Framleiðendurnir svara harðri gagnrýni Jóns Viðars með myndbandi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2019 14:30 Jón Viðar var ekki sáttur með kvikmyndina Hvítur hvítur dagur. Kvikmyndin Hvítur hvítur dagur var frumsýnd hér á landi í síðustu viku en Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að kvikmyndinni. Framleiðandi myndarinnar er Anton Máni Svansson fyrir Join Motion Pictures og einn af yfirframleiðendum er Guðmundur Arnar Guðmundsson, en myndin er íslensk/dönsk/sænsk samframleiðsla. Gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson birti á dögunum umsögn um kvikmyndina á Facebook-síðu sinni og fékk hún ekkert sérstaklega góða umfjöllun þar á bæ. Jón beinir gagnrýni sinni helst að Hlyni Pálmasyni. Jón segir meðal annars: „Hann kann ekki að búa til bíómyndir. Hann kann að finna mótíf handa myndavélinni og fanga þau í stökum áhrifaríkum myndum (sem hann notar fimm fyrstu mínútur myndarinnar til að sanna fyrir áhorfendum), en hann kann ekki að raða útkomunni þannig saman að út úr því komi eitthvað sem vekur áhuga eða fangar hug manns. Hann kann ekki að skrifa leikræn samtöl. Hann kann ekki að skapa persónur. Hann kann ekki að segja dramatíska sögu. Hann kann ekki að leikstýra. Allt þetta mætti kannski fyrirgefa ef honum lægi sýnilega eitthvað mikið á hjarta. En um hvað fjallar þessi mynd eiginlega?“Kvikmyndin segir frá Ingimundi sem er lögreglustjóri sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást. Helstu leikarar eru þau Ingvar E. Sigurðsson, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Arnmundur Ernst Backman, Björn Ingi Hilmarsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Laufey Elíasdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sverrir Þór Sverrisson, Þór Tulinius. Framleiðendur kvikmyndarinnar hafa sent frá sér myndband þar sem þeir svara gagnrýni Jóns á nokkuð frumlegan hátt eins og sjá má hér að neðan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið Fleiri fréttir Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Okkar meyrasti maður Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Sjá meira
Kvikmyndin Hvítur hvítur dagur var frumsýnd hér á landi í síðustu viku en Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að kvikmyndinni. Framleiðandi myndarinnar er Anton Máni Svansson fyrir Join Motion Pictures og einn af yfirframleiðendum er Guðmundur Arnar Guðmundsson, en myndin er íslensk/dönsk/sænsk samframleiðsla. Gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson birti á dögunum umsögn um kvikmyndina á Facebook-síðu sinni og fékk hún ekkert sérstaklega góða umfjöllun þar á bæ. Jón beinir gagnrýni sinni helst að Hlyni Pálmasyni. Jón segir meðal annars: „Hann kann ekki að búa til bíómyndir. Hann kann að finna mótíf handa myndavélinni og fanga þau í stökum áhrifaríkum myndum (sem hann notar fimm fyrstu mínútur myndarinnar til að sanna fyrir áhorfendum), en hann kann ekki að raða útkomunni þannig saman að út úr því komi eitthvað sem vekur áhuga eða fangar hug manns. Hann kann ekki að skrifa leikræn samtöl. Hann kann ekki að skapa persónur. Hann kann ekki að segja dramatíska sögu. Hann kann ekki að leikstýra. Allt þetta mætti kannski fyrirgefa ef honum lægi sýnilega eitthvað mikið á hjarta. En um hvað fjallar þessi mynd eiginlega?“Kvikmyndin segir frá Ingimundi sem er lögreglustjóri sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást. Helstu leikarar eru þau Ingvar E. Sigurðsson, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Arnmundur Ernst Backman, Björn Ingi Hilmarsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Laufey Elíasdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sverrir Þór Sverrisson, Þór Tulinius. Framleiðendur kvikmyndarinnar hafa sent frá sér myndband þar sem þeir svara gagnrýni Jóns á nokkuð frumlegan hátt eins og sjá má hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Lífið „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Lífið Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum Lífið Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Lífið Kornungur og í vandræðum með holdris Lífið Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust Lífið Okkar meyrasti maður Lífið Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Lífið „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Lífið Tanja Ýr eignaðist dreng Lífið Fleiri fréttir Tanja Ýr eignaðist dreng Kornungur og í vandræðum með holdris Helmingur labbar út þegar komið er að því að teygja Ekki bara þorrablót heldur líka Reifiblót Okkar meyrasti maður Ódýr kvöldmatur að hætti Lindu Ben Selur tvær íbúðir í fallegu húsi í miðbænum „Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Óvæntur afrakstur ástarævintýris á Grund gerði allt vitlaust „Ég vissi að minn bati væri á mína ábyrgð“ Áslaug Arna og KFC á þorrablóti Aftureldingar Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Sjá meira