Þróa nýtt skilaboða-app tengt Instagram sem á að keppa við Snapchat Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. ágúst 2019 23:15 Það er ekki að ástæðulausu sem Instagram, og þar með Facebook, vill keppa við Snapchat. Meðal annars er litið til þess að notendur Snapchat eyða meiri tíma inni í því forriti heldur en notendur Instagram dvelja við þar. vísir/getty Facebook er nú með í þróun nýtt skilaboð-app sem kallast Threads. Appið verður tengt hinu vinsæla mynda-appi Instagram og er ætlað að keppa við skilaboða-appið Snapchat sem einnig er mjög vinsælt. Fjallað er um málið á vef The Verge. Hugsunin á bak við Threads er sú að notendur sendi skilaboð í gegnum appið til náinna vina og ættingja, samkvæmt þar til gerðum lista á Instagram (e. close friends). Með appinu verður sjálfkrafa hægt að senda skilaboð um hvar maður er og hversu mikið batterí maður á eftir á símanum auk þess sem hægt verður að senda hefðbundnari skilaboð með texta, mynd og myndbandi. Tæki og tól Instagram munu nýtast til þess í Threads. Instagram neitaði að tjá sig um málið þegar The Verge leitaði eftir því. Það er þó ljóst að fyrirtækið hefur lengi leitað leiða til þess að koma sér inn á skilaboðamarkaðinn, ef svo má að orði komast. Þannig hætti fyrirtækið við þróun á skilaboða-appi fyrir tæpum tveimur árum þar sem prófanir gáfu ekki til kynna að það myndi njóta vinsælda. Núna vonast Instagram hins vegar til þess að app sem sérstaklega er hannað til þess að senda skilaboð til náinna vina og vinahópa verði betur tekið. Það er ekki að ástæðulausu sem Instagram, og þar með Facebook, vill keppa við Snapchat. Meðal annars er litið til þess að notendur Snapchat eyða meiri tíma inni í því forriti heldur en notendur Instagram dvelja við þar. Vonast er til þess að Threads geti veitt Snapchat meiri samkeppni í þessum efnum en Instagram. Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Facebook er nú með í þróun nýtt skilaboð-app sem kallast Threads. Appið verður tengt hinu vinsæla mynda-appi Instagram og er ætlað að keppa við skilaboða-appið Snapchat sem einnig er mjög vinsælt. Fjallað er um málið á vef The Verge. Hugsunin á bak við Threads er sú að notendur sendi skilaboð í gegnum appið til náinna vina og ættingja, samkvæmt þar til gerðum lista á Instagram (e. close friends). Með appinu verður sjálfkrafa hægt að senda skilaboð um hvar maður er og hversu mikið batterí maður á eftir á símanum auk þess sem hægt verður að senda hefðbundnari skilaboð með texta, mynd og myndbandi. Tæki og tól Instagram munu nýtast til þess í Threads. Instagram neitaði að tjá sig um málið þegar The Verge leitaði eftir því. Það er þó ljóst að fyrirtækið hefur lengi leitað leiða til þess að koma sér inn á skilaboðamarkaðinn, ef svo má að orði komast. Þannig hætti fyrirtækið við þróun á skilaboða-appi fyrir tæpum tveimur árum þar sem prófanir gáfu ekki til kynna að það myndi njóta vinsælda. Núna vonast Instagram hins vegar til þess að app sem sérstaklega er hannað til þess að senda skilaboð til náinna vina og vinahópa verði betur tekið. Það er ekki að ástæðulausu sem Instagram, og þar með Facebook, vill keppa við Snapchat. Meðal annars er litið til þess að notendur Snapchat eyða meiri tíma inni í því forriti heldur en notendur Instagram dvelja við þar. Vonast er til þess að Threads geti veitt Snapchat meiri samkeppni í þessum efnum en Instagram.
Facebook Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira