„Framtíðin kallar á okkur að gera betur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. október 2019 15:56 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundi forsætisráðherra Norðurlanda í Stokkhólmi í dag. NORDEN.ORG/MAGNUS FRÖDERBERG „Norðurlöndin hafa sýnt að þau geta með samvinnu náð miklu meiri árangri en sitt í hvoru lagi. Nú kalla loftslagsmálin á okkur. Framtíðin kallar á okkur að gera betur. Að þora.“ Svo hljóðuðu lokaorð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar á fundi norrænna forsætisráðherra á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir þar sem umhverfismál hafa verið í öndvegi. Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. Til að ná fram aukinni sjálfbærni þurfi í einhverjum tilfellum að breyta stjórntækjum til að svo megi verða, til dæmis með því að beita skattkerfinu og tryggja þurfi að lífeyrissjóðir og sjóðir hins opinbera fjárfesti í grænum skuldabréfum. Á sama tíma og aðgerðir þurfi að vera róttækar þurfi þær einnig að vera réttlátar og tryggja velsæld. „Góðu fréttirnar eru þær að þetta tvennt fer saman,“ sagði Katrín. Nefndi hún dæmi um aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafi gripið til, meðal annars með lengingu fæðingarorlofs og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka álögur á rafhjól. „Við þurfum að vera reiðubúin að taka djarfar ákvarðanir sem þjóna almannahagsmunum og þjóna framtíðinni. En þessar ákvarðanir þurfa að vera teknar með lýðræðislegum hætti svo við stöndum öll saman að þessari umbreytingu,“ sagði Katrín.Stýrði síðasta fundinum í formennskutíð Íslands Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, stýrði í morgun síðasta fundi samstarfsráðherra Norðurlanda á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Á morgun mun Sigurður Ingi svo gefa þinginu skýrslu um starf Norrænu ráðherranefndarinnar undir formennsku Íslands. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að meginumræðuefni fundarins hafi verið framtíðarsýn norræns samstarf um Norðurlöndin sem „sjálfbærasta og samþættasta svæði heims,“ sem var einmitt stefna sem sett var fram með nýrri framtíðarsýn fyrir árið 2030. Katrín fjallaði í ræðu sinni jafnframt um áherslumál Íslands í formennskutíð sinni sem nú er senn á enda. „Það hefur verið heiður og ánægja að stýra skútunni um stund. Ísland er minnst af þeim stóru en við erum líka stærst af þeim litlu. Þannig höfum við á formennskuárinu lagt okkur fram um að efla enn frekar samvinnuna við Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, og ég held að það hafi tekist ágætlega,“ sagði Katrín. Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári. 28. október 2019 07:00 Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26 Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. 29. október 2019 12:02 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
„Norðurlöndin hafa sýnt að þau geta með samvinnu náð miklu meiri árangri en sitt í hvoru lagi. Nú kalla loftslagsmálin á okkur. Framtíðin kallar á okkur að gera betur. Að þora.“ Svo hljóðuðu lokaorð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar á fundi norrænna forsætisráðherra á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir þar sem umhverfismál hafa verið í öndvegi. Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. Til að ná fram aukinni sjálfbærni þurfi í einhverjum tilfellum að breyta stjórntækjum til að svo megi verða, til dæmis með því að beita skattkerfinu og tryggja þurfi að lífeyrissjóðir og sjóðir hins opinbera fjárfesti í grænum skuldabréfum. Á sama tíma og aðgerðir þurfi að vera róttækar þurfi þær einnig að vera réttlátar og tryggja velsæld. „Góðu fréttirnar eru þær að þetta tvennt fer saman,“ sagði Katrín. Nefndi hún dæmi um aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafi gripið til, meðal annars með lengingu fæðingarorlofs og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka álögur á rafhjól. „Við þurfum að vera reiðubúin að taka djarfar ákvarðanir sem þjóna almannahagsmunum og þjóna framtíðinni. En þessar ákvarðanir þurfa að vera teknar með lýðræðislegum hætti svo við stöndum öll saman að þessari umbreytingu,“ sagði Katrín.Stýrði síðasta fundinum í formennskutíð Íslands Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, stýrði í morgun síðasta fundi samstarfsráðherra Norðurlanda á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Á morgun mun Sigurður Ingi svo gefa þinginu skýrslu um starf Norrænu ráðherranefndarinnar undir formennsku Íslands. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að meginumræðuefni fundarins hafi verið framtíðarsýn norræns samstarf um Norðurlöndin sem „sjálfbærasta og samþættasta svæði heims,“ sem var einmitt stefna sem sett var fram með nýrri framtíðarsýn fyrir árið 2030. Katrín fjallaði í ræðu sinni jafnframt um áherslumál Íslands í formennskutíð sinni sem nú er senn á enda. „Það hefur verið heiður og ánægja að stýra skútunni um stund. Ísland er minnst af þeim stóru en við erum líka stærst af þeim litlu. Þannig höfum við á formennskuárinu lagt okkur fram um að efla enn frekar samvinnuna við Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, og ég held að það hafi tekist ágætlega,“ sagði Katrín.
Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári. 28. október 2019 07:00 Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26 Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. 29. október 2019 12:02 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01
Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári. 28. október 2019 07:00
Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26
Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. 29. október 2019 12:02