KLP skilur eftir sig djúp fótspor í íslenskri golfsögu Haukur Örn Birgisson skrifar 7. apríl 2020 13:57 Kjartan Lárus Pálsson, fararstjóri, blaðamaður og kylfingur lést á Landspítalanum síðastliðinn föstudag, 3. apríl, áttræður að aldri. Þótt leiðir okkar Kjartans hafi ekki legið saman um árabil þá man ég vel eftir KLP, eins og hann var kallaður á skrifstofu golfsambandsins. Ég kynntist Kjartani þegar ég starfaði á skrifstofunni skömmu eftir aldamótin. Við urðum strax vinir og ég kunni að meta hversu bragðsterkur karakter hann var. Það fór ekki framhjá neinum þegar hann mætti á skrifstofuna. Hann hafi yfirleitt sterkar skoðanir á flestu sem sneri að rekstri golfsambandsins og var ófeiminn við að láta mann heyra það þegar honum fannst maður vera kominn utan vallarmarka. Alltaf komu ábendingar hans þó úr góðri átt. Hann bar hag íþróttarinnar fyrir brjósti. Kjartan var mikill áhugamaður um íþróttir og snemma á sjöunda áratugnum hóf hann að skrifa íþróttafréttir fyrir Vísi undir skammstöfuninni -klp-. Kjartan kynntist golfíþróttinni árið 1969 þegar hann var á kynningarmóti fyrir íþróttafréttamenn á Nesvellinum. Á þeim tíma var golfíþróttinni ekki áberandi á síðum dagblaða en Kjartan var þá blaðamaður á Tímanum. Kjartan starfaði sem blaðamaður í um 25 ár, áður en verkefnin færðust yfir í fararstjórn. Hann var einn af frumkvöðlunum í golfferðaþjónustu á Íslandi og starfaði sem fararstjóri í rúmlega þrjá áratugi. Þeir kylfingar sem fóru með Kjartani til Spánar, Írlands Hollands og Taílands munu seint gleyma þeim ferðum. Kjartan var úrvals fararstjóri og mikill skemmtikraftur. Kjartan sinnti ýmsum sjálfboðastörfum innan golfhreyfingarinnar um áratugaskeið. Hann starfaði um árabil fyrir Nesklúbbinn, var liðsstjóri unglingalandsliðs karla í golfi árið 1973 og á árunum 1979-1986 var hann einvaldur og liðstjóri karlalandsliðsins í golfi. Kjartan Lárus Pálsson var jafnan kallaður KLP en sú var skammstöfun hans, merking undir fréttum sem hann skrifaði. Kjartan var um tíma sá íslenski kylfingur sem oftast hafði farið holu í höggi. Hann átti Íslandsmetið en alls tókst honum grísa sig máttlausan sex sinnum. Þetta afrek hans var til þess að hann var sjálfskipaður formaður Einherjaklúbbsins, sem er sá klúbbur sem allir kylfingar vilja ganga í en enginn getur sótt um aðild að. Kjartan sinnti klúbbnum af einurð og átti gjarnan af þeim sökum erindi á skrifstofu golfsambandsins. Hann lét af formennsku í Einherjaklúbbnum eftir 34 ár, þegar Björgvin Þorsteinsson náði metinu af honum með sjöunda draumahöggi sínu. Kjartan náði einnig því tvívegis að leika par 5 holu á 2 höggum, eða Albatros, eins og það kallast á golfmáli. „Í fyrra skiptið var það á velli í Frakklandi og ég setti annað höggið ofaní af um 120 metra færi. Upphafshöggið rúllaði endalaust niður brekku og ég hafði heppnina með mér. Í síðara skiptið var ég staddur á Írlandi og þar sló ég annað höggið í stein eða eitthvað álíka því hollið á undan okkur fann boltann ofan í holunni,” sagði Kjartan í viðtali við Golf á Íslandi í október 2014. Skemmilegur kylfingur er nú fallinn frá, sem hefur skilið eftir sig djúp fótspor í íslenskri golfsögu. Um leið og ég þakka Kjartani fyrir allt hans óeigingjarna starf í þágu golfhreyfingarinnar þá færi ég eiginkonu hans, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Höfundur er forseti Golfsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Golf Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Kjartan Lárus Pálsson, fararstjóri, blaðamaður og kylfingur lést á Landspítalanum síðastliðinn föstudag, 3. apríl, áttræður að aldri. Þótt leiðir okkar Kjartans hafi ekki legið saman um árabil þá man ég vel eftir KLP, eins og hann var kallaður á skrifstofu golfsambandsins. Ég kynntist Kjartani þegar ég starfaði á skrifstofunni skömmu eftir aldamótin. Við urðum strax vinir og ég kunni að meta hversu bragðsterkur karakter hann var. Það fór ekki framhjá neinum þegar hann mætti á skrifstofuna. Hann hafi yfirleitt sterkar skoðanir á flestu sem sneri að rekstri golfsambandsins og var ófeiminn við að láta mann heyra það þegar honum fannst maður vera kominn utan vallarmarka. Alltaf komu ábendingar hans þó úr góðri átt. Hann bar hag íþróttarinnar fyrir brjósti. Kjartan var mikill áhugamaður um íþróttir og snemma á sjöunda áratugnum hóf hann að skrifa íþróttafréttir fyrir Vísi undir skammstöfuninni -klp-. Kjartan kynntist golfíþróttinni árið 1969 þegar hann var á kynningarmóti fyrir íþróttafréttamenn á Nesvellinum. Á þeim tíma var golfíþróttinni ekki áberandi á síðum dagblaða en Kjartan var þá blaðamaður á Tímanum. Kjartan starfaði sem blaðamaður í um 25 ár, áður en verkefnin færðust yfir í fararstjórn. Hann var einn af frumkvöðlunum í golfferðaþjónustu á Íslandi og starfaði sem fararstjóri í rúmlega þrjá áratugi. Þeir kylfingar sem fóru með Kjartani til Spánar, Írlands Hollands og Taílands munu seint gleyma þeim ferðum. Kjartan var úrvals fararstjóri og mikill skemmtikraftur. Kjartan sinnti ýmsum sjálfboðastörfum innan golfhreyfingarinnar um áratugaskeið. Hann starfaði um árabil fyrir Nesklúbbinn, var liðsstjóri unglingalandsliðs karla í golfi árið 1973 og á árunum 1979-1986 var hann einvaldur og liðstjóri karlalandsliðsins í golfi. Kjartan Lárus Pálsson var jafnan kallaður KLP en sú var skammstöfun hans, merking undir fréttum sem hann skrifaði. Kjartan var um tíma sá íslenski kylfingur sem oftast hafði farið holu í höggi. Hann átti Íslandsmetið en alls tókst honum grísa sig máttlausan sex sinnum. Þetta afrek hans var til þess að hann var sjálfskipaður formaður Einherjaklúbbsins, sem er sá klúbbur sem allir kylfingar vilja ganga í en enginn getur sótt um aðild að. Kjartan sinnti klúbbnum af einurð og átti gjarnan af þeim sökum erindi á skrifstofu golfsambandsins. Hann lét af formennsku í Einherjaklúbbnum eftir 34 ár, þegar Björgvin Þorsteinsson náði metinu af honum með sjöunda draumahöggi sínu. Kjartan náði einnig því tvívegis að leika par 5 holu á 2 höggum, eða Albatros, eins og það kallast á golfmáli. „Í fyrra skiptið var það á velli í Frakklandi og ég setti annað höggið ofaní af um 120 metra færi. Upphafshöggið rúllaði endalaust niður brekku og ég hafði heppnina með mér. Í síðara skiptið var ég staddur á Írlandi og þar sló ég annað höggið í stein eða eitthvað álíka því hollið á undan okkur fann boltann ofan í holunni,” sagði Kjartan í viðtali við Golf á Íslandi í október 2014. Skemmilegur kylfingur er nú fallinn frá, sem hefur skilið eftir sig djúp fótspor í íslenskri golfsögu. Um leið og ég þakka Kjartani fyrir allt hans óeigingjarna starf í þágu golfhreyfingarinnar þá færi ég eiginkonu hans, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Höfundur er forseti Golfsambands Íslands.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun