„Eins og að láta NASA ekki vita af því að þú ætlir að sprengja tunglið í loft upp“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2019 09:03 Trevor Noah var harðorður í garð Trumps í þætti sínum í nótt. SKjáskot/Youtube Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu sér í nótt mat úr nýjust ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Háðfuglarnir túlka ákvörðunina sem svik forsetans við Kúrda. Ákvörðunin var tilkynnt skyndilega í gærkvöldi eftir símtal á milli Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Trevor Noah, stjórnandi The Daily Show, sagði Trump taka hina „sviksamlegu“ ákvörðun í viðleitni til að stýra kastljósi fjölmiðla frá „Úkraínuhneykslinu“. Um helgina steig annar uppljóstrari fram sem segist búa yfir frekari upplýsingum um símtal Trumps og forseta Úkraínu, þar sem sá fyrrnefndi þrýsti á forsetann að rannsaka Joe Biden, einn helsta andstæðing Trumps. „Ef þú stæðir frammi fyrir umfangsmesta vanda forsetatíðar þinnar, hvað myndirðu gera? Fara líklega með veggjum og einbeita þér að því að slökkva eldinn. En, sjáðu til, þú ert ekki Donald Trump, vegna þess að ef þú værir Donald Trump myndirðu kveikja glænýjan eld,“ sagði Noah. „Ókei. Þetta er hreinlega sturlað. Trump forseti tilkynnti klukkan ellefu í gærkvöldi – klukkan ellefu – að Bandaríkin myndu draga her sinn út úr lykilhluta Sýrlands. Og hann sagði Pentagon [höfuðstöðvum bandaríska varnarmálaráðuneytisins] ekki frá því, sem gerir það enn brjálaðra. Þetta kom þeim algjörlega á óvart. Þetta er eins og að láta NASA ekki vita af því að þú ætlir að sprengja tunglið í loft upp.“Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hóf þátt gærkvöldsins á því að spyrja hvort hægt væri að taka síma forsetans af honum. „Vegna þess að allt sem hann gerir með síma sínum er slæmt. Tísta, tala, áreita hann kynferðislega. „Siri, í hverju ertu?“,“ sagði Colbert. „Þetta eru algjör svik við hermenn Kúrda sem aðstoðuðu Bandaríkin við að sigra ISIS. Það er aðeins ein leið út úr þessu. Kúrdar, þið hafið sólarhring til að koma óorði á Joe Biden.“Ákvörðun Trumps gerir Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda. Gagnrýni á ákvörðunina er ekki bundin við frjálslynda spjallþáttastjórnendur en nokkrir af helstu bandamönnum Trumps hafa lýst yfir óánægju með hana, þar á meðal öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay Graham. Hann sagði ákvörðunina „stórslys“. Trump hefur reynt að lægja öldurnar með því að hóta Tyrkjum efnahagslegri eyðileggingu. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu sér í nótt mat úr nýjust ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Háðfuglarnir túlka ákvörðunina sem svik forsetans við Kúrda. Ákvörðunin var tilkynnt skyndilega í gærkvöldi eftir símtal á milli Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Trevor Noah, stjórnandi The Daily Show, sagði Trump taka hina „sviksamlegu“ ákvörðun í viðleitni til að stýra kastljósi fjölmiðla frá „Úkraínuhneykslinu“. Um helgina steig annar uppljóstrari fram sem segist búa yfir frekari upplýsingum um símtal Trumps og forseta Úkraínu, þar sem sá fyrrnefndi þrýsti á forsetann að rannsaka Joe Biden, einn helsta andstæðing Trumps. „Ef þú stæðir frammi fyrir umfangsmesta vanda forsetatíðar þinnar, hvað myndirðu gera? Fara líklega með veggjum og einbeita þér að því að slökkva eldinn. En, sjáðu til, þú ert ekki Donald Trump, vegna þess að ef þú værir Donald Trump myndirðu kveikja glænýjan eld,“ sagði Noah. „Ókei. Þetta er hreinlega sturlað. Trump forseti tilkynnti klukkan ellefu í gærkvöldi – klukkan ellefu – að Bandaríkin myndu draga her sinn út úr lykilhluta Sýrlands. Og hann sagði Pentagon [höfuðstöðvum bandaríska varnarmálaráðuneytisins] ekki frá því, sem gerir það enn brjálaðra. Þetta kom þeim algjörlega á óvart. Þetta er eins og að láta NASA ekki vita af því að þú ætlir að sprengja tunglið í loft upp.“Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hóf þátt gærkvöldsins á því að spyrja hvort hægt væri að taka síma forsetans af honum. „Vegna þess að allt sem hann gerir með síma sínum er slæmt. Tísta, tala, áreita hann kynferðislega. „Siri, í hverju ertu?“,“ sagði Colbert. „Þetta eru algjör svik við hermenn Kúrda sem aðstoðuðu Bandaríkin við að sigra ISIS. Það er aðeins ein leið út úr þessu. Kúrdar, þið hafið sólarhring til að koma óorði á Joe Biden.“Ákvörðun Trumps gerir Tyrkjum kleift að herja á sýrlenska Kúrda. Gagnrýni á ákvörðunina er ekki bundin við frjálslynda spjallþáttastjórnendur en nokkrir af helstu bandamönnum Trumps hafa lýst yfir óánægju með hana, þar á meðal öldungadeildarþingmaðurinn Lindsay Graham. Hann sagði ákvörðunina „stórslys“. Trump hefur reynt að lægja öldurnar með því að hóta Tyrkjum efnahagslegri eyðileggingu.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01