Vindmylluframleiðandinn Vestas segir upp 590 manns Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2019 10:08 Alls starfa 24.500 manns hjá Vestas, víðs vegar um heim. Getty Danski vindmylluframleiðandinn Vestas sagði í morgun upp 590 starfsmönnum í Danmörku og Þýskalandi. Í tilkynningu frá Vestas segir að níutíu manns hafi misst vinnuna í verksmiðju fyrirtækisins í Lem við Ringkjøbing en 500 í verksmiðjunni í Lauchhammer, suður af þýsku höfuðborginni Berlín. Niðurskurðinn má rekja til þess þess að kúnnar séu í auknum mæli að leitast eftir öðrum tegundum af vindmylluspöðum en áður. Því muni framleiðslan fara fram í öðrum verksmiðjum í álfunni. Í frétt DR segir að um 12 prósent starfsmanna í verksmiðju Vestas í Lem hafi verið látin fara, en um helmingur í verksmiðjunni í Lauchhammer. Alls starfa 24.500 manns hjá fyrirsækinu, víðs vegar um heim. Tilkynning fyrirtæksins kemur degi eftir að helsti samkeppnisaðilinn, Siemens Gamesa, tilkynnti um uppsagnir á sex hundruð manns í verksmiðjum fyrirtækisins í Álaborg og Brande. Danmörk Þýskaland Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Danski vindmylluframleiðandinn Vestas sagði í morgun upp 590 starfsmönnum í Danmörku og Þýskalandi. Í tilkynningu frá Vestas segir að níutíu manns hafi misst vinnuna í verksmiðju fyrirtækisins í Lem við Ringkjøbing en 500 í verksmiðjunni í Lauchhammer, suður af þýsku höfuðborginni Berlín. Niðurskurðinn má rekja til þess þess að kúnnar séu í auknum mæli að leitast eftir öðrum tegundum af vindmylluspöðum en áður. Því muni framleiðslan fara fram í öðrum verksmiðjum í álfunni. Í frétt DR segir að um 12 prósent starfsmanna í verksmiðju Vestas í Lem hafi verið látin fara, en um helmingur í verksmiðjunni í Lauchhammer. Alls starfa 24.500 manns hjá fyrirsækinu, víðs vegar um heim. Tilkynning fyrirtæksins kemur degi eftir að helsti samkeppnisaðilinn, Siemens Gamesa, tilkynnti um uppsagnir á sex hundruð manns í verksmiðjum fyrirtækisins í Álaborg og Brande.
Danmörk Þýskaland Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira