Deilur um yfirráð nytjastofna gætu orðið tíðari með hlýnun hafsins Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2019 11:00 Breytingar hafa þegar orðið á lífríki í hafinu í kringum Ísland vegna hnattrænnar hlýnunar. Hún gæti haft áhrif á fiskveiðar Íslendinga í framtíðinni. Vísir/Vilhelm Breytingar á útbreiðslu fiskstofna vegna hlýnunar hafsins af völdum manna hafa þegar torveldað stjórn fiskveiða í heiminum og komið niður á ávinningi af þeim samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birist í dag. Íslenskur sjávarlíffræðingur segir að deilur um yfirráð yfir fiskstofnum geti orðið tíðari eftir því sem herðir á hlýnun jarðar og að umtalsverðar breytingar hafi þegar orðið á lífríki sjávar við Ísland. Varað er við því að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi stuðlað að minni veiði og samdrætti í sumum fisk- og skelfisstofnun og að útbreiðsla tegunda muni breytast eftir því sem hlýnun jarðar verður meiri í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem fjallar um áhrif á höf og freðhvolf jarðar. Freðhvolf er samheiti yfir frosið vatn á jörðinni. Hlýnun hafins, tíðari hitabylgjur í því, súrnun vegna upptökur koltvísýrings sem menn hafa losað, súrefnistap og aðrar skaðlegar athafnir manna leggjast á eitt til að valda álagi á vistkerfi sjávar. Í skýrslu IPCC segir að á mörgum svæðum hafi fisk- og skelfiskstofnar dregist saman vegna óbeinna áhrifa hnattrænnar hlýnunar og það hafi leitt til minni heildarafla. Einhverjir stofnar hafi stækkað vegna þess að hentug búsvæði þeirra hafa stækkað. Rannsóknar og líkön bendi til þess að hlýnun sjávar á síðustu öld hafi stuðlað að almennri minnkun á mögulegum heildarafla. Frá 1970 hafi tengundasamsetning vistkerfa víða á landgrunnsvæðum meginland breyst samfara minnkandi heildarafla. Spáð er áframhaldandi tilfærslu í útbreiðslu tegunda í átt til pólsvæða sem muni leiða til breytinga í samfélagsgerðum og minnkandi fiskveiðum á þessari öld. Hraði breytinganna verði mestur við miðbaug en afleiðingarnar verði margbreytilegar á pólsvæðunum.Íslensk stjórnvöld hafa deilt við Evrópusambandið og Norðmenn um veiðar á makríl sem byrjaði að ganga inn í íslenska lögsögu fyrir um áratug.Fréttablaðið/GVALíkur á fleiri deilum um yfirráð yfir nytjastofnum Skýrsluhöfundar Sameinuðu þjóðanna vara einnig við því breytingar á útbreiðslu og stofnstærð tegunda af völdum hlýnunar hafi þegar haft áhrif á stjórnun veiða úr mikilvægum stofnum og á efnahagslegan ávinning veiðanna. Það hafi torveldað veiðleitni haf- og fiskveiðistjórnunarstofnana til þess að tryggja gott ástand vistkerfa, mynda efnahagslegan ávinning og styrkja lífsafkomu. Íslendingar eru þegar kunnugir slíkum erfiðleikum en íslensk stjórnvöld hafa deilt við önnur ríki um forráð yfir makrílstofninum sem hefur leitað inn í íslenska lögsögu í auknum mæli undanfarinn áratuga. Ekki hefur náðst samkomulag um hvernig þjóðirnar skipta aflanum á milli sín. „Í framtíðinni gætu fleiri slík tilfelli átt sér stað, ekki bara hér heldur annars staðar líka, þar sem stofnar allt í einu dreifa sér inn á svæði þar sem þeir hafa ekki verið áður. Það getur leitt til deilna um nýtingu,“ segir Ólafur S. Ástþórsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Brýnt sé þá að menn gæti að sér og nái samkomulagi um nýtingu til að ekki sé gengið meira á stofnana en þeir þola.Færa sig norðar á bóginn Höf jarðar hafa drukkið í sig meira en 90% af þeirri umframhlýnun sem menn hafa valdið með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum frá 1970. Ólafur segir að afar hlýtt hafi verið í hafinu við Ísland undanfarin tuttugu ár og að á þeim tíma hafi sést breytingar í lífríkinu. „Hlýsjávartegundir hér við landið eins og ýsa og skötuselur, tegundir sem héldu sig áður fyrr aðallega við sunnanvert landið hafa verið að flytjast norður á bóginn, norður með vesturströndinni og á norðurmið. Svo höfum við líka séð að loðnan hefur hopað. Hún er norðlægur fiskur. Í hlýindum undanfarinna ára hefur hún haldið sig norðar í hafinu og sótt meðal annars að austurströnd Grænlands,“ segir Ólafur. Líkt og í veðurfari er mikill náttúrulegur breytileiki í hafinu við Ísland. Því segir Ólafur erfitt að spá fyrir nákvæmlega um hvernig lífríkið hér muni bregðast við áframhaldandi hnattrænni hlýnun af völdum manna.Lágmarksútbreiðsla hafíss í lok sumars hefur orðið sífellt minni undanfarin ár og áratugi. Það hefur meðal annars gert selveiðimönnum á norðurslóðum lífið leitt.Vísir/EPAHafísinn ekki verið minni í þúsund ár Í skýrslu IPCC kemur fram að nánast öruggt sé að órofa hlýnun hafi ríkt í hafinu frá árinu 2005 en hlýnun fyrir þann tíma sé vel skjalfest frá að minnsta kosti 1970. Hlýnunin sé af mannavöldum. Vísindamennirnir telja mjög líklegt að hraði upptöku sjávar á varma hafi verið meiri á milli 2005 og 2017 en fyrir þann tíma. Gervihnattagögn bendi til þess að tíðni hitabylgna í hafinu hafi tvöfaldast frá 1982 til 2016. Hitabylgjur, skilgreindar sem óvenju mikill sjávarhiti í nokkra daga samfleytt, hafi orðið heitari og varað lengur. Mjög líklegt er talið að allt frá 84-90% hiltabylgna sem hafa átt sér stað í hafinu á milli 2006 og 2015 megi rekja til hlýnunar af völdum manna. Hlýnun lofts og hafs hefur dregið úr útbreiðslu hafíss á norðurhveli. Hop hafíssins hefur valdið umframhlýnun á norðurslóðum sem hlýna nú tvöfalt hraðar en aðrir hlutar jarðar. Útbreiðsla hafíss hefur dregist saman alla mánuði ársins. Í septembermánuði, þegar útbreiðslu hafíssins er í árlegu lágmarki, hefur útbreiðslan dregist saman um 12,8% á áratug. Lágmarksútbreiðsla hafíssins er nú talin sú minnsta í að minnsta kosti þúsund ár. Elsti og þykkasti fjölæri hafísinn er ennfremur talinn hafa þynnst um 90%. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Breytingar á útbreiðslu fiskstofna vegna hlýnunar hafsins af völdum manna hafa þegar torveldað stjórn fiskveiða í heiminum og komið niður á ávinningi af þeim samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birist í dag. Íslenskur sjávarlíffræðingur segir að deilur um yfirráð yfir fiskstofnum geti orðið tíðari eftir því sem herðir á hlýnun jarðar og að umtalsverðar breytingar hafi þegar orðið á lífríki sjávar við Ísland. Varað er við því að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi stuðlað að minni veiði og samdrætti í sumum fisk- og skelfisstofnun og að útbreiðsla tegunda muni breytast eftir því sem hlýnun jarðar verður meiri í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem fjallar um áhrif á höf og freðhvolf jarðar. Freðhvolf er samheiti yfir frosið vatn á jörðinni. Hlýnun hafins, tíðari hitabylgjur í því, súrnun vegna upptökur koltvísýrings sem menn hafa losað, súrefnistap og aðrar skaðlegar athafnir manna leggjast á eitt til að valda álagi á vistkerfi sjávar. Í skýrslu IPCC segir að á mörgum svæðum hafi fisk- og skelfiskstofnar dregist saman vegna óbeinna áhrifa hnattrænnar hlýnunar og það hafi leitt til minni heildarafla. Einhverjir stofnar hafi stækkað vegna þess að hentug búsvæði þeirra hafa stækkað. Rannsóknar og líkön bendi til þess að hlýnun sjávar á síðustu öld hafi stuðlað að almennri minnkun á mögulegum heildarafla. Frá 1970 hafi tengundasamsetning vistkerfa víða á landgrunnsvæðum meginland breyst samfara minnkandi heildarafla. Spáð er áframhaldandi tilfærslu í útbreiðslu tegunda í átt til pólsvæða sem muni leiða til breytinga í samfélagsgerðum og minnkandi fiskveiðum á þessari öld. Hraði breytinganna verði mestur við miðbaug en afleiðingarnar verði margbreytilegar á pólsvæðunum.Íslensk stjórnvöld hafa deilt við Evrópusambandið og Norðmenn um veiðar á makríl sem byrjaði að ganga inn í íslenska lögsögu fyrir um áratug.Fréttablaðið/GVALíkur á fleiri deilum um yfirráð yfir nytjastofnum Skýrsluhöfundar Sameinuðu þjóðanna vara einnig við því breytingar á útbreiðslu og stofnstærð tegunda af völdum hlýnunar hafi þegar haft áhrif á stjórnun veiða úr mikilvægum stofnum og á efnahagslegan ávinning veiðanna. Það hafi torveldað veiðleitni haf- og fiskveiðistjórnunarstofnana til þess að tryggja gott ástand vistkerfa, mynda efnahagslegan ávinning og styrkja lífsafkomu. Íslendingar eru þegar kunnugir slíkum erfiðleikum en íslensk stjórnvöld hafa deilt við önnur ríki um forráð yfir makrílstofninum sem hefur leitað inn í íslenska lögsögu í auknum mæli undanfarinn áratuga. Ekki hefur náðst samkomulag um hvernig þjóðirnar skipta aflanum á milli sín. „Í framtíðinni gætu fleiri slík tilfelli átt sér stað, ekki bara hér heldur annars staðar líka, þar sem stofnar allt í einu dreifa sér inn á svæði þar sem þeir hafa ekki verið áður. Það getur leitt til deilna um nýtingu,“ segir Ólafur S. Ástþórsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Brýnt sé þá að menn gæti að sér og nái samkomulagi um nýtingu til að ekki sé gengið meira á stofnana en þeir þola.Færa sig norðar á bóginn Höf jarðar hafa drukkið í sig meira en 90% af þeirri umframhlýnun sem menn hafa valdið með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum frá 1970. Ólafur segir að afar hlýtt hafi verið í hafinu við Ísland undanfarin tuttugu ár og að á þeim tíma hafi sést breytingar í lífríkinu. „Hlýsjávartegundir hér við landið eins og ýsa og skötuselur, tegundir sem héldu sig áður fyrr aðallega við sunnanvert landið hafa verið að flytjast norður á bóginn, norður með vesturströndinni og á norðurmið. Svo höfum við líka séð að loðnan hefur hopað. Hún er norðlægur fiskur. Í hlýindum undanfarinna ára hefur hún haldið sig norðar í hafinu og sótt meðal annars að austurströnd Grænlands,“ segir Ólafur. Líkt og í veðurfari er mikill náttúrulegur breytileiki í hafinu við Ísland. Því segir Ólafur erfitt að spá fyrir nákvæmlega um hvernig lífríkið hér muni bregðast við áframhaldandi hnattrænni hlýnun af völdum manna.Lágmarksútbreiðsla hafíss í lok sumars hefur orðið sífellt minni undanfarin ár og áratugi. Það hefur meðal annars gert selveiðimönnum á norðurslóðum lífið leitt.Vísir/EPAHafísinn ekki verið minni í þúsund ár Í skýrslu IPCC kemur fram að nánast öruggt sé að órofa hlýnun hafi ríkt í hafinu frá árinu 2005 en hlýnun fyrir þann tíma sé vel skjalfest frá að minnsta kosti 1970. Hlýnunin sé af mannavöldum. Vísindamennirnir telja mjög líklegt að hraði upptöku sjávar á varma hafi verið meiri á milli 2005 og 2017 en fyrir þann tíma. Gervihnattagögn bendi til þess að tíðni hitabylgna í hafinu hafi tvöfaldast frá 1982 til 2016. Hitabylgjur, skilgreindar sem óvenju mikill sjávarhiti í nokkra daga samfleytt, hafi orðið heitari og varað lengur. Mjög líklegt er talið að allt frá 84-90% hiltabylgna sem hafa átt sér stað í hafinu á milli 2006 og 2015 megi rekja til hlýnunar af völdum manna. Hlýnun lofts og hafs hefur dregið úr útbreiðslu hafíss á norðurhveli. Hop hafíssins hefur valdið umframhlýnun á norðurslóðum sem hlýna nú tvöfalt hraðar en aðrir hlutar jarðar. Útbreiðsla hafíss hefur dregist saman alla mánuði ársins. Í septembermánuði, þegar útbreiðslu hafíssins er í árlegu lágmarki, hefur útbreiðslan dregist saman um 12,8% á áratug. Lágmarksútbreiðsla hafíssins er nú talin sú minnsta í að minnsta kosti þúsund ár. Elsti og þykkasti fjölæri hafísinn er ennfremur talinn hafa þynnst um 90%.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Sjávarútvegur Vísindi Tengdar fréttir Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Sjá meira
Ís bráðnar um alla jörð og sjávarmál hækkar hraðar Skilyrði til búsetu á norðurskautinu og náttúruvá er á meðal þess sem breytist vegna áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á höf jarðar og freðhvolf. 25. september 2019 09:00