KLP skilur eftir sig djúp fótspor í íslenskri golfsögu Haukur Örn Birgisson skrifar 7. apríl 2020 13:57 Kjartan Lárus Pálsson, fararstjóri, blaðamaður og kylfingur lést á Landspítalanum síðastliðinn föstudag, 3. apríl, áttræður að aldri. Þótt leiðir okkar Kjartans hafi ekki legið saman um árabil þá man ég vel eftir KLP, eins og hann var kallaður á skrifstofu golfsambandsins. Ég kynntist Kjartani þegar ég starfaði á skrifstofunni skömmu eftir aldamótin. Við urðum strax vinir og ég kunni að meta hversu bragðsterkur karakter hann var. Það fór ekki framhjá neinum þegar hann mætti á skrifstofuna. Hann hafi yfirleitt sterkar skoðanir á flestu sem sneri að rekstri golfsambandsins og var ófeiminn við að láta mann heyra það þegar honum fannst maður vera kominn utan vallarmarka. Alltaf komu ábendingar hans þó úr góðri átt. Hann bar hag íþróttarinnar fyrir brjósti. Kjartan var mikill áhugamaður um íþróttir og snemma á sjöunda áratugnum hóf hann að skrifa íþróttafréttir fyrir Vísi undir skammstöfuninni -klp-. Kjartan kynntist golfíþróttinni árið 1969 þegar hann var á kynningarmóti fyrir íþróttafréttamenn á Nesvellinum. Á þeim tíma var golfíþróttinni ekki áberandi á síðum dagblaða en Kjartan var þá blaðamaður á Tímanum. Kjartan starfaði sem blaðamaður í um 25 ár, áður en verkefnin færðust yfir í fararstjórn. Hann var einn af frumkvöðlunum í golfferðaþjónustu á Íslandi og starfaði sem fararstjóri í rúmlega þrjá áratugi. Þeir kylfingar sem fóru með Kjartani til Spánar, Írlands Hollands og Taílands munu seint gleyma þeim ferðum. Kjartan var úrvals fararstjóri og mikill skemmtikraftur. Kjartan sinnti ýmsum sjálfboðastörfum innan golfhreyfingarinnar um áratugaskeið. Hann starfaði um árabil fyrir Nesklúbbinn, var liðsstjóri unglingalandsliðs karla í golfi árið 1973 og á árunum 1979-1986 var hann einvaldur og liðstjóri karlalandsliðsins í golfi. Kjartan Lárus Pálsson var jafnan kallaður KLP en sú var skammstöfun hans, merking undir fréttum sem hann skrifaði. Kjartan var um tíma sá íslenski kylfingur sem oftast hafði farið holu í höggi. Hann átti Íslandsmetið en alls tókst honum grísa sig máttlausan sex sinnum. Þetta afrek hans var til þess að hann var sjálfskipaður formaður Einherjaklúbbsins, sem er sá klúbbur sem allir kylfingar vilja ganga í en enginn getur sótt um aðild að. Kjartan sinnti klúbbnum af einurð og átti gjarnan af þeim sökum erindi á skrifstofu golfsambandsins. Hann lét af formennsku í Einherjaklúbbnum eftir 34 ár, þegar Björgvin Þorsteinsson náði metinu af honum með sjöunda draumahöggi sínu. Kjartan náði einnig því tvívegis að leika par 5 holu á 2 höggum, eða Albatros, eins og það kallast á golfmáli. „Í fyrra skiptið var það á velli í Frakklandi og ég setti annað höggið ofaní af um 120 metra færi. Upphafshöggið rúllaði endalaust niður brekku og ég hafði heppnina með mér. Í síðara skiptið var ég staddur á Írlandi og þar sló ég annað höggið í stein eða eitthvað álíka því hollið á undan okkur fann boltann ofan í holunni,” sagði Kjartan í viðtali við Golf á Íslandi í október 2014. Skemmilegur kylfingur er nú fallinn frá, sem hefur skilið eftir sig djúp fótspor í íslenskri golfsögu. Um leið og ég þakka Kjartani fyrir allt hans óeigingjarna starf í þágu golfhreyfingarinnar þá færi ég eiginkonu hans, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Höfundur er forseti Golfsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Golf Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Kjartan Lárus Pálsson, fararstjóri, blaðamaður og kylfingur lést á Landspítalanum síðastliðinn föstudag, 3. apríl, áttræður að aldri. Þótt leiðir okkar Kjartans hafi ekki legið saman um árabil þá man ég vel eftir KLP, eins og hann var kallaður á skrifstofu golfsambandsins. Ég kynntist Kjartani þegar ég starfaði á skrifstofunni skömmu eftir aldamótin. Við urðum strax vinir og ég kunni að meta hversu bragðsterkur karakter hann var. Það fór ekki framhjá neinum þegar hann mætti á skrifstofuna. Hann hafi yfirleitt sterkar skoðanir á flestu sem sneri að rekstri golfsambandsins og var ófeiminn við að láta mann heyra það þegar honum fannst maður vera kominn utan vallarmarka. Alltaf komu ábendingar hans þó úr góðri átt. Hann bar hag íþróttarinnar fyrir brjósti. Kjartan var mikill áhugamaður um íþróttir og snemma á sjöunda áratugnum hóf hann að skrifa íþróttafréttir fyrir Vísi undir skammstöfuninni -klp-. Kjartan kynntist golfíþróttinni árið 1969 þegar hann var á kynningarmóti fyrir íþróttafréttamenn á Nesvellinum. Á þeim tíma var golfíþróttinni ekki áberandi á síðum dagblaða en Kjartan var þá blaðamaður á Tímanum. Kjartan starfaði sem blaðamaður í um 25 ár, áður en verkefnin færðust yfir í fararstjórn. Hann var einn af frumkvöðlunum í golfferðaþjónustu á Íslandi og starfaði sem fararstjóri í rúmlega þrjá áratugi. Þeir kylfingar sem fóru með Kjartani til Spánar, Írlands Hollands og Taílands munu seint gleyma þeim ferðum. Kjartan var úrvals fararstjóri og mikill skemmtikraftur. Kjartan sinnti ýmsum sjálfboðastörfum innan golfhreyfingarinnar um áratugaskeið. Hann starfaði um árabil fyrir Nesklúbbinn, var liðsstjóri unglingalandsliðs karla í golfi árið 1973 og á árunum 1979-1986 var hann einvaldur og liðstjóri karlalandsliðsins í golfi. Kjartan Lárus Pálsson var jafnan kallaður KLP en sú var skammstöfun hans, merking undir fréttum sem hann skrifaði. Kjartan var um tíma sá íslenski kylfingur sem oftast hafði farið holu í höggi. Hann átti Íslandsmetið en alls tókst honum grísa sig máttlausan sex sinnum. Þetta afrek hans var til þess að hann var sjálfskipaður formaður Einherjaklúbbsins, sem er sá klúbbur sem allir kylfingar vilja ganga í en enginn getur sótt um aðild að. Kjartan sinnti klúbbnum af einurð og átti gjarnan af þeim sökum erindi á skrifstofu golfsambandsins. Hann lét af formennsku í Einherjaklúbbnum eftir 34 ár, þegar Björgvin Þorsteinsson náði metinu af honum með sjöunda draumahöggi sínu. Kjartan náði einnig því tvívegis að leika par 5 holu á 2 höggum, eða Albatros, eins og það kallast á golfmáli. „Í fyrra skiptið var það á velli í Frakklandi og ég setti annað höggið ofaní af um 120 metra færi. Upphafshöggið rúllaði endalaust niður brekku og ég hafði heppnina með mér. Í síðara skiptið var ég staddur á Írlandi og þar sló ég annað höggið í stein eða eitthvað álíka því hollið á undan okkur fann boltann ofan í holunni,” sagði Kjartan í viðtali við Golf á Íslandi í október 2014. Skemmilegur kylfingur er nú fallinn frá, sem hefur skilið eftir sig djúp fótspor í íslenskri golfsögu. Um leið og ég þakka Kjartani fyrir allt hans óeigingjarna starf í þágu golfhreyfingarinnar þá færi ég eiginkonu hans, börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Höfundur er forseti Golfsambands Íslands.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun