Draga úr vindgangi og ropi fyrir umhverfið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 19:15 Kýr á breskri rannsóknarstofu borða nú íslenskt þang undir vökulum augum vísindamanna en vonir standa til þess að fæðan muni draga úr metangaslosun dýranna. Að sögn sérfræðingur hjá Matís er stefnt að því að búa til nýtt fóður sem gæti orðið hlekkur í því að auka sjálfbærni í landbúnaði. Kýr á beit í haga eru ekki alsaklausar með tilliti til loftslagsmála. Sem jórturdýr losa þær umtalsvert magn af metani; með vindgangi og aðallega ropi. Áætlað er að íslenskar kýr skili um 7.500 tonnum af metani út í andrúmsloftið ár hvert. Til samanburðar losa allir Íslendingar um 40 tonn á ári með sama hætti. Talið er að tæplega tíu prósent af allri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi sé vegna iðrastarfsemi jórturdýra. Matís ásamt fleiri erlendum sérfræðingum vinnur að rannsókn sem gæti orðið til þess að draga úr þessum mengunarvaldi. Fóðurtilraun stendur nú yfir þar sem kýr á breksri rannsóknarstofu fá íslenskt þang ís misjöfnum hlutföllum blandað í fóðrið sitt. Það á að draga úr ropi og vindgangi. Fylgst er með losuninni í klefum.Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís.„Þeir klefar eru alveg lokaðir og þar er allt metangas alveg mælt," segir Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís. Í vetur á að liggja fyrir hvaða áhrif þangið hefur á líkamsstarfsemina. Matís hyggst síðan sækja um styrk fyrir næsta ár þar sem til stendur að rannsaka áhrif þangneyslu á dýrið.„Við þurfum að kanna öryggi og gæði. Skoða mjólkina, skoða kjötið og hvort þetta hafi einhver áhrif á það," segir Ásta. „Við vonum að í kjölfarið á þessu verðum við með einhverja vöru sem hægt verður að markaðssetja og þá væri spennandi að reyna taka þetta upp víða," segir Ásta. Til mikils getur verið að vinna þar sem metangaslosunin frá búfjárrækt á heimsvísu er gríðarleg. „Þetta er engin töfralausn en getur þó verið hlekkur í því að auka sjálfbærni," segir Ásta. Landbúnaður Loftslagsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Kýr á breskri rannsóknarstofu borða nú íslenskt þang undir vökulum augum vísindamanna en vonir standa til þess að fæðan muni draga úr metangaslosun dýranna. Að sögn sérfræðingur hjá Matís er stefnt að því að búa til nýtt fóður sem gæti orðið hlekkur í því að auka sjálfbærni í landbúnaði. Kýr á beit í haga eru ekki alsaklausar með tilliti til loftslagsmála. Sem jórturdýr losa þær umtalsvert magn af metani; með vindgangi og aðallega ropi. Áætlað er að íslenskar kýr skili um 7.500 tonnum af metani út í andrúmsloftið ár hvert. Til samanburðar losa allir Íslendingar um 40 tonn á ári með sama hætti. Talið er að tæplega tíu prósent af allri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi sé vegna iðrastarfsemi jórturdýra. Matís ásamt fleiri erlendum sérfræðingum vinnur að rannsókn sem gæti orðið til þess að draga úr þessum mengunarvaldi. Fóðurtilraun stendur nú yfir þar sem kýr á breksri rannsóknarstofu fá íslenskt þang ís misjöfnum hlutföllum blandað í fóðrið sitt. Það á að draga úr ropi og vindgangi. Fylgst er með losuninni í klefum.Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís.„Þeir klefar eru alveg lokaðir og þar er allt metangas alveg mælt," segir Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Matís. Í vetur á að liggja fyrir hvaða áhrif þangið hefur á líkamsstarfsemina. Matís hyggst síðan sækja um styrk fyrir næsta ár þar sem til stendur að rannsaka áhrif þangneyslu á dýrið.„Við þurfum að kanna öryggi og gæði. Skoða mjólkina, skoða kjötið og hvort þetta hafi einhver áhrif á það," segir Ásta. „Við vonum að í kjölfarið á þessu verðum við með einhverja vöru sem hægt verður að markaðssetja og þá væri spennandi að reyna taka þetta upp víða," segir Ásta. Til mikils getur verið að vinna þar sem metangaslosunin frá búfjárrækt á heimsvísu er gríðarleg. „Þetta er engin töfralausn en getur þó verið hlekkur í því að auka sjálfbærni," segir Ásta.
Landbúnaður Loftslagsmál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira