnir langleiðina með að flytja inn. Áfallið er því mikið. Skyndilega er fótunum kippt undan hópi eldri borgara sem eru fullir tilhlökkunnar. Afleiðingar eru trúnaðarbrestur gagnvart FEB og fjárhagsáhyggjur þar sem ekki allir eldri borgarar eiga 5-7 m.kr. í handraðanum. Í ofanálag er reynt að láta þá sem ekki eru tilbúnir að láta valta yfir sig fá samviskubit og líða illa vilji þeir kanna rétt sinn. Í tilkynningunni er ekkert minnst á „skekkjuna“, mistökin sem leiddu til viðbótarkostnaðarins og hverjir bera ábyrgð á honum. Þeir sem bera ábyrgðina eiga auðvitað að axla hana. Ég spyr hvernig framkoma er þetta eiginlega?Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar