Katrín - Merkel - Pence Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 06:30 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur á móti Angelu Merkel kanslara Þýskalands í vikunni. Í september tekur stjórnin svo á móti Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna. Pólitísk þýðing heimsóknanna er rík og tilefni umræðu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu.Sameiginlegur heimamarkaður Innan vébanda ESB eigum við sameiginlegan heimamarkað með Þýskalandi og öðrum ríkjum þess. Koma Merkel er staðfesting á því hvernig við höfum bundist Evrópu djúpum tengslum. Þar liggur pólitískt skjól Íslands í nýjum heimi. Koma Pence sýnir á hinn bóginn merki um endurvakinn áhuga Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Það er fagnaðarefni. Varnarsamstarfið er mikilvægt. Og við viljum efla viðskipti við ríki Norður-Ameríku. En tímarnir eru breyttir. Lögmál kaldastríðsins gilda ekki. Vestrænar þjóðir stóðu áður sameinaðar undir forystu Bandaríkjanna um markmið í fjölþjóðasamvinnu. Nú eru þær klofnar. Annars vegar er stefna áframhaldandi fjölþjóðasamvinnu undir forystu ESB en hins vegar er stefna tvíhliða viðskiptasamninga undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands. Bandaríkin eru enn öflugasta þjóðin í vestrænum heimi og öðrum þjóðum mikilvæg, en ekki lengur forystuþjóð um þau gildi sem sameinað hafa vestrænar þjóðir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þau standa ekki fyrir frjálsa fjölmiðlun, sjálfstæða dómstóla eða rétt minnihluta hópa. Það er af sem áður var. Tilgangur Bandaríkjanna nú er að veikja fjölþjóðasamvinnu Evrópuríkja og styrkja eigin stöðu í tvíhliða samskiptum. Þetta blasir við. Bandaríkin styðja Brexit af kappi. Þessar breytingar hafa áhrif.Ný nálgun Sú ábyrgð hvílir fyrst og fremst á herðum Katrínar Jakobsdóttur að gera leiðtogum mikilvægustu samstarfsþjóða okkar skýra grein fyrir því hvernig Ísland nálgast alþjóðasamstarf í ljósi breyttra aðstæðna. Mikilvægt er að ríkisstjórnin komi þessum skilaboðum á framfæri; 1. Skýrar yfirlýsingar um að fjölþjóðasamstarf á innri markaði ESB verði áfram þungamiðjan í utanríkisstefnunni. Vandræðagangur Sjálfstæðisflokksins í orkupakkamálinu kallar á ótvíræð skilaboð til leiðtoganna beggja. 2. Ríkisstjórnin þarf að vera fús til að ræða varnarsamstarf við Bandaríkin og uppbyggingu hér í því sambandi, hvort sem forsætisráðherra líkar betur eða verr. Um leið verður að árétta að þar sé fyrst og fremst um að ræða varnir Íslands. Aðstaða vegna aukinna varnarumsvifa á norðurslóðum sé opið umræðuefni sem Ísland þurfi að meta sjálfstætt og í samráði við grannþjóðir. 3. Stjórnin þarf að fara fram á að samhliða viðræðum um varnarviðbúnað á Íslandi þurfi að gera viðbótarsamning um varnarmál í samræmi við þjóðaröryggisstefnuna frá 2016, sem tekur til netöryggis, hryðjuverka og loftslagsmála. Afneitun forseta Bandaríkjanna í loftslagsmálum má ekki ráða för. Það skal sagt umbúðalaust að aðgerðir í loftslagsmálum verði ekki undanskildar í þessum efnum. Forsætisráðherra ætlar hins vegar ekki að vera til staðar til að koma þessum áherslum á framfæri við varaforsetann. Kúnstug forgangsröðun. 4. Ríkisstjórnin þarf að segja afdráttarlaust að Ísland muni á síðara stigi eftir samráð, umræður og ákvarðanir Alþingis setja sér markmið með efnahags- og viðskiptasamráði við Bandaríkin. Það skal vera ótvírætt að samtöl um efnahags- og viðskiptamál annars vegar og varnir Íslands og norðurslóða hins vegar eru tvö aðskilin efni sem ekki skal blanda saman. Við þýðingarmiklar heimsóknir leiðtoga samstarfsþjóða er brýnt að senda ótvíræð skilaboð. Óeining innan stjórnarflokkanna má ekki gera utanríkisstefnu þjóðarinnar torræða. Við verðum að tala tæpitungulaust í þágu öryggis, mannréttinda og loftslagsmála. Nú sem aldrei fyrr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tekur á móti Angelu Merkel kanslara Þýskalands í vikunni. Í september tekur stjórnin svo á móti Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna. Pólitísk þýðing heimsóknanna er rík og tilefni umræðu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu.Sameiginlegur heimamarkaður Innan vébanda ESB eigum við sameiginlegan heimamarkað með Þýskalandi og öðrum ríkjum þess. Koma Merkel er staðfesting á því hvernig við höfum bundist Evrópu djúpum tengslum. Þar liggur pólitískt skjól Íslands í nýjum heimi. Koma Pence sýnir á hinn bóginn merki um endurvakinn áhuga Bandaríkjanna á hernaðarlegu mikilvægi Íslands vegna breyttrar stöðu norðurslóða. Það er fagnaðarefni. Varnarsamstarfið er mikilvægt. Og við viljum efla viðskipti við ríki Norður-Ameríku. En tímarnir eru breyttir. Lögmál kaldastríðsins gilda ekki. Vestrænar þjóðir stóðu áður sameinaðar undir forystu Bandaríkjanna um markmið í fjölþjóðasamvinnu. Nú eru þær klofnar. Annars vegar er stefna áframhaldandi fjölþjóðasamvinnu undir forystu ESB en hins vegar er stefna tvíhliða viðskiptasamninga undir forystu Bandaríkjanna og Bretlands. Bandaríkin eru enn öflugasta þjóðin í vestrænum heimi og öðrum þjóðum mikilvæg, en ekki lengur forystuþjóð um þau gildi sem sameinað hafa vestrænar þjóðir frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Þau standa ekki fyrir frjálsa fjölmiðlun, sjálfstæða dómstóla eða rétt minnihluta hópa. Það er af sem áður var. Tilgangur Bandaríkjanna nú er að veikja fjölþjóðasamvinnu Evrópuríkja og styrkja eigin stöðu í tvíhliða samskiptum. Þetta blasir við. Bandaríkin styðja Brexit af kappi. Þessar breytingar hafa áhrif.Ný nálgun Sú ábyrgð hvílir fyrst og fremst á herðum Katrínar Jakobsdóttur að gera leiðtogum mikilvægustu samstarfsþjóða okkar skýra grein fyrir því hvernig Ísland nálgast alþjóðasamstarf í ljósi breyttra aðstæðna. Mikilvægt er að ríkisstjórnin komi þessum skilaboðum á framfæri; 1. Skýrar yfirlýsingar um að fjölþjóðasamstarf á innri markaði ESB verði áfram þungamiðjan í utanríkisstefnunni. Vandræðagangur Sjálfstæðisflokksins í orkupakkamálinu kallar á ótvíræð skilaboð til leiðtoganna beggja. 2. Ríkisstjórnin þarf að vera fús til að ræða varnarsamstarf við Bandaríkin og uppbyggingu hér í því sambandi, hvort sem forsætisráðherra líkar betur eða verr. Um leið verður að árétta að þar sé fyrst og fremst um að ræða varnir Íslands. Aðstaða vegna aukinna varnarumsvifa á norðurslóðum sé opið umræðuefni sem Ísland þurfi að meta sjálfstætt og í samráði við grannþjóðir. 3. Stjórnin þarf að fara fram á að samhliða viðræðum um varnarviðbúnað á Íslandi þurfi að gera viðbótarsamning um varnarmál í samræmi við þjóðaröryggisstefnuna frá 2016, sem tekur til netöryggis, hryðjuverka og loftslagsmála. Afneitun forseta Bandaríkjanna í loftslagsmálum má ekki ráða för. Það skal sagt umbúðalaust að aðgerðir í loftslagsmálum verði ekki undanskildar í þessum efnum. Forsætisráðherra ætlar hins vegar ekki að vera til staðar til að koma þessum áherslum á framfæri við varaforsetann. Kúnstug forgangsröðun. 4. Ríkisstjórnin þarf að segja afdráttarlaust að Ísland muni á síðara stigi eftir samráð, umræður og ákvarðanir Alþingis setja sér markmið með efnahags- og viðskiptasamráði við Bandaríkin. Það skal vera ótvírætt að samtöl um efnahags- og viðskiptamál annars vegar og varnir Íslands og norðurslóða hins vegar eru tvö aðskilin efni sem ekki skal blanda saman. Við þýðingarmiklar heimsóknir leiðtoga samstarfsþjóða er brýnt að senda ótvíræð skilaboð. Óeining innan stjórnarflokkanna má ekki gera utanríkisstefnu þjóðarinnar torræða. Við verðum að tala tæpitungulaust í þágu öryggis, mannréttinda og loftslagsmála. Nú sem aldrei fyrr.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar