„Af hverju eru fótboltamenn allt í einu blórabögglarnir?“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 12:45 Wayne Rooney er á mála hjá Derby sem leikur í næstefstu deild. VÍSIR/GETTY Það er verið að gera knattspyrnumenn að blórabögglum, skrifar Wayne Rooney í pistli í Sunday Times varðandi umræðu um það hvernig leikmenn geti best veitt fjárhagslegan stuðning í baráttunni vegna kórónuveirufaraldursins. Matt Hancock heilbrigðisráðherra Bretlands vill að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, sem margir eru á himinháum launum, leggi meira að mörkum í baráttunni gegn faraldrinum. Úrvalsdeildin hefur lagt til að leikmenn lækki um 30% í launum til að verja störf og rekstur knattspyrnufélaganna, en leikmannasamtökin í Bretlandi höfnuðu því og sögðu það bitna á heilbrigðiskerfinu, því þar með yrði ríkið af miklum skatttekjum. „Af hverju eru fótboltamenn allt í einu orðnir blórabögglarnir? Það að úrvalsdeildin segi svona opinberlega frá sínu tilboði, eins og gert var, setur pressu á leikmenn og kemur þeim í stöðu þar sem þeir geta ekki komið vel út. Ef að leikmenn segjast ekki geta samþykkt 30% flata launalækkun, jafnvel þó að sumir þeirra myndu í raun og veru ekki ráða við það fjárhagslega, verður það túlkað sem svo að „ríkir leikmenn hafna launalækkun“. Mér finnst þetta skrýtið því að allar aðrar ákvarðanir í þessu ferli hafa verið teknar á bakvið luktar dyr, en þetta var gert opinbert. Til hvers? Það er eins og það sé til að skotin beinist að leikmönnum – neyða þá til að borga reikninginn vegna tekjumissis,“ skrifaði Rooney, sem er spilandi þjálfari hjá Derby. Betra að semja við hvern leikmann fyrir sig Rooney bendir á að fyrirliðar liðanna í úrvalsdeildinni hafi átt í viðræðum um það að búa til sjóð til að styrkja heilbrigðiskerfið. Hann segir þær 20 milljónir punda sem enska úrvalsdeildin hafi heitið aðeins vera dropa í hafið miðað við það sem farið sé fram á af leikmönnum. Stóru félögin þurfi flest hver ekki á því að halda að leikmenn lækki í launum, en ef svo sé þá sé fótboltinn í mikið verri stöðu en nokkurn hafi órað fyrir. „Það er hneyksli hvernig hlutirnir hafa verið síðustu daga. Ég skil alveg að leikmenn eru hátt launaðir og geta gefið frá sér laun. En það ætti að gera hjá hverjum leikmanni fyrir sig. Einn gæti sagst hafa efni á 30% lækkun en annar hefði bara efni á 5%. Það er sama hvernig horft er á þetta, við erum auðveld skotmörk. Það sem gleymist er að helmingur tekna okkar fer í skatt. Peningar sem fara til ríkisins, sem hjálpa heilbrigðiskerfinu,“ skrifaði Rooney. Enski boltinn Tengdar fréttir Segja launalækkun leikmanna skaða heilbrigðiskerfið Leikmannasamtökin á Englandi segja að það myndi bitna á heilbrigðiskerfinu í landinu ef að knattspyrnumenn tækju á sig 30% launalækkun. Ekki náðust samningar um slíka lækkun á fundi samtakanna með ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. apríl 2020 09:45 Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00 Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst ekki í byrjun maí og ekki fyrr en það er öruggt og við hæfi Vilji er fyrir því að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki gert fyrr en hættan af völdum kórónuveirufaraldursins er liðin hjá. 3. apríl 2020 14:25 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Það er verið að gera knattspyrnumenn að blórabögglum, skrifar Wayne Rooney í pistli í Sunday Times varðandi umræðu um það hvernig leikmenn geti best veitt fjárhagslegan stuðning í baráttunni vegna kórónuveirufaraldursins. Matt Hancock heilbrigðisráðherra Bretlands vill að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, sem margir eru á himinháum launum, leggi meira að mörkum í baráttunni gegn faraldrinum. Úrvalsdeildin hefur lagt til að leikmenn lækki um 30% í launum til að verja störf og rekstur knattspyrnufélaganna, en leikmannasamtökin í Bretlandi höfnuðu því og sögðu það bitna á heilbrigðiskerfinu, því þar með yrði ríkið af miklum skatttekjum. „Af hverju eru fótboltamenn allt í einu orðnir blórabögglarnir? Það að úrvalsdeildin segi svona opinberlega frá sínu tilboði, eins og gert var, setur pressu á leikmenn og kemur þeim í stöðu þar sem þeir geta ekki komið vel út. Ef að leikmenn segjast ekki geta samþykkt 30% flata launalækkun, jafnvel þó að sumir þeirra myndu í raun og veru ekki ráða við það fjárhagslega, verður það túlkað sem svo að „ríkir leikmenn hafna launalækkun“. Mér finnst þetta skrýtið því að allar aðrar ákvarðanir í þessu ferli hafa verið teknar á bakvið luktar dyr, en þetta var gert opinbert. Til hvers? Það er eins og það sé til að skotin beinist að leikmönnum – neyða þá til að borga reikninginn vegna tekjumissis,“ skrifaði Rooney, sem er spilandi þjálfari hjá Derby. Betra að semja við hvern leikmann fyrir sig Rooney bendir á að fyrirliðar liðanna í úrvalsdeildinni hafi átt í viðræðum um það að búa til sjóð til að styrkja heilbrigðiskerfið. Hann segir þær 20 milljónir punda sem enska úrvalsdeildin hafi heitið aðeins vera dropa í hafið miðað við það sem farið sé fram á af leikmönnum. Stóru félögin þurfi flest hver ekki á því að halda að leikmenn lækki í launum, en ef svo sé þá sé fótboltinn í mikið verri stöðu en nokkurn hafi órað fyrir. „Það er hneyksli hvernig hlutirnir hafa verið síðustu daga. Ég skil alveg að leikmenn eru hátt launaðir og geta gefið frá sér laun. En það ætti að gera hjá hverjum leikmanni fyrir sig. Einn gæti sagst hafa efni á 30% lækkun en annar hefði bara efni á 5%. Það er sama hvernig horft er á þetta, við erum auðveld skotmörk. Það sem gleymist er að helmingur tekna okkar fer í skatt. Peningar sem fara til ríkisins, sem hjálpa heilbrigðiskerfinu,“ skrifaði Rooney.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segja launalækkun leikmanna skaða heilbrigðiskerfið Leikmannasamtökin á Englandi segja að það myndi bitna á heilbrigðiskerfinu í landinu ef að knattspyrnumenn tækju á sig 30% launalækkun. Ekki náðust samningar um slíka lækkun á fundi samtakanna með ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. apríl 2020 09:45 Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00 Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst ekki í byrjun maí og ekki fyrr en það er öruggt og við hæfi Vilji er fyrir því að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki gert fyrr en hættan af völdum kórónuveirufaraldursins er liðin hjá. 3. apríl 2020 14:25 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Segja launalækkun leikmanna skaða heilbrigðiskerfið Leikmannasamtökin á Englandi segja að það myndi bitna á heilbrigðiskerfinu í landinu ef að knattspyrnumenn tækju á sig 30% launalækkun. Ekki náðust samningar um slíka lækkun á fundi samtakanna með ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. apríl 2020 09:45
Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00
Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst ekki í byrjun maí og ekki fyrr en það er öruggt og við hæfi Vilji er fyrir því að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki gert fyrr en hættan af völdum kórónuveirufaraldursins er liðin hjá. 3. apríl 2020 14:25