Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 22:59 Trump tilkynnti um stöðvun fjárveitinga til WHO á blaðamannafundi í Rósagarði Hvíta hússins í dag. Vísir/EPA Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé, að minnsta kosti tímabundið, vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Staðhæfði Trump að WHO hefði brugðist grundvallarskyldu sinni vegna faraldursins og að gera þyrfti hana ábyrga fyrir því. Sakaði hann stofnunina um að hafa deilt „upplýsingafalsi“ Kína um veiruna sem hefði líklega leitt til frekari útbreiðslu hennar um heiminn en ella. Bandaríkjastjórn sé að rannsaka þátt WHO í því sem Trump sagði „verulega óstjórn og að hylma yfir útbreiðslu kórónuveirunnar“. Alríkisstjórn Trump sjálfs hafði upplýsingar um faraldurinn sem braust fyrst út í Kína þegar í byrjun janúar. Trump hefur hreykt sér af því að hafa takmarkað ferðalög frá Kína snemma til þess að reyna að koma í veg fyrir að smit bærist til Bandaríkjanna. Trump hefur aftur og aftur sakað WHO um að hafa mótmælt ferðatakmörkunum á Kína. Stofnunin lýsti hins vegar aðeins að slíkar takmarkanir gætu reynst gagnslitlar á sínum tíma og að hún mælti ekki með þeim. Trump hefur eignað sér heiður af því að hafa bjargað þúsundum mannslífa með ferðatakmörkunum. Stjórn hans hefur þó sætt gagnrýni fyrir að aðhafast lítið sem ekkert til að undirbúa sig fyrir mögulega farsótt í Bandaríkjunum eftir að ferðatakmörkunum á Kína var komið á. Þannig var ekki ráðist í umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni og alríkisstjórnin trassaði að viða að sér nauðsynlegum búnaði sem fyrirséð var að yrði þörf á eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. WHO hafði engu að síður ráðlagt ríkjum að undirbúa sig fyrir skimun, einangrun og smitrakningu þegar 23. janúar. Trump hefur sjálfur endurtekið lofað viðbrögð stjórnvalda í Bejing við faraldrinum. Í dag sakaði hann WHO aftur á móti um að hafa „vísvitandi samþykkt loforð Kína“ og „varið aðgerðir Kínastjórnar og jafnvel lofað svokallað gegnsæi hennar“. „Kína hefur lagt hart að sér til að halda kórónuveirunni í skefjum. Bandaríkin eru afar þakklát aðgerðum þeirra og gegnsæi. Þetta mun allt fara vel. Sérstaklega vil ég fyrir hönd Bandaríkjanna þakka Xi [Jinping] forseta!“ sagði Trump í tísti 24. janúar. Hann tísti nokkrum sinnum lofi um Xi Kínaforseta vegna faraldursins í janúar og febrúar. China has been working very hard to contain the Coronavirus. The United States greatly appreciates their efforts and transparency. It will all work out well. In particular, on behalf of the American People, I want to thank President Xi!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 24, 2020 Trump var spurður út í hans eigin lof á Kína vegna faraldursins á blaðamannafundinum í kvöld og neitaði því að hafa nokkru sinni gert það. „Ég tala ekki um gegnsæi Kína,“ sagði Trump. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé, að minnsta kosti tímabundið, vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Staðhæfði Trump að WHO hefði brugðist grundvallarskyldu sinni vegna faraldursins og að gera þyrfti hana ábyrga fyrir því. Sakaði hann stofnunina um að hafa deilt „upplýsingafalsi“ Kína um veiruna sem hefði líklega leitt til frekari útbreiðslu hennar um heiminn en ella. Bandaríkjastjórn sé að rannsaka þátt WHO í því sem Trump sagði „verulega óstjórn og að hylma yfir útbreiðslu kórónuveirunnar“. Alríkisstjórn Trump sjálfs hafði upplýsingar um faraldurinn sem braust fyrst út í Kína þegar í byrjun janúar. Trump hefur hreykt sér af því að hafa takmarkað ferðalög frá Kína snemma til þess að reyna að koma í veg fyrir að smit bærist til Bandaríkjanna. Trump hefur aftur og aftur sakað WHO um að hafa mótmælt ferðatakmörkunum á Kína. Stofnunin lýsti hins vegar aðeins að slíkar takmarkanir gætu reynst gagnslitlar á sínum tíma og að hún mælti ekki með þeim. Trump hefur eignað sér heiður af því að hafa bjargað þúsundum mannslífa með ferðatakmörkunum. Stjórn hans hefur þó sætt gagnrýni fyrir að aðhafast lítið sem ekkert til að undirbúa sig fyrir mögulega farsótt í Bandaríkjunum eftir að ferðatakmörkunum á Kína var komið á. Þannig var ekki ráðist í umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni og alríkisstjórnin trassaði að viða að sér nauðsynlegum búnaði sem fyrirséð var að yrði þörf á eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. WHO hafði engu að síður ráðlagt ríkjum að undirbúa sig fyrir skimun, einangrun og smitrakningu þegar 23. janúar. Trump hefur sjálfur endurtekið lofað viðbrögð stjórnvalda í Bejing við faraldrinum. Í dag sakaði hann WHO aftur á móti um að hafa „vísvitandi samþykkt loforð Kína“ og „varið aðgerðir Kínastjórnar og jafnvel lofað svokallað gegnsæi hennar“. „Kína hefur lagt hart að sér til að halda kórónuveirunni í skefjum. Bandaríkin eru afar þakklát aðgerðum þeirra og gegnsæi. Þetta mun allt fara vel. Sérstaklega vil ég fyrir hönd Bandaríkjanna þakka Xi [Jinping] forseta!“ sagði Trump í tísti 24. janúar. Hann tísti nokkrum sinnum lofi um Xi Kínaforseta vegna faraldursins í janúar og febrúar. China has been working very hard to contain the Coronavirus. The United States greatly appreciates their efforts and transparency. It will all work out well. In particular, on behalf of the American People, I want to thank President Xi!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 24, 2020 Trump var spurður út í hans eigin lof á Kína vegna faraldursins á blaðamannafundinum í kvöld og neitaði því að hafa nokkru sinni gert það. „Ég tala ekki um gegnsæi Kína,“ sagði Trump. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent