Ólíklegt að Pogba byrji gegn Tottenham | Passar hann í liðið með Bruno? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2020 17:30 Pogba í leiknum gegn Newcastle á annan dag jóla. EPA-EFE/PETER POWELL Paul Pogba, miðvallarleikmaður Manchester United, er búinn að ná sér af ökklameiðslum sem hafa plagað hann frá því tímabilið fór af stað síðasta haust. Samkvæmt heimildum The Athletic er talið mjög ólíklegt að hann verði í byrjunarliði Man United þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. Manchester United mætir Tottenham Hotspur í Lundúnum þann 19. júní. Pogba spilaði síðast á annan í jólum en hefur æft vel síðan félög á Englandi máttu koma saman að nýju og æfa á hefðbundinn hátt. Þrátt fyrir það virðist sem Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, sé ekki tilbúinn að setja Pogba í byrjunarliðið. Þá hafa margir velt því fyrir sér hvort Pogba geti spilað við hlið Bruno Fernandes en Portúgalinn gekk í raðir félagsins í janúar frá Sporting Lisbon og hefur verið stórkostlegur. Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports sem og fyrrum leikmaður Man Utd, hefur blásið á þær sögusagnir. „Skil ekki neikvæðnina varðandi ´Hvernig Pogba og Fernandes passa saman.´ Það er ekki eins og þeir verði báðir djúpir. Við höfum séð Kevin De Bruyne og David Silva spila saman á þriggja manna miðju í þrjú ár,“ sagði Neville í Twitter-færslu á dögunum. I don t understand the sentiment of How do Pogba and Fernandes fit together . They won t be in a 2 sitting! With more fluid systems today than 20 years ago it should be simple. We ve just watched De Bruyne and David Silva play together for 3 years in a MDF 3.— Gary Neville (@GNev2) June 13, 2020 Solskjær vill samt helst spila 4-2-3-1 leikkerfi og því óljóst hvar leikmennirnir passa inn í þá uppstillingu. Mögulega gæti Norðmaðurinn stillt liði sínu upp í 4-3-1-2 leikkerfi með nokkurs konar tígulmiðju. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Solskjær kemur þeim tveimur fyrir í liði sínu en það er ljóst að miðja með Paul Pogba og Bruno Fernandes upp á sitt besta væri illviðráðanleg. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Telja Bruno lykilinn að ná því besta úr Pogba Manchester United vonast til að Bruno Fernandes nái því besta úr Paul Pogba og sá franski skrifi í kjölfarið undir nýjan samning. 5. júní 2020 09:30 Hvetur United til að taka ákvörðun varðandi Pogba svo næsta tímabil verði ekki annar „sirkus“ Paul Ince, sem varð í tvígang enskur meistari, segir að Manchester United þurfi að gera upp við sig hvað þeir ætli að gera við Paul Pogba og segir mikinn mun á komu Pogba og Bruno Fernandes til félagsins. 4. maí 2020 18:04 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira
Paul Pogba, miðvallarleikmaður Manchester United, er búinn að ná sér af ökklameiðslum sem hafa plagað hann frá því tímabilið fór af stað síðasta haust. Samkvæmt heimildum The Athletic er talið mjög ólíklegt að hann verði í byrjunarliði Man United þegar enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. Manchester United mætir Tottenham Hotspur í Lundúnum þann 19. júní. Pogba spilaði síðast á annan í jólum en hefur æft vel síðan félög á Englandi máttu koma saman að nýju og æfa á hefðbundinn hátt. Þrátt fyrir það virðist sem Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, sé ekki tilbúinn að setja Pogba í byrjunarliðið. Þá hafa margir velt því fyrir sér hvort Pogba geti spilað við hlið Bruno Fernandes en Portúgalinn gekk í raðir félagsins í janúar frá Sporting Lisbon og hefur verið stórkostlegur. Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports sem og fyrrum leikmaður Man Utd, hefur blásið á þær sögusagnir. „Skil ekki neikvæðnina varðandi ´Hvernig Pogba og Fernandes passa saman.´ Það er ekki eins og þeir verði báðir djúpir. Við höfum séð Kevin De Bruyne og David Silva spila saman á þriggja manna miðju í þrjú ár,“ sagði Neville í Twitter-færslu á dögunum. I don t understand the sentiment of How do Pogba and Fernandes fit together . They won t be in a 2 sitting! With more fluid systems today than 20 years ago it should be simple. We ve just watched De Bruyne and David Silva play together for 3 years in a MDF 3.— Gary Neville (@GNev2) June 13, 2020 Solskjær vill samt helst spila 4-2-3-1 leikkerfi og því óljóst hvar leikmennirnir passa inn í þá uppstillingu. Mögulega gæti Norðmaðurinn stillt liði sínu upp í 4-3-1-2 leikkerfi með nokkurs konar tígulmiðju. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig Solskjær kemur þeim tveimur fyrir í liði sínu en það er ljóst að miðja með Paul Pogba og Bruno Fernandes upp á sitt besta væri illviðráðanleg.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Telja Bruno lykilinn að ná því besta úr Pogba Manchester United vonast til að Bruno Fernandes nái því besta úr Paul Pogba og sá franski skrifi í kjölfarið undir nýjan samning. 5. júní 2020 09:30 Hvetur United til að taka ákvörðun varðandi Pogba svo næsta tímabil verði ekki annar „sirkus“ Paul Ince, sem varð í tvígang enskur meistari, segir að Manchester United þurfi að gera upp við sig hvað þeir ætli að gera við Paul Pogba og segir mikinn mun á komu Pogba og Bruno Fernandes til félagsins. 4. maí 2020 18:04 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira
Telja Bruno lykilinn að ná því besta úr Pogba Manchester United vonast til að Bruno Fernandes nái því besta úr Paul Pogba og sá franski skrifi í kjölfarið undir nýjan samning. 5. júní 2020 09:30
Hvetur United til að taka ákvörðun varðandi Pogba svo næsta tímabil verði ekki annar „sirkus“ Paul Ince, sem varð í tvígang enskur meistari, segir að Manchester United þurfi að gera upp við sig hvað þeir ætli að gera við Paul Pogba og segir mikinn mun á komu Pogba og Bruno Fernandes til félagsins. 4. maí 2020 18:04