Í síðustu 27 leikjum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur liðið fengið 79 stig af 81 mögulegu.
Liverpool rúllaði yfir Leicester City, 0-4, á útivelli þegar tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar mættust í kvöld.
Liverpool hefur unnið 17 af fyrstu 18 deildarleikjum sínum á tímabilinu.
Rauði herinn vann svo síðustu níu leiki sína á síðasta tímabili. Raunar tapaði Liverpool aðeins einum deildarleik á síðasta tímabili og fékk 97 stig, einu stigi minna en meistarar Manchester City.
Liverpool er með 13 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og er í afar vænlegri stöðu til að vinna sinn fyrsta Englandsmeistaratitil síðan 1990.
Hafa fengið 79 stig af 81 mögulegu í síðustu 27 deildarleikjum sínum

Tengdar fréttir

Liverpool tók Leicester í kennslustund og náði 13 stiga forskoti
Liverpool kjöldró Leicester City þegar efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar mættust á King Power vellinum í kvöld.