Hátt í 200 þúsund ferðalangar gætu orðið strandaglópar fari Thomas Cook á hausinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2019 13:28 Thomas Cook ferðaþjónustan er á barmi gjaldþrots. getty/Alexander Hassenstein Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. Þá er breska ríkið í samstarfi við eftirlitsstofnun flugmála að undirbúa stærstu endurheimtunaraðgerðir á breskum ríkisborgurum á friðartímum. Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki í heiminum en viðræður eru nú í gangi til að reyna að bjarga því frá gjaldþroti sem gæti orðið nú um helgina ef fyrirtækið nær ekki að tryggja 200 milljónir punda aukalega frá fjárfestum, sem nema rúmum 31 milljarði íslenskra króna. Samgönguráðuneyti Bretlands og flugsamband Bretlands (CAA) eru byrjuð að undirbúa aðgerðir til að flytja breska strandaglópa aftur til landsins, en áætlunin kallast Operation Matterhorn eða Matterhorn aðgerðin.Thomas Cook stofnaði ferðaþjónustufyrirtækið samnefnda árið 1841 og hefur það verið starfrækt síðangetty/ SSPLFyrirtækið, sem er elsta ferðaþjónusta Bretlands, reynir nú einnig að selja Nordic flugfélagið í þeirra eigu og hluta starfseminnar til að safna peningunum sem vantar. Stéttarfélög hafa kallað eftir því að ríkið grípi inn í, annað hvort með beinum hætti eða með því að beita lánveitendur þrýstingi, en meðal þeirra er ríkisrekni bankinn Royal Bank of Scotland. Ekki eru taldar miklar líkur á því að breska ríkið komi ferðaþjónustunni til aðstoðar.Skuld félagsins rúmir 260 milljarðar Verði Thomas Cook gjaldþrota munu 20 þúsund einstaklingar eiga á hættu að missa vinnuna þar á meðal 9 þúsund einstaklingar í Bretlandi. CAA gæti þurft að greiða fyrir hluta fargjalds þeirra 150 þúsund Breta sem eru í útlöndum. Ferðaþjónustan hefur meðal annars boðið upp á ferðir til Evrópu, Karíbahafsins, Bandaríkjanna og Mið-Austurlanda. Þá hafa verið farnar ferðir á skemmtiferðaskipum til Íslands og Grænlands. Talsmaður fyrirtækisins sagði í tilkynningu á föstudag að viðræður væru í gangi við banka, skuldabréfahafa og stærstu hluthafa þess. Milljónirnar 200 myndu fleyta starfseminni áfram í vetur en þar að auki yrðu aukalegar 900 milljónir punda, sem nema 140,5 milljörðum íslenskra króna, bætast við til að bjarga fyrirtækinu. Virði hlutabréfa fyrirtækisins hefur fallið um 21% frá því fyrir ári síðan. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Thomas Cook hefur verið í slæmum málum en árið 2011 varð fyrirtækið næstum gjaldþrota. Nú er Thomas Cook í meira en 1,7 milljarða punda skuld, sem nemur 265,5 milljörðum íslenskra króna, en Brexit hefur einnig haft gríðarleg áhrif á afkomu fyrirtækisins. Þá hefur hátt verð þotueldsneytis haft mikil áhrif og verð hótelherbergja. Þá varð fyrirtækið fyrir miklu höggi í sumar og fyrrasumar þegar miklar hitabylgjur riðu yfir og stór hluti viðskiptavina afbókaði. Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Thomas Cook á barmi gjaldþrots Breska ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook er á barmi gjaldþrots og gengi bréfa í fyrirtækinu hefur fallið um 65% í dag, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. 22. nóvember 2011 12:26 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ferðaþjónustan Thomas Cook er á barmi gjaldþrots. Meira en 150 þúsund breskir farþegar eru nú á ferðalagi á vegum ferðaþjónustunnar en þeir gætu strandað ef fyrirtækið fer á hausinn. Þá er breska ríkið í samstarfi við eftirlitsstofnun flugmála að undirbúa stærstu endurheimtunaraðgerðir á breskum ríkisborgurum á friðartímum. Thomas Cook er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki í heiminum en viðræður eru nú í gangi til að reyna að bjarga því frá gjaldþroti sem gæti orðið nú um helgina ef fyrirtækið nær ekki að tryggja 200 milljónir punda aukalega frá fjárfestum, sem nema rúmum 31 milljarði íslenskra króna. Samgönguráðuneyti Bretlands og flugsamband Bretlands (CAA) eru byrjuð að undirbúa aðgerðir til að flytja breska strandaglópa aftur til landsins, en áætlunin kallast Operation Matterhorn eða Matterhorn aðgerðin.Thomas Cook stofnaði ferðaþjónustufyrirtækið samnefnda árið 1841 og hefur það verið starfrækt síðangetty/ SSPLFyrirtækið, sem er elsta ferðaþjónusta Bretlands, reynir nú einnig að selja Nordic flugfélagið í þeirra eigu og hluta starfseminnar til að safna peningunum sem vantar. Stéttarfélög hafa kallað eftir því að ríkið grípi inn í, annað hvort með beinum hætti eða með því að beita lánveitendur þrýstingi, en meðal þeirra er ríkisrekni bankinn Royal Bank of Scotland. Ekki eru taldar miklar líkur á því að breska ríkið komi ferðaþjónustunni til aðstoðar.Skuld félagsins rúmir 260 milljarðar Verði Thomas Cook gjaldþrota munu 20 þúsund einstaklingar eiga á hættu að missa vinnuna þar á meðal 9 þúsund einstaklingar í Bretlandi. CAA gæti þurft að greiða fyrir hluta fargjalds þeirra 150 þúsund Breta sem eru í útlöndum. Ferðaþjónustan hefur meðal annars boðið upp á ferðir til Evrópu, Karíbahafsins, Bandaríkjanna og Mið-Austurlanda. Þá hafa verið farnar ferðir á skemmtiferðaskipum til Íslands og Grænlands. Talsmaður fyrirtækisins sagði í tilkynningu á föstudag að viðræður væru í gangi við banka, skuldabréfahafa og stærstu hluthafa þess. Milljónirnar 200 myndu fleyta starfseminni áfram í vetur en þar að auki yrðu aukalegar 900 milljónir punda, sem nema 140,5 milljörðum íslenskra króna, bætast við til að bjarga fyrirtækinu. Virði hlutabréfa fyrirtækisins hefur fallið um 21% frá því fyrir ári síðan. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Thomas Cook hefur verið í slæmum málum en árið 2011 varð fyrirtækið næstum gjaldþrota. Nú er Thomas Cook í meira en 1,7 milljarða punda skuld, sem nemur 265,5 milljörðum íslenskra króna, en Brexit hefur einnig haft gríðarleg áhrif á afkomu fyrirtækisins. Þá hefur hátt verð þotueldsneytis haft mikil áhrif og verð hótelherbergja. Þá varð fyrirtækið fyrir miklu höggi í sumar og fyrrasumar þegar miklar hitabylgjur riðu yfir og stór hluti viðskiptavina afbókaði.
Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Thomas Cook á barmi gjaldþrots Breska ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook er á barmi gjaldþrots og gengi bréfa í fyrirtækinu hefur fallið um 65% í dag, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. 22. nóvember 2011 12:26 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Thomas Cook á barmi gjaldþrots Breska ferðaþjónustufyrirtækið Thomas Cook er á barmi gjaldþrots og gengi bréfa í fyrirtækinu hefur fallið um 65% í dag, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC. 22. nóvember 2011 12:26