Sterling kom City í undanúrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. desember 2019 21:30 Mörk Sterling sendu City áfram vísir/getty Manchester City tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins með 3-1 sigri á C-deildarliði Oxford í kvöld. Joao Cancelo kom Englandsmeisturunum yfir á 22. mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði frábærlega fyrir Oxford, Matt Taylor jafnaði metin strax á fyrstu mínútu hálfleiksins. Gamanið var þó stutt hjá Oxford því Raheem Sterling kom City aftur yfir á 50. mínútu eftir frábæra sendingu frá Angelino. Sterling bætti öðru marki sínu við á 70. mínútu eftir sendingu Gabriel Jesus og tryggði sigur City. Englandsmeistararnir verða því í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin. Enski boltinn
Manchester City tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins með 3-1 sigri á C-deildarliði Oxford í kvöld. Joao Cancelo kom Englandsmeisturunum yfir á 22. mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði frábærlega fyrir Oxford, Matt Taylor jafnaði metin strax á fyrstu mínútu hálfleiksins. Gamanið var þó stutt hjá Oxford því Raheem Sterling kom City aftur yfir á 50. mínútu eftir frábæra sendingu frá Angelino. Sterling bætti öðru marki sínu við á 70. mínútu eftir sendingu Gabriel Jesus og tryggði sigur City. Englandsmeistararnir verða því í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin.
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti