Tollar eru ekki séríslenskt fyrirbæri Halla Signý Kristjánsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 17:35 Umræða um tolla á matvæli og tolla almennt skýtur reglulega upp kollinum í umræðunni hér á landi en þá stíga gjarnan fram á völlinn valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar og fara frjálslega með staðreyndir. Þá virðist oft gleymast að það eru tvær hliðar á öllum málum en tollar á vörum þekkjast út um allan heim. Þjóðir setja á tolla til að vernda framleiðslu sína, þjóðartekjur og jafna þannig aðstöðumuninn sem snertir framleiðslu. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað. Íslendingar hafa ákveðna innflutningstolla inn á ESB-svæðið fyrir skyr, lambakjöt og unninn lax. Þeir tollar eru settir af ESB til að verja eigin framleiðslu og hagkerfi og tryggja að bændur og úrvinnslugeirinn á þessu svæði hafi ákveðið öryggi fyrir sína framleiðslu. Tekjur þjóða vegna mjólkurframleiðslu, eins og t.d. í Hollandi skipta þessar þjóðir máli.Aðstöðumunur Ísland setur tolla á ákveðnar vörur sem og önnur lönd. Af hverju er það gert? Jú, eins og áður hefur verið komi inn á er það gert til að vernda íslenska framleiðslu og hagkerfið. Í hinum fullkomna heimi væri jafndýrt að framleiða kjöt á Spáni og í Barðastrandarsýslu. Svo er hins vegar ekki. Veðurfar, löggjöf um aðbúnað og hirðingu, húsakostur og aðstæður til ræktunar eru ekki sambærilegar. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að hirðingu og aðbúnaði, veðurfar hér er gjörólíkt vegna staðsetningar landsins á jarðarkringlunni og því þarf húsakostur að vera betri og veglegri. Það hefur kostnað í för með sér fyrir framleiðsluna. Þarna er síðan ótalinn einn stærsti þátturinn sem er launakostnaður. Við Íslendingar eru heppnir að því leiti að hér ríkir velmegun í samfélaginu. Launastig er hátt og langt frá því að vera nálægt því sem gengur og gerist í landbúnaðargeiranum erlendis. Víða er treyst á ódýrt, aðflutt vinnuafl sem fær einungis brot af þeim launum sem gengur og gerist fyrir sambærileg störf hér á landi. Við viljum hafa matvælaframleiðslu hér á landi. Við viljum hafa hana til þess að við getum keypt hágæðavöru sem framleidd er við bestu mögulegu aðstæður og skapa á sama tíma vinnu fyrir fólkið í landinu. Það gleymist nefnilega oft að það eru þúsundir sem vinna við matvælaframleiðslu hér á landi. Þetta fólk borgar hér skatta og skyldur sem og fyrirtækin sem stunda sína framleiðslu. Það gera verkamennirnir sem vinna á svínabúunum á Spáni ekki. Erlend fyrirtæki borga ekki skatta og skyldur hér á landi og þau skapa ekki störf fyrir fólkið á Húsavík eða Hvammstanga.Tollar um allan heim Oft er látið að því liggja í umfjöllun þeirra sem virðast þjást af einskærri þrá og löngun til að leggja af tolla, að tollar séu séríslenskt fyrirbæri eins og Grýla og Leppalúði. Skal það sérstaklega undirstrikað að undirrituð eru ekki að bugast af slíkri löngun. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólík. Þjóðir munu áfram vernda framleiðslu sína og störf íbúanna. Það verður líka gert á Íslandi á meðan við höfum ákveðna framleiðslu áfram hér á landi fyrir fólkið í landinu. Það er margt fólk sem starfar við greinar sem njóta tollverndar hér á landi og það fólk er líka íbúar sem á rétt á því að stjórnvöld standi vörð um störf þess.Höfundar eru þingmenn Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Umræða um tolla á matvæli og tolla almennt skýtur reglulega upp kollinum í umræðunni hér á landi en þá stíga gjarnan fram á völlinn valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar og fara frjálslega með staðreyndir. Þá virðist oft gleymast að það eru tvær hliðar á öllum málum en tollar á vörum þekkjast út um allan heim. Þjóðir setja á tolla til að vernda framleiðslu sína, þjóðartekjur og jafna þannig aðstöðumuninn sem snertir framleiðslu. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað. Íslendingar hafa ákveðna innflutningstolla inn á ESB-svæðið fyrir skyr, lambakjöt og unninn lax. Þeir tollar eru settir af ESB til að verja eigin framleiðslu og hagkerfi og tryggja að bændur og úrvinnslugeirinn á þessu svæði hafi ákveðið öryggi fyrir sína framleiðslu. Tekjur þjóða vegna mjólkurframleiðslu, eins og t.d. í Hollandi skipta þessar þjóðir máli.Aðstöðumunur Ísland setur tolla á ákveðnar vörur sem og önnur lönd. Af hverju er það gert? Jú, eins og áður hefur verið komi inn á er það gert til að vernda íslenska framleiðslu og hagkerfið. Í hinum fullkomna heimi væri jafndýrt að framleiða kjöt á Spáni og í Barðastrandarsýslu. Svo er hins vegar ekki. Veðurfar, löggjöf um aðbúnað og hirðingu, húsakostur og aðstæður til ræktunar eru ekki sambærilegar. Ísland er í fremstu röð þegar kemur að hirðingu og aðbúnaði, veðurfar hér er gjörólíkt vegna staðsetningar landsins á jarðarkringlunni og því þarf húsakostur að vera betri og veglegri. Það hefur kostnað í för með sér fyrir framleiðsluna. Þarna er síðan ótalinn einn stærsti þátturinn sem er launakostnaður. Við Íslendingar eru heppnir að því leiti að hér ríkir velmegun í samfélaginu. Launastig er hátt og langt frá því að vera nálægt því sem gengur og gerist í landbúnaðargeiranum erlendis. Víða er treyst á ódýrt, aðflutt vinnuafl sem fær einungis brot af þeim launum sem gengur og gerist fyrir sambærileg störf hér á landi. Við viljum hafa matvælaframleiðslu hér á landi. Við viljum hafa hana til þess að við getum keypt hágæðavöru sem framleidd er við bestu mögulegu aðstæður og skapa á sama tíma vinnu fyrir fólkið í landinu. Það gleymist nefnilega oft að það eru þúsundir sem vinna við matvælaframleiðslu hér á landi. Þetta fólk borgar hér skatta og skyldur sem og fyrirtækin sem stunda sína framleiðslu. Það gera verkamennirnir sem vinna á svínabúunum á Spáni ekki. Erlend fyrirtæki borga ekki skatta og skyldur hér á landi og þau skapa ekki störf fyrir fólkið á Húsavík eða Hvammstanga.Tollar um allan heim Oft er látið að því liggja í umfjöllun þeirra sem virðast þjást af einskærri þrá og löngun til að leggja af tolla, að tollar séu séríslenskt fyrirbæri eins og Grýla og Leppalúði. Skal það sérstaklega undirstrikað að undirrituð eru ekki að bugast af slíkri löngun. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólík. Þjóðir munu áfram vernda framleiðslu sína og störf íbúanna. Það verður líka gert á Íslandi á meðan við höfum ákveðna framleiðslu áfram hér á landi fyrir fólkið í landinu. Það er margt fólk sem starfar við greinar sem njóta tollverndar hér á landi og það fólk er líka íbúar sem á rétt á því að stjórnvöld standi vörð um störf þess.Höfundar eru þingmenn Framsóknarflokksins.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun