Markalaust var í fyrri hálfleik en Chelsea var nærri því að skora í fyrri hálfleik. Leikmenn Palace vörðust fimlega en áttu ekki skot í átt að marki Chelsea í fyrri hálfleiknum.
Á sjöundu mínútu síðari hálfleiks kom fyrsta markið. Eftir laglegt samspil fékk Tammy Abraham gott færi og ekki brást honum bogalistin. Tíunda mark Tammy á tímabilinu.
Síðara markið skoraði Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic eftir smá darraðadans og gott samspil Chelsea í vítateig Palace. Lokatölur 2-0.
Christian Pulisic becomes the fourth American to score in three consecutive games in the Premier League:
Roy Wegerle
Joe Max-Moore
Clint Dempsey
Christian Pulisic
Chelsea’s Captain America. pic.twitter.com/VV28LxYHsr
— Squawka Football (@Squawka) November 9, 2019
Eftir sigurinn er Chelsea komið upp í annað sæti deildarinnar. Gangur á þeim bláklæddu en þeir eru með 26 stig. Crystal Palace er í 9. sætinu með fimmtán stig.
WWWWWW
Frank Lampard is the first English manager to win six consecutive Premier League games since Alan Pardew in 2012.
The Blues move up to second in the Premier League table pic.twitter.com/RvjZYxdHWN
— Coral (@Coral) November 9, 2019