Neyðarpakki vegna faraldursins samþykktur á Bandaríkjaþingi Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2020 12:03 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, ræddi við fréttamenn áður en þingmenn greiddu atkvæði um neyðarpakkann í gærkvöldi. AP/J. Scott Applewhite Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti neyðarpakka vegna kórónuveiruheimsfaraldursins í nótt. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins í gær og hefur lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Frumvarp fulltrúadeildarinnar felur í sér að landsmenn geti farið í sýnatöku sér að kostnaðarlausu, vinnandi fólk fái greitt veikindaleyfi auk þess sem réttur til atvinnuleysisbóta og mataraðstoðar verður útvíkkaður, að sögn AP-fréttastofunnar. Það var samþykkt með 363 atkvæðum gegn fjörutíu. Búist er við því að öldungadeild þingsins, þar sem Repúblikanaflokkur Trump fer með meirihluta, taki frumvarpið fyrir eftir helgi. „Ég hvet alla repúblikana og demókrata til að taka höndum saman og KJÓSA JÁ! Ég hlakka til að skrifa undir endanlegt frumvarp EINS FLJÓTT OG HÆGT ER!“ tísti Trump í gær. I fully support H.R. 6201: Families First CoronaVirus Response Act, which will be voted on in the House this evening. This Bill will follow my direction for free CoronaVirus tests, and paid sick leave for our impacted American workers. I have directed....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 14, 2020 Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að fólk sem veikist eða þarf að fara í heimasóttkví vegna faraldursins lendi ekki í fjárhagslegu öngstræti. Það á að tryggja vinnandi fólki þriggja mánaða veikindaleyfi. Minni og miðlungsstórum fyrirtækjum verður bættur kostnaðurinn með skattaafslætti. Áður hafði Bandaríkjaþing samþykkt 8,3 milljarða dollara neyðarfjárveitingu vegna veirunnar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi demókrata á þingi, samdi um efni frumvarpsins við Stephen Mnuchin, fjármálaráðherra, í vikunni. Þau hafa bæði boðað annan neyðarpakka vegna faraldursins sem eiga að blása lífi í efnahagslífið. Ákvörðun Trump um að lýsa yfir neyðarástandi gerir honum kleift að ráðstafa allt að fimmtíu milljörðum dollara til alríkis- og ríkisstjórna til að bregðast við útbreiðslu veirunnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02 Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti neyðarpakka vegna kórónuveiruheimsfaraldursins í nótt. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins í gær og hefur lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Frumvarp fulltrúadeildarinnar felur í sér að landsmenn geti farið í sýnatöku sér að kostnaðarlausu, vinnandi fólk fái greitt veikindaleyfi auk þess sem réttur til atvinnuleysisbóta og mataraðstoðar verður útvíkkaður, að sögn AP-fréttastofunnar. Það var samþykkt með 363 atkvæðum gegn fjörutíu. Búist er við því að öldungadeild þingsins, þar sem Repúblikanaflokkur Trump fer með meirihluta, taki frumvarpið fyrir eftir helgi. „Ég hvet alla repúblikana og demókrata til að taka höndum saman og KJÓSA JÁ! Ég hlakka til að skrifa undir endanlegt frumvarp EINS FLJÓTT OG HÆGT ER!“ tísti Trump í gær. I fully support H.R. 6201: Families First CoronaVirus Response Act, which will be voted on in the House this evening. This Bill will follow my direction for free CoronaVirus tests, and paid sick leave for our impacted American workers. I have directed....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 14, 2020 Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að fólk sem veikist eða þarf að fara í heimasóttkví vegna faraldursins lendi ekki í fjárhagslegu öngstræti. Það á að tryggja vinnandi fólki þriggja mánaða veikindaleyfi. Minni og miðlungsstórum fyrirtækjum verður bættur kostnaðurinn með skattaafslætti. Áður hafði Bandaríkjaþing samþykkt 8,3 milljarða dollara neyðarfjárveitingu vegna veirunnar. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi demókrata á þingi, samdi um efni frumvarpsins við Stephen Mnuchin, fjármálaráðherra, í vikunni. Þau hafa bæði boðað annan neyðarpakka vegna faraldursins sem eiga að blása lífi í efnahagslífið. Ákvörðun Trump um að lýsa yfir neyðarástandi gerir honum kleift að ráðstafa allt að fimmtíu milljörðum dollara til alríkis- og ríkisstjórna til að bregðast við útbreiðslu veirunnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02 Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins 13. mars 2020 23:02
Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10