Talið að Thomas Cook verði gjaldþrota Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2019 23:48 Thomas Cook ferðaþjónustan er á barmi gjaldþrots. getty/Alexander Hassenstein Talið er að ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook sé á leið í gjaldþrotaferli og að 150 þúsund ferðamenn verði strandaglópar. Samkvæmt frétt The Guardian var hætt að selja flug á þeirra vegum um klukkan tíu í kvöld eftir að ljóst var að samningaviðræður um neyðarfjármagn hefðu ekki borið árangur. Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook funduðu í dag með stærstu hluthöfum fyrirtækisins á neyðarfundi í London. Í allan dag hafa farið fram samningaviðræður við fjárfestana um neyðarfjármagn. Reynt var að tryggja 200 milljóna punda innspýtingu á næstu dögum, jafnvirði 30 milljarða króna, til þess að forða félaginu frá gjaldþroti. Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims og selur meðal annars ferðir til Íslands. Félagið hefur verið í rekstri í 178 ár. Talið er að um 150 þúsund breskir ferðalangar gætu orðið strandaglópar lýsi félagið yfir gjaldþroti. Samkvæmt frétt The Guardian er talið líklegt að allar 94 flugvélar fyrirtækisins verði kyrrsettar á morgun. Verkalýðsfélag samgöngustarfsmanna í Bretlandi hefur hvatt ríkið til að grípa inn í og koma í veg fyrir að fyrirtækið fari á hausinn, en ef fyrirtækið verður gjaldþrota gætu allt að 20.000 manns misst vinnuna, þar af 9.000 manns í Bretlandi. Í dag var tilkynnt að yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. Ljóst er að það verður flókið og erfitt verkefni. Samkvæmt heimildum ITV News verður áætlunin virkjuð í fyrramálið. Bretland Tengdar fréttir Breska ríkið mun fljúga strandaglópum heim verði Thomas Cook gjaldþrota Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. 22. september 2019 13:21 Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Talið er að ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook sé á leið í gjaldþrotaferli og að 150 þúsund ferðamenn verði strandaglópar. Samkvæmt frétt The Guardian var hætt að selja flug á þeirra vegum um klukkan tíu í kvöld eftir að ljóst var að samningaviðræður um neyðarfjármagn hefðu ekki borið árangur. Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook funduðu í dag með stærstu hluthöfum fyrirtækisins á neyðarfundi í London. Í allan dag hafa farið fram samningaviðræður við fjárfestana um neyðarfjármagn. Reynt var að tryggja 200 milljóna punda innspýtingu á næstu dögum, jafnvirði 30 milljarða króna, til þess að forða félaginu frá gjaldþroti. Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki heims og selur meðal annars ferðir til Íslands. Félagið hefur verið í rekstri í 178 ár. Talið er að um 150 þúsund breskir ferðalangar gætu orðið strandaglópar lýsi félagið yfir gjaldþroti. Samkvæmt frétt The Guardian er talið líklegt að allar 94 flugvélar fyrirtækisins verði kyrrsettar á morgun. Verkalýðsfélag samgöngustarfsmanna í Bretlandi hefur hvatt ríkið til að grípa inn í og koma í veg fyrir að fyrirtækið fari á hausinn, en ef fyrirtækið verður gjaldþrota gætu allt að 20.000 manns misst vinnuna, þar af 9.000 manns í Bretlandi. Í dag var tilkynnt að yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. Ljóst er að það verður flókið og erfitt verkefni. Samkvæmt heimildum ITV News verður áætlunin virkjuð í fyrramálið.
Bretland Tengdar fréttir Breska ríkið mun fljúga strandaglópum heim verði Thomas Cook gjaldþrota Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. 22. september 2019 13:21 Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breska ríkið mun fljúga strandaglópum heim verði Thomas Cook gjaldþrota Yfirvöld í Bretlandi munu fljúga ferðamönnum á vegum Thomas Cook ferðaþjónustunnar aftur til Bretlands, ef ferðaþjónustan verður gjaldþrota. 22. september 2019 13:21
Örlög Thomas Cook gætu ráðist í dag Lánadrottnar breska ferðaþjónusturisans Thomas Cook munu hitta stærstu hluthafa fyrirtækisins á neyðarfundi í London í dag þar sem gert er ráð fyrir að örlög félagsins muni ráðast. Ferðaþjónustufyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots. 22. september 2019 07:54