Það sem allir nema svartsýnir stuðningsmenn Liverpool geta lýst yfir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 09:00 Margir stuðningsmenn Liverpool sem eru miklu eldri en þessi strákur hafa aldrei upplifað það að Liverpool verði enskur meistari. Getty/Simon Stacpoole Þrjátíu ár eru langur tími og á þessum þremur áratugum hefur útlitið oft verið bjart en í öll þau skipti hafa stuðningsmenn Liverpool þurft að sætta sig við enn ein vonbrigðin. Staðan hefur hins vegar aldrei verið eins góð og í dag. Liverpool er með þrettán stiga forskot á Leicester City, sem er í öðru sætinu, og Liverpool á einnig leik inni á bæði Leicester og Manchester City sem er fjórtán stigum á eftir Liverpool. Flest allir áhugamenn um ensku úrvalsdeildina eru tilbúnir að lýsa því yfir að Liverpool sé orðið enskur meistari þótt að deildin sé bara rétt rúmlega hálfnuð. Það á ekki að vera hægt að klúðra þessu. Fyrir svartsýnu stuðningsmenn Liverpool þá hafa sárindin verið of mörg á síðustu árum til að þeir horfi rólegir á töflu deildarinnar. Það sem allir aðrir en sumir stuðningsmenn Liverpool geta lýst yfir er að „Liverpool sé orðið enskur meistari“ í fyrsta sinn síðan 1990. Breska ríkisútvarpið skoðaði aðeins stöðuna út frá sjónarhóli stuðningsmanna Liverpool eftir leikinn á Anfield í gær. Liverpool fans have been waiting a long time to win the Premier League and even with a 13-point gap at the top of the table, some still can't quite say "we are going to win it" out loud. More: https://t.co/7i5wgt3mR2#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/D6kLs5Tdjd— BBC Sport (@BBCSport) December 30, 2019 „Þetta er búið. Liverpool er búið að vinna titilinn,“ sagði Robbie Savage, fyrrum leikmaður Leicester City og sérfræðingur BBC, eftir 1-0 sigur Liverpool á Wolves í gær. Fyrrum varnarmaður Liverpool, Mark Lawrenson, er sammála: „Þeir missa þetta ekki frá sér úr þessu.“ Svartsýnu stuðningsmennirnir hafa aftur á móti ástæðu til að hafa smá áhyggjur þótt að þær þurfi ekki að vera miklar. Fræg mistök Steven Gerrard í leiknum á móti Chelsea tímabilið 2013-14 svíða ennþá þar sem hann rann á hausinn í öftustu línu og færði Chelsea forystu á silfurfati. Þá sungu sumir stuðningsmenn Liverpool fyrir leik: „Við erum að verða meistarar“ en á endanum voru það liðsmenn Manchester City sem enduðu tveimur stigum ofar í töflunni. Liverpool átti einnig ótrúlegt tímabil í fyrra þar sem liðið tapaði aðeins einum deildarleik alla leiktíðina en varð að sætta sig við að enda einu stigi á eftir Manchester City. Liverpool endaði með 97 stig sem hefðu dugað til að verða enskur meistari á öllum öðrum tímabilum. Á síðustu ellefu tímabilum hefur liðið sem var á toppnum yfir jólin orðið enskur meistari með þremur undantekningum. Liverpool hefur þrisvar setið í efsta sæti á jóladegi en í öll skiptin hefur liðið klúðrað forystu sinni eftir áramót. 50 @premierleague games unbeaten at Anfield pic.twitter.com/ke4n9BgVyy— Liverpool FC (@LFC) December 29, 2019 Það er því kannski ekkert skrýtið að stuðningsmenn Liverpool sé hræddir við að storka örlögunum og byrja að fagna of snemma. „Bara einn leikur í einu,“ hefur BBC eftir fertugum stuðningsmanni Liverpool sem heitir Jonny. „Við höfum ekki orðið enskir meistarar á minni ævi svo ég hef aldrei upplifað það. Ég get ekki beðið eftir þessum degi. Vonandi rennur hann upp á þessu tímabili,“ sagði hinn 27 ára gamli Reece, sem BBC hitti fyrir utan Anfield í gær. „Fólk er svartsýnt. Ég held að það sé enginn vafi á því að við erum með besta liðið. Ég er tilbúinn að segja það upphátt. Ég er bjartsýnn,“ sagði Reece. Hinn átta gamli Daniel er engum vafa um hvernig þetta endar: „Þetta er komið. Manchester City er búið að tapa of mörgum leikjum. Við unnum Leicester tvisvar sinnum og það er enginn lengur til að keppa við okkur um titilinn.“ Á tímabilinu í fyrra lenti Liverpool í mjög slæmum kafla eftir áramót og þá sérstaklega á heimavelli sínum. Á þeim vikum hafði meistaravonin vaknað en stuðningsmenn Liverpool voru mjög stressaðir á áhorfendapöllunum og það virtist smitast út í liðið. "You have to be very patient, you have to stay positive." @VirgilvDijk felt the Reds displayed the required maturity and patience in order to pick up an important three points...#LIVWOLhttps://t.co/Re1wlH8EOz— Liverpool FC (@LFC) December 29, 2019 Jürgen Klopp talaði um það eftir leikinn á móti Úlfunum í gær að þótt að stuðningsmenn Liverpool hafi haft ástæðu fyrir að vera stressaðir í leiknum þá voru þeir það ekki. „Ég held að stuðningsmenn okkar séu eins og liðið. Þeir hafa ekki áhuga á þessum tímapunkti. Þeir vilja ekki fagna núna,“ sagði Jürgen Klopp en næstu vikur og mánuðir mun hann og stuðningsmenn Liverpool ekki heyra annað en að Liverpool sé orðið meistari. Á sama tíma þarf liðið að safna stigum og sjá til þess að liðið klúðri ekki þessari frábæru stöðu. Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira
Þrjátíu ár eru langur tími og á þessum þremur áratugum hefur útlitið oft verið bjart en í öll þau skipti hafa stuðningsmenn Liverpool þurft að sætta sig við enn ein vonbrigðin. Staðan hefur hins vegar aldrei verið eins góð og í dag. Liverpool er með þrettán stiga forskot á Leicester City, sem er í öðru sætinu, og Liverpool á einnig leik inni á bæði Leicester og Manchester City sem er fjórtán stigum á eftir Liverpool. Flest allir áhugamenn um ensku úrvalsdeildina eru tilbúnir að lýsa því yfir að Liverpool sé orðið enskur meistari þótt að deildin sé bara rétt rúmlega hálfnuð. Það á ekki að vera hægt að klúðra þessu. Fyrir svartsýnu stuðningsmenn Liverpool þá hafa sárindin verið of mörg á síðustu árum til að þeir horfi rólegir á töflu deildarinnar. Það sem allir aðrir en sumir stuðningsmenn Liverpool geta lýst yfir er að „Liverpool sé orðið enskur meistari“ í fyrsta sinn síðan 1990. Breska ríkisútvarpið skoðaði aðeins stöðuna út frá sjónarhóli stuðningsmanna Liverpool eftir leikinn á Anfield í gær. Liverpool fans have been waiting a long time to win the Premier League and even with a 13-point gap at the top of the table, some still can't quite say "we are going to win it" out loud. More: https://t.co/7i5wgt3mR2#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/D6kLs5Tdjd— BBC Sport (@BBCSport) December 30, 2019 „Þetta er búið. Liverpool er búið að vinna titilinn,“ sagði Robbie Savage, fyrrum leikmaður Leicester City og sérfræðingur BBC, eftir 1-0 sigur Liverpool á Wolves í gær. Fyrrum varnarmaður Liverpool, Mark Lawrenson, er sammála: „Þeir missa þetta ekki frá sér úr þessu.“ Svartsýnu stuðningsmennirnir hafa aftur á móti ástæðu til að hafa smá áhyggjur þótt að þær þurfi ekki að vera miklar. Fræg mistök Steven Gerrard í leiknum á móti Chelsea tímabilið 2013-14 svíða ennþá þar sem hann rann á hausinn í öftustu línu og færði Chelsea forystu á silfurfati. Þá sungu sumir stuðningsmenn Liverpool fyrir leik: „Við erum að verða meistarar“ en á endanum voru það liðsmenn Manchester City sem enduðu tveimur stigum ofar í töflunni. Liverpool átti einnig ótrúlegt tímabil í fyrra þar sem liðið tapaði aðeins einum deildarleik alla leiktíðina en varð að sætta sig við að enda einu stigi á eftir Manchester City. Liverpool endaði með 97 stig sem hefðu dugað til að verða enskur meistari á öllum öðrum tímabilum. Á síðustu ellefu tímabilum hefur liðið sem var á toppnum yfir jólin orðið enskur meistari með þremur undantekningum. Liverpool hefur þrisvar setið í efsta sæti á jóladegi en í öll skiptin hefur liðið klúðrað forystu sinni eftir áramót. 50 @premierleague games unbeaten at Anfield pic.twitter.com/ke4n9BgVyy— Liverpool FC (@LFC) December 29, 2019 Það er því kannski ekkert skrýtið að stuðningsmenn Liverpool sé hræddir við að storka örlögunum og byrja að fagna of snemma. „Bara einn leikur í einu,“ hefur BBC eftir fertugum stuðningsmanni Liverpool sem heitir Jonny. „Við höfum ekki orðið enskir meistarar á minni ævi svo ég hef aldrei upplifað það. Ég get ekki beðið eftir þessum degi. Vonandi rennur hann upp á þessu tímabili,“ sagði hinn 27 ára gamli Reece, sem BBC hitti fyrir utan Anfield í gær. „Fólk er svartsýnt. Ég held að það sé enginn vafi á því að við erum með besta liðið. Ég er tilbúinn að segja það upphátt. Ég er bjartsýnn,“ sagði Reece. Hinn átta gamli Daniel er engum vafa um hvernig þetta endar: „Þetta er komið. Manchester City er búið að tapa of mörgum leikjum. Við unnum Leicester tvisvar sinnum og það er enginn lengur til að keppa við okkur um titilinn.“ Á tímabilinu í fyrra lenti Liverpool í mjög slæmum kafla eftir áramót og þá sérstaklega á heimavelli sínum. Á þeim vikum hafði meistaravonin vaknað en stuðningsmenn Liverpool voru mjög stressaðir á áhorfendapöllunum og það virtist smitast út í liðið. "You have to be very patient, you have to stay positive." @VirgilvDijk felt the Reds displayed the required maturity and patience in order to pick up an important three points...#LIVWOLhttps://t.co/Re1wlH8EOz— Liverpool FC (@LFC) December 29, 2019 Jürgen Klopp talaði um það eftir leikinn á móti Úlfunum í gær að þótt að stuðningsmenn Liverpool hafi haft ástæðu fyrir að vera stressaðir í leiknum þá voru þeir það ekki. „Ég held að stuðningsmenn okkar séu eins og liðið. Þeir hafa ekki áhuga á þessum tímapunkti. Þeir vilja ekki fagna núna,“ sagði Jürgen Klopp en næstu vikur og mánuðir mun hann og stuðningsmenn Liverpool ekki heyra annað en að Liverpool sé orðið meistari. Á sama tíma þarf liðið að safna stigum og sjá til þess að liðið klúðri ekki þessari frábæru stöðu.
Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira