Fjörutíu Haukur Örn Birgisson skrifar 3. september 2019 14:15 Það er ekki langt síðan ég hélt upp á fertugsafmælið. Mér fannst það ekkert stórmál enda lít ég enn á sjálfan mig sem strák. Ég veit samt vel að ég er það ekki. Ég er farinn að gera alls konar hluti sem raunverulegir strákar gera ekki. Með aldrinum fer maður að haga sér undarlega, segja skrítna hluti og hafa áhuga á hlutum sem áður þóttu glataðir. Oft á dag stend ég sjálfan mig að því að segja börnunum mínum pabbabrandara, sem þau hrista hausinn yfir og skammast sín fyrir. Ég skráði mig á hverfasíðu á Facebook, þar sem miðaldra nágrannar mínir kvarta undan aksturslagi fólks á tilteknum gatnamótum og unglingum sem aka um hjálmlausir á vespum. Þeir froðufella af reiði þegar einhver skýtur upp flugeldi um mitt sumar eftir klukkan tíu að kvöldi og svo birta þeir ljósmyndir af hundaskít á gangstéttum til að hafa upp á eigandanum. Vel á minnst, hver tekur eiginlega ljósmynd af kúk og birtir á samfélagsmiðli með GPS-hnitum saursins? Nema hvað ... Veðurfar og ættfræði fara að skipa stóran þátt í samtölum manns og alltof margir vinir finna hamingju í maraþoni og Járnkallskeppnum. Ef þeir eru ekki orðnir Landvættir þá eru þeir alveg að verða það. Tilvistarkreppan er slík að nauðsynlegt verður að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að líkami og sál séu ekki komin fram yfir síðasta söludag. Það er einhver firra sem leggst yfir fertuga. Líf manns verður eins og bíómynd sem er sýnd örlítið úr fókus, þannig að maður áttar sig ekki fyllilega á því hvers vegna maður gerir það sem maður gerir. Vonandi eldist þetta af manni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Tímamót Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki langt síðan ég hélt upp á fertugsafmælið. Mér fannst það ekkert stórmál enda lít ég enn á sjálfan mig sem strák. Ég veit samt vel að ég er það ekki. Ég er farinn að gera alls konar hluti sem raunverulegir strákar gera ekki. Með aldrinum fer maður að haga sér undarlega, segja skrítna hluti og hafa áhuga á hlutum sem áður þóttu glataðir. Oft á dag stend ég sjálfan mig að því að segja börnunum mínum pabbabrandara, sem þau hrista hausinn yfir og skammast sín fyrir. Ég skráði mig á hverfasíðu á Facebook, þar sem miðaldra nágrannar mínir kvarta undan aksturslagi fólks á tilteknum gatnamótum og unglingum sem aka um hjálmlausir á vespum. Þeir froðufella af reiði þegar einhver skýtur upp flugeldi um mitt sumar eftir klukkan tíu að kvöldi og svo birta þeir ljósmyndir af hundaskít á gangstéttum til að hafa upp á eigandanum. Vel á minnst, hver tekur eiginlega ljósmynd af kúk og birtir á samfélagsmiðli með GPS-hnitum saursins? Nema hvað ... Veðurfar og ættfræði fara að skipa stóran þátt í samtölum manns og alltof margir vinir finna hamingju í maraþoni og Járnkallskeppnum. Ef þeir eru ekki orðnir Landvættir þá eru þeir alveg að verða það. Tilvistarkreppan er slík að nauðsynlegt verður að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að líkami og sál séu ekki komin fram yfir síðasta söludag. Það er einhver firra sem leggst yfir fertuga. Líf manns verður eins og bíómynd sem er sýnd örlítið úr fókus, þannig að maður áttar sig ekki fyllilega á því hvers vegna maður gerir það sem maður gerir. Vonandi eldist þetta af manni.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun