Fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 24. október 2019 07:00 Landið er lykillinn, segir umhverfisráðherra og undir tekur vafalaust ferðamálaþjónustan og þær 1-2 milljónir túrista sem hingað koma árlega. Þá hefur frá því í seinni heimsstyrjöldinni strategísku mikilvægi landlegu Íslands mjög verið haldið fram. Okkur, fulltrúum hinnar hverfandi lýðveldiskynslóðar, þykir gjörbreytt staða Íslands í næðingssömu alþjóðasamfélagi hafa breytt mjög viðhorfum eða gildum samfélagsins. Er það skuggi hryðjuverkaöldu, kjarnavopnavá eða hætta á upplausn hins ágæta Evrópusamstarfs, sem hefur dregið mjög úr áhuga og stolti á menningarlegri sögu Íslendinga, stoðinni að stöðu okkar meðal þjóða? Furðuverk er að hér í útjaðrinum eru skrifuð rit til forna um margþætta sögu hins norræna kynstofns. Frá fjaðrapenna Snorra í Reykholti kom lifandi, sígild heimildasaga um Noreg , sem ella hefði týnst. En er fleira en fortíðarfróðleikur í almenningseign í hættu? Er það rétt að varðveislu íslenskrar tungu sé ógnað og þar með forræði þeirra fjársjóða sem hún geymir? Fólksfæð Íslendinga gerir okkur sennilega að smæsta tungumálasvæði jarðar. Því verður að spyrja: er Ísland of fámennt og berskjaldað til að þjóðtungan lifi sjálfbær? Gæti svo stefnt, t.a.m. á einni öld, að á Íslandi búi þjóðarómynd með ruglað sambland tungumála sér til tjáningar, þ.e. án hreinnar íslensku? Þátttaka í innri markaði Evrópusambandsins með EES-samningnum er efnahagsleg líftaug Íslands. Í hálfrar aldar umræðu um ESB hefur mest verið sneitt hjá einu aðalatriði, sem bent er á í nýútkominni EES-skýrslu á vegum ríkisstjórnarinnar, þ.e. því aðalverkefni Evrópusamstarfsins sem er menningar- og menntamál. Þetta er sérstaklega áréttað í Lissabon-sáttmálanum, m.a. varðandi vernd hinna minni tungumála sem endurspegli dýrmætan margbreytileik mála- og menningararfleifðar. EES-samningurinn er okkur dýrmætur einnig vegna þess, að hann hefur opnað leiðir fyrir Ísland til þátttöku í menningarlegum framkvæmdaáætlunum. Fram til 2018 höfðu Íslandi verið veittir styrkir frá ESB að upphæð um 200 milljónir evra til þátttöku á þessu sviði. Um er að ræða m.a. styrki til gerðar kvikmynda og sjónvarpsþátta og kynningu á þeim og til þýðinga á bókmenntum. Með Erasmus-áætluninni , sem Ísland hefur verið þátttakandi í síðan 1995, hafa um 40.000 styrkir verið veittir Íslendingum til náms við evrópska háskóla, og sömuleiðis námsmönnum frá fjölda landa til náms á Íslandi. Vera kann að mesta lyftistöng fyrir íslenskuna og framtíð hennar hefði verið að hún væri opinbert mál í Evrópusambandinu. En sú staða er formlaga ætluð aðeins þjóðtungum aðildarríkja og ekki EFTA/EES-löndum. Það ætti þó ekki að vera til trafala, að einmitt á því sviði er þörf sérstakra ráðstafana til að tryggja þá gagnkvæmu evrópsku hagsmuni sem er varðveisla þjóðtungu Íslands.Höfundur er fyrrverandi sendiherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit skrifar Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Landið er lykillinn, segir umhverfisráðherra og undir tekur vafalaust ferðamálaþjónustan og þær 1-2 milljónir túrista sem hingað koma árlega. Þá hefur frá því í seinni heimsstyrjöldinni strategísku mikilvægi landlegu Íslands mjög verið haldið fram. Okkur, fulltrúum hinnar hverfandi lýðveldiskynslóðar, þykir gjörbreytt staða Íslands í næðingssömu alþjóðasamfélagi hafa breytt mjög viðhorfum eða gildum samfélagsins. Er það skuggi hryðjuverkaöldu, kjarnavopnavá eða hætta á upplausn hins ágæta Evrópusamstarfs, sem hefur dregið mjög úr áhuga og stolti á menningarlegri sögu Íslendinga, stoðinni að stöðu okkar meðal þjóða? Furðuverk er að hér í útjaðrinum eru skrifuð rit til forna um margþætta sögu hins norræna kynstofns. Frá fjaðrapenna Snorra í Reykholti kom lifandi, sígild heimildasaga um Noreg , sem ella hefði týnst. En er fleira en fortíðarfróðleikur í almenningseign í hættu? Er það rétt að varðveislu íslenskrar tungu sé ógnað og þar með forræði þeirra fjársjóða sem hún geymir? Fólksfæð Íslendinga gerir okkur sennilega að smæsta tungumálasvæði jarðar. Því verður að spyrja: er Ísland of fámennt og berskjaldað til að þjóðtungan lifi sjálfbær? Gæti svo stefnt, t.a.m. á einni öld, að á Íslandi búi þjóðarómynd með ruglað sambland tungumála sér til tjáningar, þ.e. án hreinnar íslensku? Þátttaka í innri markaði Evrópusambandsins með EES-samningnum er efnahagsleg líftaug Íslands. Í hálfrar aldar umræðu um ESB hefur mest verið sneitt hjá einu aðalatriði, sem bent er á í nýútkominni EES-skýrslu á vegum ríkisstjórnarinnar, þ.e. því aðalverkefni Evrópusamstarfsins sem er menningar- og menntamál. Þetta er sérstaklega áréttað í Lissabon-sáttmálanum, m.a. varðandi vernd hinna minni tungumála sem endurspegli dýrmætan margbreytileik mála- og menningararfleifðar. EES-samningurinn er okkur dýrmætur einnig vegna þess, að hann hefur opnað leiðir fyrir Ísland til þátttöku í menningarlegum framkvæmdaáætlunum. Fram til 2018 höfðu Íslandi verið veittir styrkir frá ESB að upphæð um 200 milljónir evra til þátttöku á þessu sviði. Um er að ræða m.a. styrki til gerðar kvikmynda og sjónvarpsþátta og kynningu á þeim og til þýðinga á bókmenntum. Með Erasmus-áætluninni , sem Ísland hefur verið þátttakandi í síðan 1995, hafa um 40.000 styrkir verið veittir Íslendingum til náms við evrópska háskóla, og sömuleiðis námsmönnum frá fjölda landa til náms á Íslandi. Vera kann að mesta lyftistöng fyrir íslenskuna og framtíð hennar hefði verið að hún væri opinbert mál í Evrópusambandinu. En sú staða er formlaga ætluð aðeins þjóðtungum aðildarríkja og ekki EFTA/EES-löndum. Það ætti þó ekki að vera til trafala, að einmitt á því sviði er þörf sérstakra ráðstafana til að tryggja þá gagnkvæmu evrópsku hagsmuni sem er varðveisla þjóðtungu Íslands.Höfundur er fyrrverandi sendiherra
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun