Minnstu sveitarfélögin gætu fengið milljarð til sameiningar Sveinn Arnarsson skrifar 2. október 2019 07:30 Akureyri er eitt þeirra sveitarfélaga sem myndu fá mikla meðgjöf við að sameinast öðrum sveitarfélögum. Vitað er að sveitarstjórnarfulltrúar á Akureyri eru opnir fyrir þeim möguleika. Fréttablaðið/Vilhelm Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um nýjar reglur um fjárhagslegan stuðning sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningum þeirra, gæti fært tíu minnstu sveitarfélögunum rúman milljarð í meðgjöf. Í þeim búa um 800 manns svo hver íbúi fengi um 1,3 milljóna króna meðgjöf fyrir að sameinast öðru sveitarfélagi. Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga eru nú til umsagnar og rennur umsagnarfresturinn út þann 7. október næstkomandi. Skuldahlutfall sveitarfélaganna skiptir miklu máli hvað varðar það hve mikið þau geta fengið út úr þessum sameiningum og er það haft til hliðsjónar. Einnig er meðal breytinga í tillögum ráðherra bætt við sérstöku byggðaframlagi. Þar er komið til móts við þau sveitarfélög þar sem þróun íbúafjölda hefur verið undir landsmeðaltali. Eftir því sem fækkað hefur í sveitarfélaginu eða íbúum ekki fjölgað í takt við meðaltal fá þau aukið framlag frá jöfnunarsjóðnum. Þar sem íbúaþróunin í Reykjavík hefur síðustu ár verið undir landsmeðaltali myndi borgin því fá 200 milljónir króna í byggðaframlag frá hinu opinbera. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu hefur að langmestu leyti verið í nágrannasveitarfélögum og á Suðurnesjum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Í þessum potti öllum eru um 19 milljarðar króna samkvæmt skjali sem fylgir tillögunni í samráðsgátt stjórnvalda. Tíu stærstu sveitarfélög þessa lands, með um 283 þúsund íbúa, geta fengið 5,4 milljarða króna framlag frá hinu opinbera ef þau ákveða með einhverju móti að sameinast. Að sama skapi geta tíu minnstu sveitarfélögin fengið rúman milljarð. Fámennasta sveitarfélag landsins, Árneshreppur á Ströndum, sem hefur aðeins fjörutíu íbúa samkvæmt íbúatölum Hagstofunnar hinn 1. janúar á þessu ári, getur fengið um 109 milljónir króna. Það eru nærri þrjár milljónir á hvern íbúa í meðgjöf. Reykjavíkurborg með sína 128 þúsund íbúa, myndi fá 700 milljónir, eða 5.438 krónur á hvern íbúa. Samkvæmt reglum sjóðsins verður hægt að sækja um stuðning næstu fimmtán árin og allt að fimmtán milljarðar verða til taks. Nú geta hins vegar sveitarfélögin séð nákvæmlega hvar þau standa og hvað fellur þeim í skaut samkvæmt þessum reglum, óháð því hvaða sveitarfélögum þau gætu hugsanlega sameinast í náinni framtíð. Markmið tillagnanna er að fækka sveitarfélögum og sjá til þess að þau geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. Hægt er að setja spurningarmerki við það hvort sveitarfélag með aðeins nokkra tugi íbúa geti sinnt skyldum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um nýjar reglur um fjárhagslegan stuðning sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningum þeirra, gæti fært tíu minnstu sveitarfélögunum rúman milljarð í meðgjöf. Í þeim búa um 800 manns svo hver íbúi fengi um 1,3 milljóna króna meðgjöf fyrir að sameinast öðru sveitarfélagi. Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga eru nú til umsagnar og rennur umsagnarfresturinn út þann 7. október næstkomandi. Skuldahlutfall sveitarfélaganna skiptir miklu máli hvað varðar það hve mikið þau geta fengið út úr þessum sameiningum og er það haft til hliðsjónar. Einnig er meðal breytinga í tillögum ráðherra bætt við sérstöku byggðaframlagi. Þar er komið til móts við þau sveitarfélög þar sem þróun íbúafjölda hefur verið undir landsmeðaltali. Eftir því sem fækkað hefur í sveitarfélaginu eða íbúum ekki fjölgað í takt við meðaltal fá þau aukið framlag frá jöfnunarsjóðnum. Þar sem íbúaþróunin í Reykjavík hefur síðustu ár verið undir landsmeðaltali myndi borgin því fá 200 milljónir króna í byggðaframlag frá hinu opinbera. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu hefur að langmestu leyti verið í nágrannasveitarfélögum og á Suðurnesjum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Í þessum potti öllum eru um 19 milljarðar króna samkvæmt skjali sem fylgir tillögunni í samráðsgátt stjórnvalda. Tíu stærstu sveitarfélög þessa lands, með um 283 þúsund íbúa, geta fengið 5,4 milljarða króna framlag frá hinu opinbera ef þau ákveða með einhverju móti að sameinast. Að sama skapi geta tíu minnstu sveitarfélögin fengið rúman milljarð. Fámennasta sveitarfélag landsins, Árneshreppur á Ströndum, sem hefur aðeins fjörutíu íbúa samkvæmt íbúatölum Hagstofunnar hinn 1. janúar á þessu ári, getur fengið um 109 milljónir króna. Það eru nærri þrjár milljónir á hvern íbúa í meðgjöf. Reykjavíkurborg með sína 128 þúsund íbúa, myndi fá 700 milljónir, eða 5.438 krónur á hvern íbúa. Samkvæmt reglum sjóðsins verður hægt að sækja um stuðning næstu fimmtán árin og allt að fimmtán milljarðar verða til taks. Nú geta hins vegar sveitarfélögin séð nákvæmlega hvar þau standa og hvað fellur þeim í skaut samkvæmt þessum reglum, óháð því hvaða sveitarfélögum þau gætu hugsanlega sameinast í náinni framtíð. Markmið tillagnanna er að fækka sveitarfélögum og sjá til þess að þau geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. Hægt er að setja spurningarmerki við það hvort sveitarfélag með aðeins nokkra tugi íbúa geti sinnt skyldum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira