Sport

Dag­skráin í dag: Martin getur orðið þýskur meistari, Pepsi Max og stór­leikur í enska bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin Hermannsson verður í sviðsljósinu í dag.
Martin Hermannsson verður í sviðsljósinu í dag. VÍSIR/GETTY

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag en íslenski boltinn er farinn að rúlla eins og margar aðrar deildir í heiminum. Það er ekki bara fótbolti á dagskránni í dag heldur einnig körfubolti og golf.

Martin Hermannsson getur orðið fyrsti Íslendingurinn til þess að verða þýskur meistari í körfubolta er Alba Berlín spilar síðari leikinn við Riesen Ludwigburg kukkan 12.50 í beinni á Stöð 2 Sport.

Einnig á Stöð 2 Sport í dag má finna leik KR og ÍA. Liðin mætast upp á Akranes en KR fékk skell í síðustu umferð gegn KA á meðan Skagamenn töpuðu naumlega í Kaplakrika.

Stöð 2 Sport 2

Enski bikarinn, sú elsta og virtasta í heiminum, verður fyrirferðamikill á Stöð 2 Sport 2 í dag. Dagurinn hefst með leik Sheffield United og Arsenal klukkan 12 og verður svo fylgt á eftir með stórleik Leicester og Chelsea og Newcastle og Manchester City.

Stöð 2 Golf

Lokadagurinn á Travelers meistaramótinu fer svo fram í dag en útsendingin hefst klukkan 17.00 á Stöð 2 Golf.

Alla dagskrá dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×