Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2020 06:49 Donald Trump Bandaríkjaforseti á fréttamannafundinum í gær. AP Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. Trump lét orðin falla á stormasömum fréttamannafundi í gær þar sem hann átti á köflum í deilum við fréttamenn. „Forseti Bandaríkjanna er sá sem ræður,“ sagði Trump. Orð hans stangast á við túlkanir bæði ríkisstjóra og fjölda lögfræðinga, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um að það sé á verksviði einstakra ríkja að tryggja allsherjarreglu og öryggi borgaranna. Tíu ríki á austur- og vesturströndum Bandaríkjunum hafa tilkynnt að undurbúningur við að aflétta takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé hafinn. Alls hafa rúmlega 682 þúsund kórónuveirusmit verið skráð í Bandaríkjunum og eru dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 23.608. Trump og stjórn hans hafa áður greint frá því að miðað sé við 1. maí sem mögulega dagsetningu til að aflétta þeim takmörkunum sem settar hafa verið. Því hefur verið beint til Bandaríkjamanna að forðast veitingastaði og ferðalög sem ekki teljast nauðsynleg. Þá miðast samkomubann við tíu manns eða fleiri. Þegar forsetinn var spurður hvort að forseti hefði völd til að hunsa tilmæli einstakra ríkja sagði hann: „Þegar maður er forseti Bandaríkjanna þá eru völdin alger,“ sagði Trump og sagði ríkisstjóra vita þetta. „Að því sögðu, þá ætlum við að vinna með ríkjunum.“ Trump sagði ennfremur að „fjöldi ákvæða“ í stjórnarskránni veittu forsetanum slík völd, án þess þó að vísa til hvaða ákvæða um ræðir. Fljótir að bregðast við Ríkisstjórar, bæði úr röðum Reúblikana og Demókrata, brugðust í gær við orðum forsetans með því að segja að þeir myndi ekki láta undan þrýstingi og aflétta höft, áður en þeir telja slíkt öruggt. Þannig sagði Chris Sununu, Repúblikani og ríkisstjóri New Hampshire, að það væri á könnu einstakra ríkja að gefa út umræddar tilskipanir og því væri það líka á þeirra könnu að aflétta þeim. Gretchen Whitmer, Demókrati og ríkisstjóri Michigan, sagði að bandarískt samfélag yrði ekki opnað á ný í gegnum Twitter, heldur væri það á valdsviði einstakra ríkja. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Hinn 22 ára Tylor Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Sjá meira
Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. Trump lét orðin falla á stormasömum fréttamannafundi í gær þar sem hann átti á köflum í deilum við fréttamenn. „Forseti Bandaríkjanna er sá sem ræður,“ sagði Trump. Orð hans stangast á við túlkanir bæði ríkisstjóra og fjölda lögfræðinga, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um að það sé á verksviði einstakra ríkja að tryggja allsherjarreglu og öryggi borgaranna. Tíu ríki á austur- og vesturströndum Bandaríkjunum hafa tilkynnt að undurbúningur við að aflétta takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé hafinn. Alls hafa rúmlega 682 þúsund kórónuveirusmit verið skráð í Bandaríkjunum og eru dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 23.608. Trump og stjórn hans hafa áður greint frá því að miðað sé við 1. maí sem mögulega dagsetningu til að aflétta þeim takmörkunum sem settar hafa verið. Því hefur verið beint til Bandaríkjamanna að forðast veitingastaði og ferðalög sem ekki teljast nauðsynleg. Þá miðast samkomubann við tíu manns eða fleiri. Þegar forsetinn var spurður hvort að forseti hefði völd til að hunsa tilmæli einstakra ríkja sagði hann: „Þegar maður er forseti Bandaríkjanna þá eru völdin alger,“ sagði Trump og sagði ríkisstjóra vita þetta. „Að því sögðu, þá ætlum við að vinna með ríkjunum.“ Trump sagði ennfremur að „fjöldi ákvæða“ í stjórnarskránni veittu forsetanum slík völd, án þess þó að vísa til hvaða ákvæða um ræðir. Fljótir að bregðast við Ríkisstjórar, bæði úr röðum Reúblikana og Demókrata, brugðust í gær við orðum forsetans með því að segja að þeir myndi ekki láta undan þrýstingi og aflétta höft, áður en þeir telja slíkt öruggt. Þannig sagði Chris Sununu, Repúblikani og ríkisstjóri New Hampshire, að það væri á könnu einstakra ríkja að gefa út umræddar tilskipanir og því væri það líka á þeirra könnu að aflétta þeim. Gretchen Whitmer, Demókrati og ríkisstjóri Michigan, sagði að bandarískt samfélag yrði ekki opnað á ný í gegnum Twitter, heldur væri það á valdsviði einstakra ríkja.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Hinn 22 ára Tylor Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent