Segja ríkjunum að bjarga sér en leggja hald á neyðarbúnað þeirra Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2020 13:06 Mikill skortur hefur verið á ýmsum nayðsynjum eins og öndunarvélum, grímum, hönskum og öðrum verndarbúnaði í Bandaríkjunum. AP/Ted S. Warren Þrátt fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi sagt að hvert ríki fyrir sig og sjúkrahús þurfi að verða sér sjálf út um eigin hlífðarbúnað og aðrar nauðsynlegar birgðir, hefur alríkisstjórn Trump verið að leggja hald á fjölda birgðasendinga til ríkja og sjúkrahúsa. Mikill skortur hefur verið á ýmsum nauðsynjum eins og öndunarvélum, grímum, hönskum og öðru. Forsvarsmenn sjúkrahúsa víðs vegar um Bandaríkin segjast ekki hafa hugmynd um hvar þessar nauðsynlegu birgðir eru, né hvort þau muni nokkurn tímann sjá þær. FEMA, almannavarnastofnun Bandaríkjanna, hafa ekkert gefið upp um hvaða sendingar þeir séu að grípa, þrátt fyrir að verið sé að verja umtalsverðu opinberu fé til kaupanna. Þar að auki hefur ekkert verið gefið upp um hvað verði um sendingarnar eða hvernig ákveðið sé hverjir fái birgðirnar, ef verið sé að dreifa þeim. Í rannsókn LA Times er haft eftir forsvarsmönnum sjúkrahúsa að þeir séu alfarið ráðalausir um hvað þeir geti gert og fái engin svör frá ríkisstjórninni. Þar að auki neita margir þeirra að koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir frá Hvíta húsinu. Segjast hafa þróað kerfi Í svari við fyrirspurn LA Times segir talsmaður FEMA að stofnunin hafi þróað kerfi í samstarfi við heilbrigðis- og varnarmálaráðuneytið til að bera kennsl á hvaða birgðir þarf hvar og hvernig best sé að dreifa þeim. Kerfið byggi á hlutfallslegum fjölda smita og íbúafjölda tiltekinna svæða. Stofnunin vill þó ekkert segja nánar um það hvernig þessar ákvarðanir eru teknar, né það hvernig ákveðið er hvaða sendingar hald er lagt á. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Eins og áður segir hefur ríkisstjórn Trump ítrekað haldið því fram að ríkin séu á eigin vegum varðandi aðföng eins og öndunarvélar og hlífðargrímur fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Jared Kushner, tengdasonur forsetans og einn af helstu ráðgjöfum hans, sagði í síðustu viku að birgðir alríkisstjórnarinnar væru ekki ætlaðar til þess að styðja við bakið á ríkjum. Degi seinna var vefsíðu ríkisstjórnarinnar um birgðir alríkisstjórnarinnar breytt í takt við ummæli Kushner. Þar stóð áður að birgðirnar væru einmitt ætlaðar ríkjunum. Skapar mikla óvissu New York Times sagði þó frá því á mánudaginn að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna sem fer fyrir aðgerðum Hvíta hússins gegn kórónuveirunni, ræddi við ríkisstjóra Bandaríkjanna um þetta nýja kerfi ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Hvíta húsið hafa betri heildarsýn en þeir varðandi það hvað væri að koma til landsins. Þá sagði talskona FEMA þó að ekki sé verið að leggja hald á birgðasendingar. Sem virðist ekki vera rétt. Það sem meira er, þá hafa starfsmenn FEMA sagt frá því að Hvíta húsið hefur fyrirskipað sendingar til tiltekinna svæða þar sem embættismenn hafa náð að hafa bein samskipti við Trump. Án þess þó að hafa farið í gegnum það formlega ferli sem ku vera til staðar. Trump sjálfur hefur sömuleiðis aukið á þá óvissu sem kerfið hefur valdið með því að gefa í skyn að ríkisstjórn hans muni ekki hjálpa tilteknum ríkjum Bandaríkjanna nema ríkisstjórar þeirra séu almennilegir við hann persónulega. Forsvarsmenn sjúkrahúsa sem rætt hefur verið við segja mikla þörf fyrir gagnsæi hjá FEMA. Það sé erfitt að treysta þessu nýja kerfi stofnunarinnar án þess að fá nokkrar upplýsingar um hvernig það virkar og til hvers það sé notað, það er að segja, hvert verið sé að senda hlífðarbúnaðinn og öndunarvélarnar. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi sagt að hvert ríki fyrir sig og sjúkrahús þurfi að verða sér sjálf út um eigin hlífðarbúnað og aðrar nauðsynlegar birgðir, hefur alríkisstjórn Trump verið að leggja hald á fjölda birgðasendinga til ríkja og sjúkrahúsa. Mikill skortur hefur verið á ýmsum nauðsynjum eins og öndunarvélum, grímum, hönskum og öðru. Forsvarsmenn sjúkrahúsa víðs vegar um Bandaríkin segjast ekki hafa hugmynd um hvar þessar nauðsynlegu birgðir eru, né hvort þau muni nokkurn tímann sjá þær. FEMA, almannavarnastofnun Bandaríkjanna, hafa ekkert gefið upp um hvaða sendingar þeir séu að grípa, þrátt fyrir að verið sé að verja umtalsverðu opinberu fé til kaupanna. Þar að auki hefur ekkert verið gefið upp um hvað verði um sendingarnar eða hvernig ákveðið sé hverjir fái birgðirnar, ef verið sé að dreifa þeim. Í rannsókn LA Times er haft eftir forsvarsmönnum sjúkrahúsa að þeir séu alfarið ráðalausir um hvað þeir geti gert og fái engin svör frá ríkisstjórninni. Þar að auki neita margir þeirra að koma fram undir nafni af ótta við hefndaraðgerðir frá Hvíta húsinu. Segjast hafa þróað kerfi Í svari við fyrirspurn LA Times segir talsmaður FEMA að stofnunin hafi þróað kerfi í samstarfi við heilbrigðis- og varnarmálaráðuneytið til að bera kennsl á hvaða birgðir þarf hvar og hvernig best sé að dreifa þeim. Kerfið byggi á hlutfallslegum fjölda smita og íbúafjölda tiltekinna svæða. Stofnunin vill þó ekkert segja nánar um það hvernig þessar ákvarðanir eru teknar, né það hvernig ákveðið er hvaða sendingar hald er lagt á. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Eins og áður segir hefur ríkisstjórn Trump ítrekað haldið því fram að ríkin séu á eigin vegum varðandi aðföng eins og öndunarvélar og hlífðargrímur fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Jared Kushner, tengdasonur forsetans og einn af helstu ráðgjöfum hans, sagði í síðustu viku að birgðir alríkisstjórnarinnar væru ekki ætlaðar til þess að styðja við bakið á ríkjum. Degi seinna var vefsíðu ríkisstjórnarinnar um birgðir alríkisstjórnarinnar breytt í takt við ummæli Kushner. Þar stóð áður að birgðirnar væru einmitt ætlaðar ríkjunum. Skapar mikla óvissu New York Times sagði þó frá því á mánudaginn að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna sem fer fyrir aðgerðum Hvíta hússins gegn kórónuveirunni, ræddi við ríkisstjóra Bandaríkjanna um þetta nýja kerfi ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Hvíta húsið hafa betri heildarsýn en þeir varðandi það hvað væri að koma til landsins. Þá sagði talskona FEMA þó að ekki sé verið að leggja hald á birgðasendingar. Sem virðist ekki vera rétt. Það sem meira er, þá hafa starfsmenn FEMA sagt frá því að Hvíta húsið hefur fyrirskipað sendingar til tiltekinna svæða þar sem embættismenn hafa náð að hafa bein samskipti við Trump. Án þess þó að hafa farið í gegnum það formlega ferli sem ku vera til staðar. Trump sjálfur hefur sömuleiðis aukið á þá óvissu sem kerfið hefur valdið með því að gefa í skyn að ríkisstjórn hans muni ekki hjálpa tilteknum ríkjum Bandaríkjanna nema ríkisstjórar þeirra séu almennilegir við hann persónulega. Forsvarsmenn sjúkrahúsa sem rætt hefur verið við segja mikla þörf fyrir gagnsæi hjá FEMA. Það sé erfitt að treysta þessu nýja kerfi stofnunarinnar án þess að fá nokkrar upplýsingar um hvernig það virkar og til hvers það sé notað, það er að segja, hvert verið sé að senda hlífðarbúnaðinn og öndunarvélarnar.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira