Alba Berlin vann mikilvægan sigur á Bonn í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.
Alba komst aftur á sigurbraut í síðasta leik eftir að hafa tapað tveimur deildarleikjum í röð og var mikilvægt að Berlínarliðið myndi ekki misstíga sig gegn liði Bonn sem berst á botni deildarinnar.
Heimamenn í Bonn enduðu fyrsta leikhluta af miklum krafti og voru með forystuna mest allan annan leikhluta. Í hálfleik var staðan 41-35 fyrir Bonn.
Gestirnir tóku forystuna hins vegar snemma í þriðja leikhluta og gáfu hana ekki aftur. Undir lokin hefðu heimamenn getað stolið sigrinum en Alba hélt út og vann 90-87 sigur.
Martin Hermannsson skoraði 11 stig fyrir Berlínarliðið, var með 8 stoðsendingar og tók 2 fráköst.
Naumur sigur hjá Martin og félögum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn



„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti



