Taktu þetta með á koddann þinn í kvöld Hans Steinar Bjarnason skrifar 20. nóvember 2019 08:00 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er 30 ára í dag, 20. nóvember. Þennan dag árið 1989 var þessi samningur um réttindi barna samþykktur á allsherjarþingi SÞ, þremur árum síðar var hann fullgiltur fyrir hönd Íslands og lögfestur á Alþingi árið 2013. Þetta er sá mannréttindasamningur sem hefur verið staðfestur af flestum þjóðum, 194 talsins. Lífskjör barna hafa stórbatnað í heiminum á þessum tíma og það á að hvetja okkur til dáða. En ég fæ stundum á tilfinninguna að aðild Íslands að Barnasáttmálanum sé til skrauts, þá sérstaklega þegar kemur að framkomu gagnvart flóttafjölskyldum. Í samningnum felst alþjóðleg viðurkenning á að börn „þarfnist sérstakrar verndar umfram þá fullorðnu og að þess skuli alltaf gætt að allar ákvarðanir yfirvalda sem varða börn skuli byggðar á því sem er börnunum fyrir bestu.“ Reglulega eru okkur sagðar fréttir af flóttafjölskyldum með ung börn sem eru sendar úr landi þrátt fyrir að þær hafi skotið hér niður rótum. Börnin eru komin í skóla og farin að eignast vini þegar þær er skyndilega rifnar upp með rótum og vísað á brott út í óvissuna. Af því að kerfið segir það. Það er eins og það vanti skynsemiákvæði (common sense) í reglugerðir og fyrir vikið verða aðfarir yfirvalda oft klaufalegar. Yfirleitt er vísað í Dyflinnarreglugerðina. Er hún óvinur Barnasáttmálans?Börn í áfalli Í Barnasáttmálanum segir m.a. „Börn sem eru skilgreind sem flóttamenn eiga skilið vernd og stuðning..“ og „Börn eiga rétt á að búa við aðstæður sem stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska...“. Við sem störfum fyrir SOS Barnaþorpin þekkjum því miður mörg dæmi um börn í andlegu ójafnvægi. Um 74 þúsund börn búa í 559 SOS barnaþorpum í 126 löndum, þangað sem þau koma eftir að hafa misst foreldraumsjón. Sum barnanna eru umkomulaus eftir að hafa lent í hremmingum og koma í miklu áfalli í barnaþorpin. Þar fá þau faglega aðstoð, fjölskyldu, heimili, menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Börn eru brothætt og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að heilbrigðri andlegri líðan þeirra.Vilji Íslendinga er að hjálpa Ég trúi því að það sé einlægur vilji ráðafólks að viðhafa hér mannúðlegt kerfi og að yfirvöld telji sig vera að gera sitt besta. Ég skil líka að þetta er erfiður og viðkvæmur málaflokkur en ég vil þó hvetja yfirvöld á þessum 30 ára afmælisdegi Barnasáttmálans að gera betur. Sú staða ætti ekki að geta komið upp að barnafjölskyldur séu reknar á brott eftir að hafa náð að skjóta hér rótum. Það verður í það minnsta að bæta úrvinnsluhraða mála þeirra. Ég hef skilning á því að það eru takmörk fyrir því hvað lítið land eins og Ísland getur tekið á móti mörgu flóttafólki en við getum alla vega gert miklu betur í framkomu okkar gagnvart því. Við Íslendingar viljum hjálpa þeim sem minna mega sín og við höfum sem betur fer nokkrar leiðir til þess. Það bera t.d. 29 þúsund Íslendingar vott um í formi framlaga til SOS Barnaþorpanna. Þannig hefur okkur ekki bara tekist að koma umkomulausum börnum til bjargar heldur einnig að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum að standa á eigin fótum og koma þannig í veg fyrir aðskilnað barna við foreldra sína. SOS Barnaþorpin fagna 70 ára afmæli á þessu ári og á þeim tíma hefur líka áunnist mikil reynsla og þekking á sviði neyðarhjálpar sem fjölmargt flóttafólk nýtur, m.a. með fjárstuðningi SOS á Íslandi.Eitt af hverjum tíu barna án foreldraumsjár Árlega leggja Sameinuðu þjóðirnar sérstaka áherslu á atriði úr Barnasáttmálanum og í vikunni var gefið út formlegt áhersluatriði þessa árs, réttindi foreldralausra barna (Children without parental care). Þetta eru stórtíðindi fyrir SOS Barnaþorpin sem sérhæfa sig einmitt í að hjálpa þessum börnum. Innleiðsla þessarar ályktunar SÞ þýðir á mannamáli að aðildarríki Barnasáttmálans, Ísland þar á meðal, skuldbinda sig til að hjálpa þessum berskjaldaða þjóðfélagshópi sem umkomulaus börn eru. Það er langt frá því að vera sjálfgefið að börn eigi foreldra. Áætlað er að um 220 milljónir barna alist upp ein, hafi misst foreldra sína eða eigi á hættu að missa þá. Þetta er eitt af hverjum tíu börnum í heiminum. Tökum það með okkur á koddann á upphituðum heimilum okkar í kvöld.Höfundur er upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er 30 ára í dag, 20. nóvember. Þennan dag árið 1989 var þessi samningur um réttindi barna samþykktur á allsherjarþingi SÞ, þremur árum síðar var hann fullgiltur fyrir hönd Íslands og lögfestur á Alþingi árið 2013. Þetta er sá mannréttindasamningur sem hefur verið staðfestur af flestum þjóðum, 194 talsins. Lífskjör barna hafa stórbatnað í heiminum á þessum tíma og það á að hvetja okkur til dáða. En ég fæ stundum á tilfinninguna að aðild Íslands að Barnasáttmálanum sé til skrauts, þá sérstaklega þegar kemur að framkomu gagnvart flóttafjölskyldum. Í samningnum felst alþjóðleg viðurkenning á að börn „þarfnist sérstakrar verndar umfram þá fullorðnu og að þess skuli alltaf gætt að allar ákvarðanir yfirvalda sem varða börn skuli byggðar á því sem er börnunum fyrir bestu.“ Reglulega eru okkur sagðar fréttir af flóttafjölskyldum með ung börn sem eru sendar úr landi þrátt fyrir að þær hafi skotið hér niður rótum. Börnin eru komin í skóla og farin að eignast vini þegar þær er skyndilega rifnar upp með rótum og vísað á brott út í óvissuna. Af því að kerfið segir það. Það er eins og það vanti skynsemiákvæði (common sense) í reglugerðir og fyrir vikið verða aðfarir yfirvalda oft klaufalegar. Yfirleitt er vísað í Dyflinnarreglugerðina. Er hún óvinur Barnasáttmálans?Börn í áfalli Í Barnasáttmálanum segir m.a. „Börn sem eru skilgreind sem flóttamenn eiga skilið vernd og stuðning..“ og „Börn eiga rétt á að búa við aðstæður sem stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska...“. Við sem störfum fyrir SOS Barnaþorpin þekkjum því miður mörg dæmi um börn í andlegu ójafnvægi. Um 74 þúsund börn búa í 559 SOS barnaþorpum í 126 löndum, þangað sem þau koma eftir að hafa misst foreldraumsjón. Sum barnanna eru umkomulaus eftir að hafa lent í hremmingum og koma í miklu áfalli í barnaþorpin. Þar fá þau faglega aðstoð, fjölskyldu, heimili, menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Börn eru brothætt og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að heilbrigðri andlegri líðan þeirra.Vilji Íslendinga er að hjálpa Ég trúi því að það sé einlægur vilji ráðafólks að viðhafa hér mannúðlegt kerfi og að yfirvöld telji sig vera að gera sitt besta. Ég skil líka að þetta er erfiður og viðkvæmur málaflokkur en ég vil þó hvetja yfirvöld á þessum 30 ára afmælisdegi Barnasáttmálans að gera betur. Sú staða ætti ekki að geta komið upp að barnafjölskyldur séu reknar á brott eftir að hafa náð að skjóta hér rótum. Það verður í það minnsta að bæta úrvinnsluhraða mála þeirra. Ég hef skilning á því að það eru takmörk fyrir því hvað lítið land eins og Ísland getur tekið á móti mörgu flóttafólki en við getum alla vega gert miklu betur í framkomu okkar gagnvart því. Við Íslendingar viljum hjálpa þeim sem minna mega sín og við höfum sem betur fer nokkrar leiðir til þess. Það bera t.d. 29 þúsund Íslendingar vott um í formi framlaga til SOS Barnaþorpanna. Þannig hefur okkur ekki bara tekist að koma umkomulausum börnum til bjargar heldur einnig að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum að standa á eigin fótum og koma þannig í veg fyrir aðskilnað barna við foreldra sína. SOS Barnaþorpin fagna 70 ára afmæli á þessu ári og á þeim tíma hefur líka áunnist mikil reynsla og þekking á sviði neyðarhjálpar sem fjölmargt flóttafólk nýtur, m.a. með fjárstuðningi SOS á Íslandi.Eitt af hverjum tíu barna án foreldraumsjár Árlega leggja Sameinuðu þjóðirnar sérstaka áherslu á atriði úr Barnasáttmálanum og í vikunni var gefið út formlegt áhersluatriði þessa árs, réttindi foreldralausra barna (Children without parental care). Þetta eru stórtíðindi fyrir SOS Barnaþorpin sem sérhæfa sig einmitt í að hjálpa þessum börnum. Innleiðsla þessarar ályktunar SÞ þýðir á mannamáli að aðildarríki Barnasáttmálans, Ísland þar á meðal, skuldbinda sig til að hjálpa þessum berskjaldaða þjóðfélagshópi sem umkomulaus börn eru. Það er langt frá því að vera sjálfgefið að börn eigi foreldra. Áætlað er að um 220 milljónir barna alist upp ein, hafi misst foreldra sína eða eigi á hættu að missa þá. Þetta er eitt af hverjum tíu börnum í heiminum. Tökum það með okkur á koddann á upphituðum heimilum okkar í kvöld.Höfundur er upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun