Útlit fyrir að breska þingið samþykki kosningatillögu Johnsons Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. október 2019 18:30 Breska þingið ræðir nú um enn eina tillögu ríkisstjórnarinnar um að boða til þingkosninga. Sú breyting hefur orðið frá því í gær að stjórnarandstaðan styður tillöguna. Ekki náðist meirihluti um að boða til kosninga í gær. Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að boða til kosninga en einungis tæpur helmingur stóð með Boris Johnson forsætisráðherra í því að boða til kosninga þann 12. desember næstkomandi. Var þetta í þriðja skipti sem honum mistekst að knýja fram kosningar. En Johnson gefst ekki upp og fékk góðar fréttir frá andstæðingum sínum í dag. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nefnilega um að flokkurinn ætlaði sér að styðja tillöguna. Skoski þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir demókratar styðja tillöguna einnig. Samþykkt var að leyfa breytingartillögur við kosningatillöguna og hafa þær tillögur verið til umræðu í dag. Á meðal þess sem lagt er til er þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngusamninginn, að kosningaaldur verði lækkaður niður í sextán ár og að ríkisborgarar Evrópusambandsríkja sem búsettir eru á Bretlandi fái að kjósa.Fylgi flokka á BretlandiKannanir sýna Íhaldsflokkinn með mest fylgi eða 36 prósent, fékk 42 prósent árið 2017. Verkamannaflokkurinn mælist næststærstur með 24 prósent en hafði fjörutíu. Frjálslyndir Demókratar mælast með átján prósent, höfðu sjö, og hinn nýi Brexitflokkur með ellefu. Græningjar fengju fjögur prósent, höfðu 0,2. Vert er að taka fram að Velsku og Skosku þjóðarflokkarnir bjóða eingöngu fram í Wales og Skotlandi. Þar sem einmenningskjördæmi eru í Bretlandi vill oft verða töluvert misræmi á milli hlutfalls atkvæða og þingsæta. Til dæmis fékk Skoski þjóðarflokkurinn þrjú prósent atkvæða árið 2017 en nærri þrefalt fleiri þingsæti en Frjálslyndir demókratar með þeirra sjö prósent atkvæða. Bretland Brexit Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Sjá meira
Breska þingið ræðir nú um enn eina tillögu ríkisstjórnarinnar um að boða til þingkosninga. Sú breyting hefur orðið frá því í gær að stjórnarandstaðan styður tillöguna. Ekki náðist meirihluti um að boða til kosninga í gær. Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að boða til kosninga en einungis tæpur helmingur stóð með Boris Johnson forsætisráðherra í því að boða til kosninga þann 12. desember næstkomandi. Var þetta í þriðja skipti sem honum mistekst að knýja fram kosningar. En Johnson gefst ekki upp og fékk góðar fréttir frá andstæðingum sínum í dag. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nefnilega um að flokkurinn ætlaði sér að styðja tillöguna. Skoski þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir demókratar styðja tillöguna einnig. Samþykkt var að leyfa breytingartillögur við kosningatillöguna og hafa þær tillögur verið til umræðu í dag. Á meðal þess sem lagt er til er þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngusamninginn, að kosningaaldur verði lækkaður niður í sextán ár og að ríkisborgarar Evrópusambandsríkja sem búsettir eru á Bretlandi fái að kjósa.Fylgi flokka á BretlandiKannanir sýna Íhaldsflokkinn með mest fylgi eða 36 prósent, fékk 42 prósent árið 2017. Verkamannaflokkurinn mælist næststærstur með 24 prósent en hafði fjörutíu. Frjálslyndir Demókratar mælast með átján prósent, höfðu sjö, og hinn nýi Brexitflokkur með ellefu. Græningjar fengju fjögur prósent, höfðu 0,2. Vert er að taka fram að Velsku og Skosku þjóðarflokkarnir bjóða eingöngu fram í Wales og Skotlandi. Þar sem einmenningskjördæmi eru í Bretlandi vill oft verða töluvert misræmi á milli hlutfalls atkvæða og þingsæta. Til dæmis fékk Skoski þjóðarflokkurinn þrjú prósent atkvæða árið 2017 en nærri þrefalt fleiri þingsæti en Frjálslyndir demókratar með þeirra sjö prósent atkvæða.
Bretland Brexit Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Sjá meira