Stefnt að því að létt verði frekar á samkomubanni þann 25. maí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2020 14:14 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Lögreglan/Júlíus Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna þess hve vel hefur gengið að hemja kórónuveirufaraldurinn hér á landi verði næstu tilslakanir á samkomubanni fyrr en áætlað var í fyrstu, eða þann 25. maí næstkomandi. Þá sé meðal annars stefnt að því að líkamsræktarstöðvar geti opnað. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Áður hafði verið nefnt að næstu tilslakanir á samkomubanni yrðu í byrjun júní. Síðastliðinn mánudag tóku fyrstu tilslakanir á hertu samkomubanni gildi þegar fimmtíu manns var leyft að koma saman í sama rými, leikskólar og grunnskólar gátu farið að starfa með eðlilegum hætti og háskólar og framhaldsskólar opnuðu á ný. Einnig var þá ýmis konar þjónusta, sem krefst mikillar nálægðar, leyfð á ný, til dæmis starfsemi sjúkraþjálfara, tannlækna, nuddara og hárgreiðslustofa. Þá hófust valkvæðar aðgerðir jafnframt aftur. Á upplýsingafundi síðastliðinn mánudag greindi Þórólfur frá því að stefnt væri á að leyfa opnun sundlauga landsins þann 18. maí næstkomandi. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt að stöðvarnar fái ekki að opna sama dag en sóttvarnalæknir hefur sagt að það sé sitt mat að mun fleiri sameiginlegir snertifletir séu í líkamsræktarstöðvum heldur en sundlaugum. Smithættan sé því minni í sundi en í líkamsræktarstöðvunum. Þá sé klórinn í sundi einnig slæmur fyrir veiruna. Á upplýsingafundinum í dag sagði Þórólfur að í næsta skrefi sem tekið verði 25. maí yrði leyfð opnun á ýmis konar starfsemi, til dæmis líkamsræktarstöðvum, en með ákveðnum skilyrðum. Þá yrði fjöldi þeirra sem koma mega saman hverju sinni á sama svæði hækkaður en talan hefur ekki verið ákveðin. Þórólfur sagði þó að talað hefði verið um að minnsta kosti 100 einstaklinga en útfærslan verði kynnt nánar síðar. Sóttvarnalæknir sagðist vona að allir hefðu skilning á því að við færum okkur hægt í því að aflétta samkomubanninu. Þá minnti hann enn og aftur á mikilvægi einstaklingsbundnu sóttvarnanna, að þvo hendur, spritta, passa hvar maður hefur hendurnar og passa upp á tveggja metra regluna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að vegna þess hve vel hefur gengið að hemja kórónuveirufaraldurinn hér á landi verði næstu tilslakanir á samkomubanni fyrr en áætlað var í fyrstu, eða þann 25. maí næstkomandi. Þá sé meðal annars stefnt að því að líkamsræktarstöðvar geti opnað. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Áður hafði verið nefnt að næstu tilslakanir á samkomubanni yrðu í byrjun júní. Síðastliðinn mánudag tóku fyrstu tilslakanir á hertu samkomubanni gildi þegar fimmtíu manns var leyft að koma saman í sama rými, leikskólar og grunnskólar gátu farið að starfa með eðlilegum hætti og háskólar og framhaldsskólar opnuðu á ný. Einnig var þá ýmis konar þjónusta, sem krefst mikillar nálægðar, leyfð á ný, til dæmis starfsemi sjúkraþjálfara, tannlækna, nuddara og hárgreiðslustofa. Þá hófust valkvæðar aðgerðir jafnframt aftur. Á upplýsingafundi síðastliðinn mánudag greindi Þórólfur frá því að stefnt væri á að leyfa opnun sundlauga landsins þann 18. maí næstkomandi. Eigendur líkamsræktarstöðva hafa gagnrýnt að stöðvarnar fái ekki að opna sama dag en sóttvarnalæknir hefur sagt að það sé sitt mat að mun fleiri sameiginlegir snertifletir séu í líkamsræktarstöðvum heldur en sundlaugum. Smithættan sé því minni í sundi en í líkamsræktarstöðvunum. Þá sé klórinn í sundi einnig slæmur fyrir veiruna. Á upplýsingafundinum í dag sagði Þórólfur að í næsta skrefi sem tekið verði 25. maí yrði leyfð opnun á ýmis konar starfsemi, til dæmis líkamsræktarstöðvum, en með ákveðnum skilyrðum. Þá yrði fjöldi þeirra sem koma mega saman hverju sinni á sama svæði hækkaður en talan hefur ekki verið ákveðin. Þórólfur sagði þó að talað hefði verið um að minnsta kosti 100 einstaklinga en útfærslan verði kynnt nánar síðar. Sóttvarnalæknir sagðist vona að allir hefðu skilning á því að við færum okkur hægt í því að aflétta samkomubanninu. Þá minnti hann enn og aftur á mikilvægi einstaklingsbundnu sóttvarnanna, að þvo hendur, spritta, passa hvar maður hefur hendurnar og passa upp á tveggja metra regluna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira