Hættir að fljúga frá Danmörku og Svíþjóð til Bandaríkjanna og Taílands Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2019 11:07 Flugfélagið mun áfram fljúga frá Osló til Bandaríkjanna og Taílands. Getty Flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta beinu flugi frá Kaupmannahöfn og Stokkhólmi til Bandaríkjanna og Taílands. Norrænir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun. Er haft eftir Charlotte Holmbergh Jansson, upplýsingafulltrúa Norwegian, að síðustu flugferðirnar á þessum leiðum verði farnar þann 29. mars á næsta ári. Flugfélagið mun þó áfram fljúga til Bandaríkjanna og Taílands frá Gardermoen-flugvelli í Osló. Aðspurð um hvað verði um viðskiptavini sem eigi bókaðar ferðir eftir 29. mars á þessum leiðum segist Holmbergh Jansson ekki halda að það eigi við um marga. Fáir eigi bókaðar slíkar ferðir. En flugfélagið muni reyna að tryggja viðskiptavinum sínum ferðir í gegnum Osló eða London eða þá endurgreiða ferðirnar. Ástæða þess að flugfélagið hætti umræddum flugleiðum er að gera flugfélagið ábatasamara og að áhersla verði lögð á aukna tíðni ferða til annarra áfangastaða í Evrópu. „Skandinavía er ekki nægilega stór fyrir flug milli heimsálfa frá Osló, Stokkhómi og Kaupmannahöfn,“ er haft eftir Matthew Wood, háttsettum stjórnanda hjá Norwegian. Danmörk Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta beinu flugi frá Kaupmannahöfn og Stokkhólmi til Bandaríkjanna og Taílands. Norrænir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun. Er haft eftir Charlotte Holmbergh Jansson, upplýsingafulltrúa Norwegian, að síðustu flugferðirnar á þessum leiðum verði farnar þann 29. mars á næsta ári. Flugfélagið mun þó áfram fljúga til Bandaríkjanna og Taílands frá Gardermoen-flugvelli í Osló. Aðspurð um hvað verði um viðskiptavini sem eigi bókaðar ferðir eftir 29. mars á þessum leiðum segist Holmbergh Jansson ekki halda að það eigi við um marga. Fáir eigi bókaðar slíkar ferðir. En flugfélagið muni reyna að tryggja viðskiptavinum sínum ferðir í gegnum Osló eða London eða þá endurgreiða ferðirnar. Ástæða þess að flugfélagið hætti umræddum flugleiðum er að gera flugfélagið ábatasamara og að áhersla verði lögð á aukna tíðni ferða til annarra áfangastaða í Evrópu. „Skandinavía er ekki nægilega stór fyrir flug milli heimsálfa frá Osló, Stokkhómi og Kaupmannahöfn,“ er haft eftir Matthew Wood, háttsettum stjórnanda hjá Norwegian.
Danmörk Fréttir af flugi Noregur Svíþjóð Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira