Gott og faglegt starf í Kelduskóla Korpu Berglind Waage, Jóhanna Þorvaldsdóttir og Kristrún María Heiðberg og Marta Gunnarsdóttir skrifa 24. október 2019 12:30 Við undirritaðar, umsjónarkennarar í Kelduskóla Korpu, getum ekki lengur á okkur setið varðandi þá umræðu sem nú á sér stað varðandi breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi, sérstaklega er snýr að skólanum okkar, en samkvæmt tillögu sem nú liggur fyrir í borgarstjórn Reykjavíkur á að loka skólanum haustið 2020. Okkur finnst oft afar villandi umræða hafa farið fram um allt það góða starf sem fram fer í Kelduskóla Korpu. Í tilkynningu inn á vef Reykjavíkurborgar er haft eftir Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að börn í hverjum árgangi skólans séu allt niður í fjögur talsins og að það sé „ávísun á verri aðbúnað en við viljum bjóða okkar nemendum bæði námslega og félagslega.“ Í Kelduskóla Korpu er um að ræða samkennslu milli árganga.Samkennslan og góð teymisvinna kennara gerir það að verkum að styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín. Námsefni er við hæfi hvers árgangs eins og vera ber samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Í Kelduskóla er leiðsagnarnám (e. assessment for learning) og var skólinn valinn þekkingarskóli í leiðsagnarnámi fyrir skólaárið 2019-2020, ásamt fjórum öðrum skólum í Reykjavík. Kelduskóli Korpa hlaut Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs í mars á þessu ári fyrir verkefnið „Fimman – kennsluaðferð.“ Á vef Reykjavíkurborgar segir: „Vinna Kelduskóla að Fimmunni hefur vakið athygli víða. Má þar nefna að læsisráðgjafar Menntamálastofnunar hafa fylgst með framvindu hennar sem og aðrir grunnskólar.“ Einnig segir um verkefnið: „Það er mat dómnefndar að hér sé um að ræða metnaðarfullt verkefni sem hefur það markmið að bæta námsárangur og líðan nemenda.“ Að framansögðu er erfitt að láta hjá leiða að heyra formann skóla- og frístundaráðs segja að vegna fækkandi nemendafjölda sé ekki hægt að halda uppi faglegu starfi í skólanum. Faglegt starf fer fram á hverjum degi í Kelduskóla Korpu. Við umsjónarkennarar skólans, sem erum fagmenn á okkar sviði, sjáum til þess. Leiðsagnarnám gengur að miklu leyti út á þá kenningu að hafa trú á nemendum og að þeir öðlist trú á sjálfum sér. Þegar við umsjónarkennarar höfum að undanförnu hlustað á ákveðna einstaklinga í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar tjá sig um skólann okkar í fjölmiðlum þá höfum við oft óskað þess að þeir hefðu meiri trú á því starfi sem við vinnum dag hvern. Nemendum okkar líður vel og þeim er vel sinnt, bæði námslega og félagslega. Látum draumana rætast heitir menntastefna Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Þar er m.a. rætt um Barnasáttmála SÞ og að virkni barna og lýðræðisleg þátttaka í leik og starfi séu ,,mikilvæg leiðarljós.‘‘ Nemendur í 7. bekk Kelduskóla Korpu unnu nýlega áhugavert verkefni um Barnasáttmála SÞ þar sem rætt var um réttindi barna og mikilvægi þess að hlustað sé á raddir barna. Þau lærðu m.a. um 12. grein Barnasáttmálans þar sem segir að „börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska.“ Það er mikið líf og fjör í skólanum okkar. Tekist er á við alls konar mál sem upp koma á hverjum degi, eins og gengur og gerist í öllum skólum. Þetta er vinnustaður barnanna og vinnustaðurinn okkar. Okkur þykir afskaplega vænt um skólann okkar og ekki síst nemendur okkar. Þess vegna finnst okkur ekki gott þegar teknar eru ákvarðanir um okkur án okkar. Kynningar og fundir voru haldnir á vegum borgarinnar en okkar tilfinning er hins vegar sú að þetta hafi allt verið ákveðið áður en raunverulegar samræður áttu sér stað. Ef lokun Kelduskóla Korpu verður að veruleika þá er það alla vega ekki samkvæmt vilja okkar kennara við skólann. Við viljum hér með bjóða borgarfulltrúum í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar að koma í heimsókn í okkar fallega og góða skóla, Kelduskóla Korpu, og kynna sér allt það góða og faglega starf sem þar fer fram. Við viljum endilega biðja ykkur um að koma á skólatíma svo þið getið einnig hitt alla okkar frábæru nemendur sem hafa margt til málanna að leggja.Höfundar eru kennarar við Kelduskóla, Korpu.Berglind Waage, B.Ed. í náms- og kennslufræði.Jóhanna Þorvaldsdóttir, M.Ed. í menntunarfræðum.Kristrún María Heiðberg, M.Ed. í náms- og kennslufræði.Marta Gunnarsdóttir, B.Ed. í náms- og kennslufræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Við undirritaðar, umsjónarkennarar í Kelduskóla Korpu, getum ekki lengur á okkur setið varðandi þá umræðu sem nú á sér stað varðandi breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi, sérstaklega er snýr að skólanum okkar, en samkvæmt tillögu sem nú liggur fyrir í borgarstjórn Reykjavíkur á að loka skólanum haustið 2020. Okkur finnst oft afar villandi umræða hafa farið fram um allt það góða starf sem fram fer í Kelduskóla Korpu. Í tilkynningu inn á vef Reykjavíkurborgar er haft eftir Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, að börn í hverjum árgangi skólans séu allt niður í fjögur talsins og að það sé „ávísun á verri aðbúnað en við viljum bjóða okkar nemendum bæði námslega og félagslega.“ Í Kelduskóla Korpu er um að ræða samkennslu milli árganga.Samkennslan og góð teymisvinna kennara gerir það að verkum að styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín. Námsefni er við hæfi hvers árgangs eins og vera ber samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Í Kelduskóla er leiðsagnarnám (e. assessment for learning) og var skólinn valinn þekkingarskóli í leiðsagnarnámi fyrir skólaárið 2019-2020, ásamt fjórum öðrum skólum í Reykjavík. Kelduskóli Korpa hlaut Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs í mars á þessu ári fyrir verkefnið „Fimman – kennsluaðferð.“ Á vef Reykjavíkurborgar segir: „Vinna Kelduskóla að Fimmunni hefur vakið athygli víða. Má þar nefna að læsisráðgjafar Menntamálastofnunar hafa fylgst með framvindu hennar sem og aðrir grunnskólar.“ Einnig segir um verkefnið: „Það er mat dómnefndar að hér sé um að ræða metnaðarfullt verkefni sem hefur það markmið að bæta námsárangur og líðan nemenda.“ Að framansögðu er erfitt að láta hjá leiða að heyra formann skóla- og frístundaráðs segja að vegna fækkandi nemendafjölda sé ekki hægt að halda uppi faglegu starfi í skólanum. Faglegt starf fer fram á hverjum degi í Kelduskóla Korpu. Við umsjónarkennarar skólans, sem erum fagmenn á okkar sviði, sjáum til þess. Leiðsagnarnám gengur að miklu leyti út á þá kenningu að hafa trú á nemendum og að þeir öðlist trú á sjálfum sér. Þegar við umsjónarkennarar höfum að undanförnu hlustað á ákveðna einstaklinga í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar tjá sig um skólann okkar í fjölmiðlum þá höfum við oft óskað þess að þeir hefðu meiri trú á því starfi sem við vinnum dag hvern. Nemendum okkar líður vel og þeim er vel sinnt, bæði námslega og félagslega. Látum draumana rætast heitir menntastefna Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Þar er m.a. rætt um Barnasáttmála SÞ og að virkni barna og lýðræðisleg þátttaka í leik og starfi séu ,,mikilvæg leiðarljós.‘‘ Nemendur í 7. bekk Kelduskóla Korpu unnu nýlega áhugavert verkefni um Barnasáttmála SÞ þar sem rætt var um réttindi barna og mikilvægi þess að hlustað sé á raddir barna. Þau lærðu m.a. um 12. grein Barnasáttmálans þar sem segir að „börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska.“ Það er mikið líf og fjör í skólanum okkar. Tekist er á við alls konar mál sem upp koma á hverjum degi, eins og gengur og gerist í öllum skólum. Þetta er vinnustaður barnanna og vinnustaðurinn okkar. Okkur þykir afskaplega vænt um skólann okkar og ekki síst nemendur okkar. Þess vegna finnst okkur ekki gott þegar teknar eru ákvarðanir um okkur án okkar. Kynningar og fundir voru haldnir á vegum borgarinnar en okkar tilfinning er hins vegar sú að þetta hafi allt verið ákveðið áður en raunverulegar samræður áttu sér stað. Ef lokun Kelduskóla Korpu verður að veruleika þá er það alla vega ekki samkvæmt vilja okkar kennara við skólann. Við viljum hér með bjóða borgarfulltrúum í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar að koma í heimsókn í okkar fallega og góða skóla, Kelduskóla Korpu, og kynna sér allt það góða og faglega starf sem þar fer fram. Við viljum endilega biðja ykkur um að koma á skólatíma svo þið getið einnig hitt alla okkar frábæru nemendur sem hafa margt til málanna að leggja.Höfundar eru kennarar við Kelduskóla, Korpu.Berglind Waage, B.Ed. í náms- og kennslufræði.Jóhanna Þorvaldsdóttir, M.Ed. í menntunarfræðum.Kristrún María Heiðberg, M.Ed. í náms- og kennslufræði.Marta Gunnarsdóttir, B.Ed. í náms- og kennslufræði.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun