Jack Grealish gaf stuðningsmönnum Manchester United undir fótinn í viðtali við Sky Sports þar sem hann sagðist hafa dreymt um að spila á Old Trafford.
Grealish hefur verið orðaður frá Aston Villa, uppeldisfélagi hans, og hann sagði sjálfur að hann hefði ekki verið þar áfram nema af því Villa komst upp í úrvalsdeildina.
„Ég vissi það að ef við hefðum tapað úrslitaleiknum þá hefði ég ekki farið í Villa treyjuna aftur.“
Hann hefur spilað vel fyrir Villa í úrvalsdeildinni í vetur og skoraði meðal annars frábært mark gegn Manchester United.
„Þetta er uppáhalds markið mitt á ferlinum,“ sagði Grealish.
„Ég hef alltaf viljað spila á Old Trafford. Ég spilaði þar í úrslitaleik með varaliðinu en það er ekki það sama.“
