Sannleikurinn Katrín Oddsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 14:15 Nú eru rúmlega sjö ár síðan þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram á Íslandi. Þar sögðu kjósendur að leggja skyldi drög stjórnarlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá fyrir Ísland. Auk þess sögðu 83% kjósenda að í nýrri stjórnarskrá skyldi lýsa náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, sem þjóðareign. Á þeim 2.581 degi frá því þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur Alþingi hvorki sett Íslandi þá stjórnarskrá sem kjósendur sögðu að skyldi lögð til grundvallar né komið ákvæði um auðlindir landsins í gildandi stjórnarskrá. Ekkert hefur gerst. Ekki neitt. Sú tillaga að auðlindaákvæði sem formannanefnd stjórnmálaflokka á Alþingis hefur lagt fram í samráðsgátt hefur að geyma lakari vernd almennings til eignarhalds á auðlindum en finna má í nýju stjórnarskránni sem kjósendur sögðu að skyldi lögð til grundvallar í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Gleymum því ekki í eina mínútu að samkvæmt íslenskum lögum eru nytjastofnar á Íslandsmiðum sameign íslensku þjóðarinnar. Gleymum því ekki í eina mínútu að samkvæmt íslenskum veruleika rennur fjárhagslegi arðurinn af nytjastofnum á Íslandsmiðum í vasa örfárra útvaldra einstaklinga. Í krafti arðsins færa svo þessir einstaklingar út kvíar sínar til landa á borð við Namibíu. Gleymum því ekki að við látum þetta viðgangast með sinnuleysi okkar dag eftir dag. Ár eftir ár. Misrétti elur af sér meira misrétti. Réttlæti skapar aukið réttlæti. Nú er mál til komið að fólk á Íslandi standi saman og rísi upp gegn gegndarlausu arðráni og spillingu sem þrífst hér á landi, og stjórnvöld veita okkur enga vörn fyrir. Getum við sætt okkur við hvernig farið er með fullveldi, auðlindir og æru okkar sem þjóð? Allt opinbert vald sprettur frá þjóðinni. Einmitt þess vegna er það þjóðin, en ekki þingið, sem er stjórnarskrárgjafinn. Við VERÐUM að vakna!Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Tengdar fréttir Sagan Stutta útgáfan er þessi: Við Íslendingar vorum á mikilli hraðferð þegar við fengum sjálfstæði frá Dönum árið 1944. Ástæðan var sú að nasistar höfðu hernumið Danmörku og við nýttum tækifærið og laumuðum okkur í burtu á meðan. 2. október 2019 09:45 Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Nú eru rúmlega sjö ár síðan þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram á Íslandi. Þar sögðu kjósendur að leggja skyldi drög stjórnarlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá fyrir Ísland. Auk þess sögðu 83% kjósenda að í nýrri stjórnarskrá skyldi lýsa náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, sem þjóðareign. Á þeim 2.581 degi frá því þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur Alþingi hvorki sett Íslandi þá stjórnarskrá sem kjósendur sögðu að skyldi lögð til grundvallar né komið ákvæði um auðlindir landsins í gildandi stjórnarskrá. Ekkert hefur gerst. Ekki neitt. Sú tillaga að auðlindaákvæði sem formannanefnd stjórnmálaflokka á Alþingis hefur lagt fram í samráðsgátt hefur að geyma lakari vernd almennings til eignarhalds á auðlindum en finna má í nýju stjórnarskránni sem kjósendur sögðu að skyldi lögð til grundvallar í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Gleymum því ekki í eina mínútu að samkvæmt íslenskum lögum eru nytjastofnar á Íslandsmiðum sameign íslensku þjóðarinnar. Gleymum því ekki í eina mínútu að samkvæmt íslenskum veruleika rennur fjárhagslegi arðurinn af nytjastofnum á Íslandsmiðum í vasa örfárra útvaldra einstaklinga. Í krafti arðsins færa svo þessir einstaklingar út kvíar sínar til landa á borð við Namibíu. Gleymum því ekki að við látum þetta viðgangast með sinnuleysi okkar dag eftir dag. Ár eftir ár. Misrétti elur af sér meira misrétti. Réttlæti skapar aukið réttlæti. Nú er mál til komið að fólk á Íslandi standi saman og rísi upp gegn gegndarlausu arðráni og spillingu sem þrífst hér á landi, og stjórnvöld veita okkur enga vörn fyrir. Getum við sætt okkur við hvernig farið er með fullveldi, auðlindir og æru okkar sem þjóð? Allt opinbert vald sprettur frá þjóðinni. Einmitt þess vegna er það þjóðin, en ekki þingið, sem er stjórnarskrárgjafinn. Við VERÐUM að vakna!Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Sagan Stutta útgáfan er þessi: Við Íslendingar vorum á mikilli hraðferð þegar við fengum sjálfstæði frá Dönum árið 1944. Ástæðan var sú að nasistar höfðu hernumið Danmörku og við nýttum tækifærið og laumuðum okkur í burtu á meðan. 2. október 2019 09:45
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun