Segja ríkjunum að bjarga sér en leggja hald á neyðarbúnað þeirra Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2020 13:06 Mikill skortur hefur verið á ýmsum nayðsynjum eins og öndunarvélum, grímum, hönskum og öðrum verndarbúnaði í Bandaríkjunum. AP/Ted S. Warren Þrátt fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi sagt að hvert ríki fyrir sig og sjúkrahús þurfi að verða sér sjálf út um eigin hlífðarbúnað og aðrar nauðsynlegar birgðir, hefur alríkisstjórn Trump verið að leggja hald á fjölda birgðasendinga til ríkja og sjúkrahúsa. Mikill skortur hefur verið á ýmsum nauðsynjum eins og öndunarvélum, grímum, hönskum og öðru. Forsvarsmenn sjúkrahúsa víðs vegar um Bandaríkin segjast ekki hafa hugmynd um hvar þessar nauðsynlegu birgðir eru, né hvort þau muni nokkurn tímann sjá þær. FEMA, almannavarnastofnun Bandaríkjanna, hafa ekkert gefið upp um hvaða sendingar þeir séu að grípa, þrátt fyrir að verið sé að verja umtalsverðu opinberu fé til kaupanna. Þar að auki hefur ekkert verið gefið upp um hvað verði um sendingarnar eða hvernig ákveðið sé hverjir fái birgðirnar, ef verið sé að dreifa þeim. Í rannsókn LA Times er haft eftir forsvarsmönnum sjúkrahúsa að þeir séu alfarið ráðalausir um hvað þeir geti gert og fái engin svör frá ríkisstjórninni. Þar að auki neita margir þeirra að koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir frá Hvíta húsinu. Segjast hafa þróað kerfi Í svari við fyrirspurn LA Times segir talsmaður FEMA að stofnunin hafi þróað kerfi í samstarfi við heilbrigðis- og varnarmálaráðuneytið til að bera kennsl á hvaða birgðir þarf hvar og hvernig best sé að dreifa þeim. Kerfið byggi á hlutfallslegum fjölda smita og íbúafjölda tiltekinna svæða. Stofnunin vill þó ekkert segja nánar um það hvernig þessar ákvarðanir eru teknar, né það hvernig ákveðið er hvaða sendingar hald er lagt á. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Eins og áður segir hefur ríkisstjórn Trump ítrekað haldið því fram að ríkin séu á eigin vegum varðandi aðföng eins og öndunarvélar og hlífðargrímur fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Jared Kushner, tengdasonur forsetans og einn af helstu ráðgjöfum hans, sagði í síðustu viku að birgðir alríkisstjórnarinnar væru ekki ætlaðar til þess að styðja við bakið á ríkjum. Degi seinna var vefsíðu ríkisstjórnarinnar um birgðir alríkisstjórnarinnar breytt í takt við ummæli Kushner. Þar stóð áður að birgðirnar væru einmitt ætlaðar ríkjunum. Skapar mikla óvissu New York Times sagði þó frá því á mánudaginn að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna sem fer fyrir aðgerðum Hvíta hússins gegn kórónuveirunni, ræddi við ríkisstjóra Bandaríkjanna um þetta nýja kerfi ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Hvíta húsið hafa betri heildarsýn en þeir varðandi það hvað væri að koma til landsins. Þá sagði talskona FEMA þó að ekki sé verið að leggja hald á birgðasendingar. Sem virðist ekki vera rétt. Það sem meira er, þá hafa starfsmenn FEMA sagt frá því að Hvíta húsið hefur fyrirskipað sendingar til tiltekinna svæða þar sem embættismenn hafa náð að hafa bein samskipti við Trump. Án þess þó að hafa farið í gegnum það formlega ferli sem ku vera til staðar. Trump sjálfur hefur sömuleiðis aukið á þá óvissu sem kerfið hefur valdið með því að gefa í skyn að ríkisstjórn hans muni ekki hjálpa tilteknum ríkjum Bandaríkjanna nema ríkisstjórar þeirra séu almennilegir við hann persónulega. Forsvarsmenn sjúkrahúsa sem rætt hefur verið við segja mikla þörf fyrir gagnsæi hjá FEMA. Það sé erfitt að treysta þessu nýja kerfi stofnunarinnar án þess að fá nokkrar upplýsingar um hvernig það virkar og til hvers það sé notað, það er að segja, hvert verið sé að senda hlífðarbúnaðinn og öndunarvélarnar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi sagt að hvert ríki fyrir sig og sjúkrahús þurfi að verða sér sjálf út um eigin hlífðarbúnað og aðrar nauðsynlegar birgðir, hefur alríkisstjórn Trump verið að leggja hald á fjölda birgðasendinga til ríkja og sjúkrahúsa. Mikill skortur hefur verið á ýmsum nauðsynjum eins og öndunarvélum, grímum, hönskum og öðru. Forsvarsmenn sjúkrahúsa víðs vegar um Bandaríkin segjast ekki hafa hugmynd um hvar þessar nauðsynlegu birgðir eru, né hvort þau muni nokkurn tímann sjá þær. FEMA, almannavarnastofnun Bandaríkjanna, hafa ekkert gefið upp um hvaða sendingar þeir séu að grípa, þrátt fyrir að verið sé að verja umtalsverðu opinberu fé til kaupanna. Þar að auki hefur ekkert verið gefið upp um hvað verði um sendingarnar eða hvernig ákveðið sé hverjir fái birgðirnar, ef verið sé að dreifa þeim. Í rannsókn LA Times er haft eftir forsvarsmönnum sjúkrahúsa að þeir séu alfarið ráðalausir um hvað þeir geti gert og fái engin svör frá ríkisstjórninni. Þar að auki neita margir þeirra að koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir frá Hvíta húsinu. Segjast hafa þróað kerfi Í svari við fyrirspurn LA Times segir talsmaður FEMA að stofnunin hafi þróað kerfi í samstarfi við heilbrigðis- og varnarmálaráðuneytið til að bera kennsl á hvaða birgðir þarf hvar og hvernig best sé að dreifa þeim. Kerfið byggi á hlutfallslegum fjölda smita og íbúafjölda tiltekinna svæða. Stofnunin vill þó ekkert segja nánar um það hvernig þessar ákvarðanir eru teknar, né það hvernig ákveðið er hvaða sendingar hald er lagt á. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Eins og áður segir hefur ríkisstjórn Trump ítrekað haldið því fram að ríkin séu á eigin vegum varðandi aðföng eins og öndunarvélar og hlífðargrímur fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Jared Kushner, tengdasonur forsetans og einn af helstu ráðgjöfum hans, sagði í síðustu viku að birgðir alríkisstjórnarinnar væru ekki ætlaðar til þess að styðja við bakið á ríkjum. Degi seinna var vefsíðu ríkisstjórnarinnar um birgðir alríkisstjórnarinnar breytt í takt við ummæli Kushner. Þar stóð áður að birgðirnar væru einmitt ætlaðar ríkjunum. Skapar mikla óvissu New York Times sagði þó frá því á mánudaginn að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna sem fer fyrir aðgerðum Hvíta hússins gegn kórónuveirunni, ræddi við ríkisstjóra Bandaríkjanna um þetta nýja kerfi ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Hvíta húsið hafa betri heildarsýn en þeir varðandi það hvað væri að koma til landsins. Þá sagði talskona FEMA þó að ekki sé verið að leggja hald á birgðasendingar. Sem virðist ekki vera rétt. Það sem meira er, þá hafa starfsmenn FEMA sagt frá því að Hvíta húsið hefur fyrirskipað sendingar til tiltekinna svæða þar sem embættismenn hafa náð að hafa bein samskipti við Trump. Án þess þó að hafa farið í gegnum það formlega ferli sem ku vera til staðar. Trump sjálfur hefur sömuleiðis aukið á þá óvissu sem kerfið hefur valdið með því að gefa í skyn að ríkisstjórn hans muni ekki hjálpa tilteknum ríkjum Bandaríkjanna nema ríkisstjórar þeirra séu almennilegir við hann persónulega. Forsvarsmenn sjúkrahúsa sem rætt hefur verið við segja mikla þörf fyrir gagnsæi hjá FEMA. Það sé erfitt að treysta þessu nýja kerfi stofnunarinnar án þess að fá nokkrar upplýsingar um hvernig það virkar og til hvers það sé notað, það er að segja, hvert verið sé að senda hlífðarbúnaðinn og öndunarvélarnar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira