Fjalla um meinta Icesave-tölvupósta Andrésar prins Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2019 10:31 Kastljós fjölmiðla hefur beinst að Andrési prins síðustu vikur vegna vináttu hans við bandaríska auðkýfinginn Jeffrey Epstein. Vísir/getty Andrés prins, hertoginn af York, er sagður hafa áframsent skjal úr breska fjármálaráðuneytinu um stöðuna á Icesave-samningum milli Íslands og Bretlands á vin sinn, auðmanninn Jonathan Rowland, árið 2010. Fjölskylda Rowland hafði þá nýverið fest kaup á Havilland-bankanum, sem áður var Kaupþing í Lúxemborg, í kjölfar bankahrunsins.Breska dagblaðið Mail on Sunday greinir frá og hefur upp úr tölvupóstum prinsins sem það kveðst hafa undir höndum. Blaðið hefur unnið nokkrar fréttir upp úr gögnunum á vef sínum í dag og síðustu daga. Icesave var vörumerki innlánsreikninga á netinu sem Landsbankinn bauð í Bretlandi og í Hollandi. Þessi þjónusta stóð viðskiptavinum í þessum löndum til boða þar til hrunið varð í október 2008. Í frétt blaðsins segir að Andrés hafi óskað eftir því að vera upplýstur um stöðuna á Icesave-málinu. Breska ríkisstjórnin stóð þá í samningaviðræðum við íslenska ríkið um endurgreiðslu þess síðarnefnda á milljarðaskuld vegna Icesave. Samningur milli ríkjanna þess efnis var svo felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars árið 2010 og aftur árið 2011. Árið 2013 sýknaði EFTA-dómstóllinn íslenska ríkið af öllum kröfum ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, í Icesave-málinu.David Rowland er umdeildur í Bretlandi.Í frétt Mail on Sunday kemur fram að um mánuði fyrir kjördag árið 2010 hafi Amanda Thirsk, einkaritari prinsins, sent breska fjármálaráðuneytinu erindi þar sem óskað var eftir umræddum upplýsingum um gang viðræðna. Blaðið hefur upp úr tölvupósti ritarans til starfsmanns ráðuneytisins að prinsinn hafi hitt forsætisráðherra Íslands, sem þá var Jóhanna Sigurðardóttir, „í Davos“. Ætla má að þar sé átt við ráðstefnu Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar (WEF) sem haldin er í Davos í Sviss ár hvert. Ekki er að sjá að Jóhanna hafi verið viðstödd ráðstefnuna í Davos árið 2010 en það var hins vegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands. Svar við fyrirspurninni um stöðu samningaviðræðanna var svo sent á prinsinn um miðjan febrúar, að því er segir í fréttinni. Síðdegis sama dag á Andrés að hafa áframsent skjal ráðuneytisins á Jonathan Rowland, son kaupsýslumannsins Davids Rowlands, þar sem sá fyrrnefndi ráðleggur þeim síðarnefnda að stíga varlega til jarðar. „Amanda segir merki um að við ættum að leyfa lýðræðinu að hafa sinn framgang áður en þú stígur skrefið,“ hefur Mail on Sunday eftir Andrési prins í tölvupóstinum til Jonathans. Áðurnefndir Rowland-feðgar keyptu Kaupþing í Lúxemborg eftir hrun. Bankanum var skipt upp í tvo hluta, annars vegar Kaupþing sem varð síðar að Havilland-bankanum, og hins vegar félagið Pillar Securitisation S.a.r.l. Það var einmitt Andrés prins sem opnaði Havilland-bankann við formlega athöfn í október árið 2009 en Rowland-fjölskyldan hefur veitt honum efnahagsráðgjöf í gegnum tíðina. David er meðal ríkustu manna Bretlands og einn stærsti einstaki styrktaraðili breska Íhaldsflokksins. Hann er mjög umdeildur og á vafasama fortíð í viðskiptalífinu í Bretlandi. Kastljós fjölmiðla hefur beinst að Andrési prins síðustu vikur vegna vináttu hans við viðskiptajöfurinn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað 17 ára bandarískri stúlku, Virginiu Giuffre, á árunum 2001 og 2002. Tilkynnt var fyrr í þessum mánuði að Andrés myndi hætta að sinna opinberum skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Hrunið Icesave Kóngafólk Tengdar fréttir Útreiðartúr talinn til stuðnings við Andrés Reiðtúr hinnar 93 ára gömlu Bretadrottningar og 59 ára gamals sonar hennar hefur umfjöllunar efni fjölmiðla í Bretlandi. Þykir drottingin hafa verið að senda skilaboð um stuðning við prinsinn. 25. nóvember 2019 07:15 Segir rannsókn SFO ná til Banque Havilland Daily Mail segir frá því á vefsíðu sinni að rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO á Kaupþingsmálinu nái einnig til Banque Havilland bankans sem reistur var á rústum Kaupþings í Lúxemborg. 18. mars 2011 11:10 Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15 Straumur höfðar mál gegn David Rowland Straumur hefur höfðað mál gegn fjárfestingarfélagi í eigu breska auðkýfingsins David Rowland. Rowland fjölskyldan á Havilland-bankann í Lúxemborg en sá banki var áður Kaupþing í Lúxemborg. 26. nóvember 2010 07:40 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Andrés prins, hertoginn af York, er sagður hafa áframsent skjal úr breska fjármálaráðuneytinu um stöðuna á Icesave-samningum milli Íslands og Bretlands á vin sinn, auðmanninn Jonathan Rowland, árið 2010. Fjölskylda Rowland hafði þá nýverið fest kaup á Havilland-bankanum, sem áður var Kaupþing í Lúxemborg, í kjölfar bankahrunsins.Breska dagblaðið Mail on Sunday greinir frá og hefur upp úr tölvupóstum prinsins sem það kveðst hafa undir höndum. Blaðið hefur unnið nokkrar fréttir upp úr gögnunum á vef sínum í dag og síðustu daga. Icesave var vörumerki innlánsreikninga á netinu sem Landsbankinn bauð í Bretlandi og í Hollandi. Þessi þjónusta stóð viðskiptavinum í þessum löndum til boða þar til hrunið varð í október 2008. Í frétt blaðsins segir að Andrés hafi óskað eftir því að vera upplýstur um stöðuna á Icesave-málinu. Breska ríkisstjórnin stóð þá í samningaviðræðum við íslenska ríkið um endurgreiðslu þess síðarnefnda á milljarðaskuld vegna Icesave. Samningur milli ríkjanna þess efnis var svo felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars árið 2010 og aftur árið 2011. Árið 2013 sýknaði EFTA-dómstóllinn íslenska ríkið af öllum kröfum ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, í Icesave-málinu.David Rowland er umdeildur í Bretlandi.Í frétt Mail on Sunday kemur fram að um mánuði fyrir kjördag árið 2010 hafi Amanda Thirsk, einkaritari prinsins, sent breska fjármálaráðuneytinu erindi þar sem óskað var eftir umræddum upplýsingum um gang viðræðna. Blaðið hefur upp úr tölvupósti ritarans til starfsmanns ráðuneytisins að prinsinn hafi hitt forsætisráðherra Íslands, sem þá var Jóhanna Sigurðardóttir, „í Davos“. Ætla má að þar sé átt við ráðstefnu Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar (WEF) sem haldin er í Davos í Sviss ár hvert. Ekki er að sjá að Jóhanna hafi verið viðstödd ráðstefnuna í Davos árið 2010 en það var hins vegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands. Svar við fyrirspurninni um stöðu samningaviðræðanna var svo sent á prinsinn um miðjan febrúar, að því er segir í fréttinni. Síðdegis sama dag á Andrés að hafa áframsent skjal ráðuneytisins á Jonathan Rowland, son kaupsýslumannsins Davids Rowlands, þar sem sá fyrrnefndi ráðleggur þeim síðarnefnda að stíga varlega til jarðar. „Amanda segir merki um að við ættum að leyfa lýðræðinu að hafa sinn framgang áður en þú stígur skrefið,“ hefur Mail on Sunday eftir Andrési prins í tölvupóstinum til Jonathans. Áðurnefndir Rowland-feðgar keyptu Kaupþing í Lúxemborg eftir hrun. Bankanum var skipt upp í tvo hluta, annars vegar Kaupþing sem varð síðar að Havilland-bankanum, og hins vegar félagið Pillar Securitisation S.a.r.l. Það var einmitt Andrés prins sem opnaði Havilland-bankann við formlega athöfn í október árið 2009 en Rowland-fjölskyldan hefur veitt honum efnahagsráðgjöf í gegnum tíðina. David er meðal ríkustu manna Bretlands og einn stærsti einstaki styrktaraðili breska Íhaldsflokksins. Hann er mjög umdeildur og á vafasama fortíð í viðskiptalífinu í Bretlandi. Kastljós fjölmiðla hefur beinst að Andrési prins síðustu vikur vegna vináttu hans við viðskiptajöfurinn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað 17 ára bandarískri stúlku, Virginiu Giuffre, á árunum 2001 og 2002. Tilkynnt var fyrr í þessum mánuði að Andrés myndi hætta að sinna opinberum skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Hrunið Icesave Kóngafólk Tengdar fréttir Útreiðartúr talinn til stuðnings við Andrés Reiðtúr hinnar 93 ára gömlu Bretadrottningar og 59 ára gamals sonar hennar hefur umfjöllunar efni fjölmiðla í Bretlandi. Þykir drottingin hafa verið að senda skilaboð um stuðning við prinsinn. 25. nóvember 2019 07:15 Segir rannsókn SFO ná til Banque Havilland Daily Mail segir frá því á vefsíðu sinni að rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO á Kaupþingsmálinu nái einnig til Banque Havilland bankans sem reistur var á rústum Kaupþings í Lúxemborg. 18. mars 2011 11:10 Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15 Straumur höfðar mál gegn David Rowland Straumur hefur höfðað mál gegn fjárfestingarfélagi í eigu breska auðkýfingsins David Rowland. Rowland fjölskyldan á Havilland-bankann í Lúxemborg en sá banki var áður Kaupþing í Lúxemborg. 26. nóvember 2010 07:40 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Útreiðartúr talinn til stuðnings við Andrés Reiðtúr hinnar 93 ára gömlu Bretadrottningar og 59 ára gamals sonar hennar hefur umfjöllunar efni fjölmiðla í Bretlandi. Þykir drottingin hafa verið að senda skilaboð um stuðning við prinsinn. 25. nóvember 2019 07:15
Segir rannsókn SFO ná til Banque Havilland Daily Mail segir frá því á vefsíðu sinni að rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar SFO á Kaupþingsmálinu nái einnig til Banque Havilland bankans sem reistur var á rústum Kaupþings í Lúxemborg. 18. mars 2011 11:10
Andrés prins hættir opinberum störfum Elísabet II Bretlandsdrottning hefur samþykkt ósk Andrésar prins um að hann hætti að sinna skyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna um ófyrirsjáanlega framtíð. 20. nóvember 2019 18:15
Straumur höfðar mál gegn David Rowland Straumur hefur höfðað mál gegn fjárfestingarfélagi í eigu breska auðkýfingsins David Rowland. Rowland fjölskyldan á Havilland-bankann í Lúxemborg en sá banki var áður Kaupþing í Lúxemborg. 26. nóvember 2010 07:40