Loðin stefna Pírata Egill Þór Jónsson skrifar 23. október 2019 13:00 Líkt og greint var frá í fréttum þá var meirihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Eins og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, greindi sjálf frá í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins þá greiddu Píratar atkvæði með sáttmálanum en þó með fyrirvara. En alla jafna setur fólk fyrirvara í atkvæðagreiðslu sem þessari ef samþykki þeirra er bundið ákveðnum skilyrðum. Einn þessara fyrirvara sneri að því að veggjöld myndu ekki koma niður á þeim tekjulægri í samfélaginu. Þrátt fyrir það er afstaða Pírataflokksins í borgarstjórn til veggjalda ansi óljós og vel loðin. Í því samhengi er rétt að benda á að Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, er í raun brautryðjandi í þeim fyrirætlunum meirihlutans að leggja á sérstök veggjöld í Reykjavík. Því til stuðnings segir orðrétt í fréttum RÚV frá 25.05.2019: „Sigurborg segir að þetta gæti orðið hluti af þeirri leið sem farin yrði til þess að fjármagna uppbyggingu borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu.“ Þá segir jafnframt í fréttinni að í Noregi séu þetta gjöld á bilinu 1200 til 1800 krónur hver ferð. Þessi hugmynd Sigurborgar er í hróplegu ósamræmi við þá fyrirvara sem hún og flokkur hennar setti við samþykkt samgöngusáttmálans í borgarstjórn þriðjudaginn 15. október síðastliðinn. Þar er þess sérstaklega getið að útfærsla sérstakrar fjármögnunar komi ekki niður á þeim tekjulægstu í samfélaginu. Píratar í Reykjavík gera hins vegar enga athugasemd við veggjöld að öðru leyti, en það hlýtur vera krafa kjósenda að þeir upplýsi um afstöðu sína til sérstakra veggjalda. Þá hefur oddviti Pírata ítrekað vikið sér undan því að svara því hvort flokkurinn sé fylgjandi veggjöldum eða ekki. Píratar hafna samkomulaginu í rafrænni atkvæðagreiðslu Píratar á höfuðborgarsvæðinu eru ekki einhuga um samgöngusáttmálann. Til að mynda lögðu fulltrúar Pírata í bæjarstjórn Kópavogs til atkvæðagreiðslu inn í kosningakerfi Pírata um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Sáttmálanum var hafnað í þeirri atkvæðagreiðslu með meirihluta atkvæða. Við afgreiðslu samgöngusáttmálans á bæjarstjórnarfundi Kópavogs í gær, þriðjudaginn 22. október 2019, greiddi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni um samgöngusáttmálann. Sú ákvörðun Sigurbjargar hlýtur fyrst og fremst að byggjast á ákvörðun grasrótar Pírata í Kópavogi. Í mínum huga eiga kjósendur hins vegar rétt á að fá að vita hver raunveruleg afstaða borgarstjórnarflokks Pírata er til veggjalda. Eða er það kannski svo að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, og aðrir fulltrúar flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur styðja það heilshugar að samkomulagið verði fjármagnað með veggjöldum? Það vekur athygli að Píratar í Kópavogi hafi fellt samkomulagið í atkvæðagreiðslu innan flokksins. Þá vekur það óneitanlega athygli að grasrót Pírata fékk ekki segja sitt álit á samningnum, en í grunnstefinu Pírata er rætt sérsteklega um beint lýðræði og aðkomu grasrótar að ákvörðunartöku skv. sjöttu grein grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Ég veit ekki hvort borgarfulltrúar Pírata í Reykjavík óttist grasrótina í Reykjavík eða bara hreinlega þekki ekki grunnstefnu Pírata, betur en svo að þeir láti hjá líða að halda kosningu um samgöngusáttmálann í Reykjavík.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Egill Þór Jónsson Píratar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Líkt og greint var frá í fréttum þá var meirihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Eins og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, greindi sjálf frá í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins þá greiddu Píratar atkvæði með sáttmálanum en þó með fyrirvara. En alla jafna setur fólk fyrirvara í atkvæðagreiðslu sem þessari ef samþykki þeirra er bundið ákveðnum skilyrðum. Einn þessara fyrirvara sneri að því að veggjöld myndu ekki koma niður á þeim tekjulægri í samfélaginu. Þrátt fyrir það er afstaða Pírataflokksins í borgarstjórn til veggjalda ansi óljós og vel loðin. Í því samhengi er rétt að benda á að Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, er í raun brautryðjandi í þeim fyrirætlunum meirihlutans að leggja á sérstök veggjöld í Reykjavík. Því til stuðnings segir orðrétt í fréttum RÚV frá 25.05.2019: „Sigurborg segir að þetta gæti orðið hluti af þeirri leið sem farin yrði til þess að fjármagna uppbyggingu borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu.“ Þá segir jafnframt í fréttinni að í Noregi séu þetta gjöld á bilinu 1200 til 1800 krónur hver ferð. Þessi hugmynd Sigurborgar er í hróplegu ósamræmi við þá fyrirvara sem hún og flokkur hennar setti við samþykkt samgöngusáttmálans í borgarstjórn þriðjudaginn 15. október síðastliðinn. Þar er þess sérstaklega getið að útfærsla sérstakrar fjármögnunar komi ekki niður á þeim tekjulægstu í samfélaginu. Píratar í Reykjavík gera hins vegar enga athugasemd við veggjöld að öðru leyti, en það hlýtur vera krafa kjósenda að þeir upplýsi um afstöðu sína til sérstakra veggjalda. Þá hefur oddviti Pírata ítrekað vikið sér undan því að svara því hvort flokkurinn sé fylgjandi veggjöldum eða ekki. Píratar hafna samkomulaginu í rafrænni atkvæðagreiðslu Píratar á höfuðborgarsvæðinu eru ekki einhuga um samgöngusáttmálann. Til að mynda lögðu fulltrúar Pírata í bæjarstjórn Kópavogs til atkvæðagreiðslu inn í kosningakerfi Pírata um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Sáttmálanum var hafnað í þeirri atkvæðagreiðslu með meirihluta atkvæða. Við afgreiðslu samgöngusáttmálans á bæjarstjórnarfundi Kópavogs í gær, þriðjudaginn 22. október 2019, greiddi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni um samgöngusáttmálann. Sú ákvörðun Sigurbjargar hlýtur fyrst og fremst að byggjast á ákvörðun grasrótar Pírata í Kópavogi. Í mínum huga eiga kjósendur hins vegar rétt á að fá að vita hver raunveruleg afstaða borgarstjórnarflokks Pírata er til veggjalda. Eða er það kannski svo að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, og aðrir fulltrúar flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur styðja það heilshugar að samkomulagið verði fjármagnað með veggjöldum? Það vekur athygli að Píratar í Kópavogi hafi fellt samkomulagið í atkvæðagreiðslu innan flokksins. Þá vekur það óneitanlega athygli að grasrót Pírata fékk ekki segja sitt álit á samningnum, en í grunnstefinu Pírata er rætt sérsteklega um beint lýðræði og aðkomu grasrótar að ákvörðunartöku skv. sjöttu grein grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Ég veit ekki hvort borgarfulltrúar Pírata í Reykjavík óttist grasrótina í Reykjavík eða bara hreinlega þekki ekki grunnstefnu Pírata, betur en svo að þeir láti hjá líða að halda kosningu um samgöngusáttmálann í Reykjavík.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun