Derby lyfti sér upp í 17. sæti ensku B-deildarinnar með 2-1 sigri á Charlton í síðasta leik 25. umferðarinnar.
Jason Knight skoraði fyrsta markið á tíundu mínútu leiksins og kom Derby yfir en sjö mínútum síðar fékk Krystian Bielik beint rautt spjald.
Jason Knight's first senior goal gives the Rams a half-time lead!
— Derby County (@dcfcofficial) December 30, 2019
1-0 #DCFCvCAFCpic.twitter.com/WGg4WpRHEy
Derby menn því einum færri út leikinn. Það kom ekki að sök því á 70. mínútu skoraði Knight annað mark sitt og kom Derby í 2-0.
Gestirnir frá Charlton fengu vítaspyrnu á 83. mínútu og úr henni minnkaði Lule Taylor metin í 2-1. Nær komust þeir ekki og mikilvægur sigur Phillip Cocu.
Derby er eftir sigurinn í 17. sætinu með 30 stig, nú níu stigum frá fallsæti, en Charlton er í 19. sætinu með 28 stig.
THAT'S IT!
— Derby County (@dcfcofficial) December 30, 2019
Jason Knight's double ensures that the Rams sign out of the decade with a victory!
2-1 #DCFCvCAFCpic.twitter.com/LQFbYu8COE