Nimbyismi Marín Þórsdóttir skrifar 16. júní 2020 13:30 „Auðvitað þurfa allir að eiga heima einhverstaðar, en þetta fólk á ekki heima í mínu hverfi!“ Þetta er Nimbyismi, ég vil að eitthvað sé gert en bara not in my back yard eða upp á íslensku, bara ekki í mínum bakgarði. Nýlega mótmæltu íbúar og fyrirtæki í Grafarvogi smáhýsum við Stórhöfða skammt frá Gullinbrú í verslunar- og skrifstofuhverfi handan við voginn. Einnig var smáhýsum mótmælt sem reisa átti við Guðrúnartún og í Hlíðarhverfi sem og á Höfðabakka. Verið er að reyna að mæta borgarbúum með fjölbreytt búsetuúrræði, húsnæðið er klárt en ekki fæst staður í borgarlandinu því enginn vill fá úrræðin í hverfið sitt. Mikilvægi þess að eiga heimili er vel þekkt. Heimili er undirstaða velferðar fólks. Hvernig er hægt að byrja að takast á við áföll lífsins, „ná sér á strik“ eða hefja bataferli að einhverju tagi, ef einstaklingar þurfa stöðugt að huga að því hvar næsti næturstaður verður? Enginn staður til að geyma eigur sínar, enginn staður til að vera ein/n í friði, loka að sér og fá næði. Þegar flakkað er á milli neyðarskýla eða gist á sófa upp á náð og miskun samferðafólksins, misvelkomið, er erfitt að hefja bataferli. Það er erfitt að gera nokkuð. Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu sinnir skjólstæðingum sem margir hverjir eiga ekkert heimili, í Konukoti sem og Frú Ragnheiði. Í starfi okkar sjáum við hversu mikilvægt það er að eiga samastað og rannsóknir hafa sýnt að ef fólk á ekki heimili er erfitt að gera nokkrar aðrar breytingar á lífi sínu. Velferðasvið Reykjavíkurborgar er tilbúið með smáhýsi til notkunar fyrir einstaklinga á jaðrinum. Einstaklinga sem hafa það verr en við flest. Eiga ekki heimili. Sum ef til vill í neyslu, önnur ekki. Einstaklinga sem þurfa húsnæði nálægt ýmissi þjónustu, en það hentar þeim jafnvel betur að vera ekki inni í miðju íbúðarhverfi, heldur á jaðri hverfisins. En jafnvel þar er þeim mótmælt, því að mögulega og ef til vill verður af þeim ónæði því gönguleiðin þar framhjá er svo falleg. Það er mögulegt að þessir einstaklingar eignist betra líf en þeir lifa nú með tilkomu eigin húsnæðis. Eitthvað sem hægt er að kalla heima. Samfélagsleg vandamál hverfa ekki þegar við lokum augunum fyrir þeim. Sem samfélag þurfum við að horfast í augu við að við erum ekki öll eins, við þurfum ólíka þjónustu og ólík úrræði. Smáhýsin skapa ekki vandamál, þau leysa þau. Einstaklingar sem geta nýtt sér úrræðin eru þátttakendur í samfélaginu okkar í dag, það er fólkið sem þú mætir í göngutúrnum þínum eða í versluninni. Einstaklingarnir hverfa ekki þó svo þjónustan við þau sé bætt, lífsgæði þeirra hinsvegar batna og samfélagið okkar verður örlítið betra. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Reykjavík Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Auðvitað þurfa allir að eiga heima einhverstaðar, en þetta fólk á ekki heima í mínu hverfi!“ Þetta er Nimbyismi, ég vil að eitthvað sé gert en bara not in my back yard eða upp á íslensku, bara ekki í mínum bakgarði. Nýlega mótmæltu íbúar og fyrirtæki í Grafarvogi smáhýsum við Stórhöfða skammt frá Gullinbrú í verslunar- og skrifstofuhverfi handan við voginn. Einnig var smáhýsum mótmælt sem reisa átti við Guðrúnartún og í Hlíðarhverfi sem og á Höfðabakka. Verið er að reyna að mæta borgarbúum með fjölbreytt búsetuúrræði, húsnæðið er klárt en ekki fæst staður í borgarlandinu því enginn vill fá úrræðin í hverfið sitt. Mikilvægi þess að eiga heimili er vel þekkt. Heimili er undirstaða velferðar fólks. Hvernig er hægt að byrja að takast á við áföll lífsins, „ná sér á strik“ eða hefja bataferli að einhverju tagi, ef einstaklingar þurfa stöðugt að huga að því hvar næsti næturstaður verður? Enginn staður til að geyma eigur sínar, enginn staður til að vera ein/n í friði, loka að sér og fá næði. Þegar flakkað er á milli neyðarskýla eða gist á sófa upp á náð og miskun samferðafólksins, misvelkomið, er erfitt að hefja bataferli. Það er erfitt að gera nokkuð. Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu sinnir skjólstæðingum sem margir hverjir eiga ekkert heimili, í Konukoti sem og Frú Ragnheiði. Í starfi okkar sjáum við hversu mikilvægt það er að eiga samastað og rannsóknir hafa sýnt að ef fólk á ekki heimili er erfitt að gera nokkrar aðrar breytingar á lífi sínu. Velferðasvið Reykjavíkurborgar er tilbúið með smáhýsi til notkunar fyrir einstaklinga á jaðrinum. Einstaklinga sem hafa það verr en við flest. Eiga ekki heimili. Sum ef til vill í neyslu, önnur ekki. Einstaklinga sem þurfa húsnæði nálægt ýmissi þjónustu, en það hentar þeim jafnvel betur að vera ekki inni í miðju íbúðarhverfi, heldur á jaðri hverfisins. En jafnvel þar er þeim mótmælt, því að mögulega og ef til vill verður af þeim ónæði því gönguleiðin þar framhjá er svo falleg. Það er mögulegt að þessir einstaklingar eignist betra líf en þeir lifa nú með tilkomu eigin húsnæðis. Eitthvað sem hægt er að kalla heima. Samfélagsleg vandamál hverfa ekki þegar við lokum augunum fyrir þeim. Sem samfélag þurfum við að horfast í augu við að við erum ekki öll eins, við þurfum ólíka þjónustu og ólík úrræði. Smáhýsin skapa ekki vandamál, þau leysa þau. Einstaklingar sem geta nýtt sér úrræðin eru þátttakendur í samfélaginu okkar í dag, það er fólkið sem þú mætir í göngutúrnum þínum eða í versluninni. Einstaklingarnir hverfa ekki þó svo þjónustan við þau sé bætt, lífsgæði þeirra hinsvegar batna og samfélagið okkar verður örlítið betra. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun