Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - FH 4-1 | Þrenna Óttars tryggði Víkingum fyrsta sigurinn Þór Símon Hafþórsson skrifar 29. júní 2020 22:25 Óttar Magnús skoraði þrjú mörk í kvöld. Vísir/Bára Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. Víkingar eru því komnir með fimm stig og hafa ekki enn tapað leik á meðan FH eru með sex stig þegar þremur umferðum er lokið. Búist var við hörku leik og lá mikið undir hjá báðum liðum. Víkingum sárvantaði þrjú stig eftir brösulega byrjun miðað við væntingar og FH vildi stimpla sig í toppsætið með þriðja sigri sínum í sumar í þremur leikjum. FH mætti ekki sterkt til leiks og lágu þess í stað í valnum fyrir grimmu og beittu Víkings liði sem mættu gríðarlega sterkir til leiks. Víkingar gjörsamlega réðu lögum og lofum frá fyrstu mínútu og einmitt þegar FH virtist ætla að finna fæturnar um miðbik fyrri hálfleiksins skoraði Óttar fyrsta mark Víkings og sitt fyrsta mark í kvöld. Óttar skallaði þá boltanum inn eftir frábæra aukaspyrnu á nærstöng og hann átti svo sannarlega eftir að láta til sín taka í kvöld. Meira af því síðar. Davíð Örn Atlason, bakvörðurinn knái, skoraði svo annað mark Víkinga stuttu fyrir hálfleik eftir frábært samspil skilaði Davíði einum á móti markmanni og hann þakkaði pent fyrir sig. Svo var komið að þriðja marki Víkings sem verður vafalaust rætt mikið á næstu dögum. Títtnefndur Óttar Magnús vann þá aukaspyrnu við hornfánan, ungur boltasækir að nafni Jóel var fljótur að hugsa og sendi boltann á Óttar sem skaut boltanum beint í netið á meðan allir leikmenn FH ræddu við dómarann. Það skipti þó engu fyrir Pétur Guðmundsson, dómara leiksins, og markið stóð. FH kom grimmari til seinni hálfleiks og eftir frábær tilþrif hjá Herði Inga, leikmanni FH, þá uppskar liðið vítaspyrnu sem Steven Lennon af sjálfsögðu nýtti. En lengra komst FH ekki og það var líkt og um sprungna blöðru var að ræða. Víkingar settu frekar pressu á FH en öfugt og leituðu stíft af fjórða markinu. Sem að lokum kom og hver annar en Óttar Magnússon sem þrumaði boltanum lágum fyrir utan teig beint í hornið framhjá Gunnari Nielsen sem kom engum vörnum við. Óttar innsiglaði þar með þrennuna sína og var af sjálfsögðu valinn maður leiksins. Frábær frammistaða hjá honum. Af hverju vann Víkingur? Ef það var ekki morgun ljóst hér fyrir ofan þá voru þeir einfaldlega, grimmari, beittari og duglegari frá fyrstu mínútu. FH var betri aðilinn á vellinum í heildina kannski í 5-10 mínútur. Víkingur átti rest og átti þennan sigur svo fyllilega skilið. Hverjir stóðu upp úr? Auðvitað er það fyrst og fremst Óttar Magnús. Hann skoraði þessa dúndur þrennu og annað markið hans sýnir hversu fljótur þessi leikmaður er að hugsa og er hreinlega eitthvað sem er ekki hægt að kenna. Burtséð frá því hvort Pétur, dómari, hafi tekið rétta ákvörðun eða ekki að láta markið standa þá er það bara þessi hugsun að láta vaða sem flestir leikmenn í heiminum myndu ekki einu sinni detta í hug. Einnig má nefna varnar tríóið þá Kára Árna, Sölva Geir og Halldór Smára sem stóðu allir sína vakt virkilega vel. Í raun gæti ég nefnt samt hvern einasta Víkingsmann í dag sem lögðu líf sitt og sál til að vinna þessi þrjú stig. Hjá FH var fátt um fína drætti fyrir utan Hörð Inga Gunnarsson í bakverðinum en mér fannst hann sá eini í búningi FH sem átti ekki skilið að vera í tapliðinu í kvöld. Hvað gekk illa? FH-ingar virkuðu þreyttir og andlausir sem er skrýtið því þeir fóru frekar létt í gegnum Þrótt í bikarnum á dögunum á meðan Víkingar urðu að berjast fyrir lífi sínu gegn nöfnum sínum frá Ólafsvík. Víkingar spiluðu þá 120 mínútur en FH aðeins 90 mínútur en það var alls ekki að sjá í kvöld. Frábær karakter í Víkingum en arfaslakt hjá Fimleikafélaginu. Óttar Magnús: „Sá að markið var opið og autt“ „Það gekk einhvernveginn allt upp í kvöld. Við spiluðum boltanum hratt á milli okkar og pressan var að ganga upp. Leikskipulagið heppnaðist í raun fullkomlega.“ Sagði Óttar Magnús Karlsson, ein af hetjum Víkings í kvöld, en hann skoraði þrennu í kvöld í 4-1 sigri á FH í Pepsi Max deild karla. Óttar spilaði 120 mínútur á fimmtudaginn gegn Víkingi Ólafsvík og svo 90 mínútur í kvöld þannig var hann ekki þreyttur á vellinum? „Þetta byrjaði mjög þungt en eftir fyrsta markið þá léttist maður aðeins og það kom meiri orka,“ sagði Óttar sem svo þrefaldaði orkuna sína á endanum með tveimur mörkum til viðbótar. Þriðja mark Víkings og annað mark Óttars var ansi skrautlegt en þá skoraði hann úr aukaspyrnu þegar FH var með hugann við allt annað en leikinn. „Ég fæ aukaspyrnuna í horninu og ég man ekki alveg hvernig þetta gerðist. Fæ allt í einu boltann, sé að markið er opið og skaut. Í versta falli endurtekur dómarinn spyrnuna,“ sagði Óttar en Pétur, dómari, lét markið standa. Aðspurður hvort hann mæti taka boltann með sér heim í núverandi Covid ástandi var hann ekki alveg viss. „Það þarf allavega að sótthreinsa hann vel en það er til nóg af boltum í Víkinni.“ Jóel boltasækir: „Ég var bara fljótur að hugsa“ Óttar fékk boltann hratt fyrir aukaspyrnuna frá ungum boltasæki að nafni Jóel sem var fljótur að setja boltann á Óttar sem hugsaði sig ekki tvisvar um áður en hann lét vaða. Aðspurður um atvikið sagði hin hetja Víkings í kvöld, Jóel boltasækir. „Ég sá bara boltann koma að mér og við áttum aukaspyrnu. Þannig ég var bara fljótur að hugsa og senda á hann og Óttar setti hann í markið.“ Klippa: Boltastrákar Víkinga stálu senunni Pepsi Max-deild karla FH Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugsson: Þetta er meðfæddur eiginleiki Arnar Gunnlaugsson var mjög ánægður með 4-1 sigur sinna manna í Víking á FH í leik liðanna í Pepsi Max deildinni í kvöld. 29. júní 2020 22:31 Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þjálfari FH sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 29. júní 2020 22:15
Víkingur vann sinn fyrsta leik í Pepsi Max deildinni er þeir lögðu FH í Víkinni í kvöld. Óttar Magnús Karlsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 4-1 sigri heimamanna. Víkingar eru því komnir með fimm stig og hafa ekki enn tapað leik á meðan FH eru með sex stig þegar þremur umferðum er lokið. Búist var við hörku leik og lá mikið undir hjá báðum liðum. Víkingum sárvantaði þrjú stig eftir brösulega byrjun miðað við væntingar og FH vildi stimpla sig í toppsætið með þriðja sigri sínum í sumar í þremur leikjum. FH mætti ekki sterkt til leiks og lágu þess í stað í valnum fyrir grimmu og beittu Víkings liði sem mættu gríðarlega sterkir til leiks. Víkingar gjörsamlega réðu lögum og lofum frá fyrstu mínútu og einmitt þegar FH virtist ætla að finna fæturnar um miðbik fyrri hálfleiksins skoraði Óttar fyrsta mark Víkings og sitt fyrsta mark í kvöld. Óttar skallaði þá boltanum inn eftir frábæra aukaspyrnu á nærstöng og hann átti svo sannarlega eftir að láta til sín taka í kvöld. Meira af því síðar. Davíð Örn Atlason, bakvörðurinn knái, skoraði svo annað mark Víkinga stuttu fyrir hálfleik eftir frábært samspil skilaði Davíði einum á móti markmanni og hann þakkaði pent fyrir sig. Svo var komið að þriðja marki Víkings sem verður vafalaust rætt mikið á næstu dögum. Títtnefndur Óttar Magnús vann þá aukaspyrnu við hornfánan, ungur boltasækir að nafni Jóel var fljótur að hugsa og sendi boltann á Óttar sem skaut boltanum beint í netið á meðan allir leikmenn FH ræddu við dómarann. Það skipti þó engu fyrir Pétur Guðmundsson, dómara leiksins, og markið stóð. FH kom grimmari til seinni hálfleiks og eftir frábær tilþrif hjá Herði Inga, leikmanni FH, þá uppskar liðið vítaspyrnu sem Steven Lennon af sjálfsögðu nýtti. En lengra komst FH ekki og það var líkt og um sprungna blöðru var að ræða. Víkingar settu frekar pressu á FH en öfugt og leituðu stíft af fjórða markinu. Sem að lokum kom og hver annar en Óttar Magnússon sem þrumaði boltanum lágum fyrir utan teig beint í hornið framhjá Gunnari Nielsen sem kom engum vörnum við. Óttar innsiglaði þar með þrennuna sína og var af sjálfsögðu valinn maður leiksins. Frábær frammistaða hjá honum. Af hverju vann Víkingur? Ef það var ekki morgun ljóst hér fyrir ofan þá voru þeir einfaldlega, grimmari, beittari og duglegari frá fyrstu mínútu. FH var betri aðilinn á vellinum í heildina kannski í 5-10 mínútur. Víkingur átti rest og átti þennan sigur svo fyllilega skilið. Hverjir stóðu upp úr? Auðvitað er það fyrst og fremst Óttar Magnús. Hann skoraði þessa dúndur þrennu og annað markið hans sýnir hversu fljótur þessi leikmaður er að hugsa og er hreinlega eitthvað sem er ekki hægt að kenna. Burtséð frá því hvort Pétur, dómari, hafi tekið rétta ákvörðun eða ekki að láta markið standa þá er það bara þessi hugsun að láta vaða sem flestir leikmenn í heiminum myndu ekki einu sinni detta í hug. Einnig má nefna varnar tríóið þá Kára Árna, Sölva Geir og Halldór Smára sem stóðu allir sína vakt virkilega vel. Í raun gæti ég nefnt samt hvern einasta Víkingsmann í dag sem lögðu líf sitt og sál til að vinna þessi þrjú stig. Hjá FH var fátt um fína drætti fyrir utan Hörð Inga Gunnarsson í bakverðinum en mér fannst hann sá eini í búningi FH sem átti ekki skilið að vera í tapliðinu í kvöld. Hvað gekk illa? FH-ingar virkuðu þreyttir og andlausir sem er skrýtið því þeir fóru frekar létt í gegnum Þrótt í bikarnum á dögunum á meðan Víkingar urðu að berjast fyrir lífi sínu gegn nöfnum sínum frá Ólafsvík. Víkingar spiluðu þá 120 mínútur en FH aðeins 90 mínútur en það var alls ekki að sjá í kvöld. Frábær karakter í Víkingum en arfaslakt hjá Fimleikafélaginu. Óttar Magnús: „Sá að markið var opið og autt“ „Það gekk einhvernveginn allt upp í kvöld. Við spiluðum boltanum hratt á milli okkar og pressan var að ganga upp. Leikskipulagið heppnaðist í raun fullkomlega.“ Sagði Óttar Magnús Karlsson, ein af hetjum Víkings í kvöld, en hann skoraði þrennu í kvöld í 4-1 sigri á FH í Pepsi Max deild karla. Óttar spilaði 120 mínútur á fimmtudaginn gegn Víkingi Ólafsvík og svo 90 mínútur í kvöld þannig var hann ekki þreyttur á vellinum? „Þetta byrjaði mjög þungt en eftir fyrsta markið þá léttist maður aðeins og það kom meiri orka,“ sagði Óttar sem svo þrefaldaði orkuna sína á endanum með tveimur mörkum til viðbótar. Þriðja mark Víkings og annað mark Óttars var ansi skrautlegt en þá skoraði hann úr aukaspyrnu þegar FH var með hugann við allt annað en leikinn. „Ég fæ aukaspyrnuna í horninu og ég man ekki alveg hvernig þetta gerðist. Fæ allt í einu boltann, sé að markið er opið og skaut. Í versta falli endurtekur dómarinn spyrnuna,“ sagði Óttar en Pétur, dómari, lét markið standa. Aðspurður hvort hann mæti taka boltann með sér heim í núverandi Covid ástandi var hann ekki alveg viss. „Það þarf allavega að sótthreinsa hann vel en það er til nóg af boltum í Víkinni.“ Jóel boltasækir: „Ég var bara fljótur að hugsa“ Óttar fékk boltann hratt fyrir aukaspyrnuna frá ungum boltasæki að nafni Jóel sem var fljótur að setja boltann á Óttar sem hugsaði sig ekki tvisvar um áður en hann lét vaða. Aðspurður um atvikið sagði hin hetja Víkings í kvöld, Jóel boltasækir. „Ég sá bara boltann koma að mér og við áttum aukaspyrnu. Þannig ég var bara fljótur að hugsa og senda á hann og Óttar setti hann í markið.“ Klippa: Boltastrákar Víkinga stálu senunni
Pepsi Max-deild karla FH Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugsson: Þetta er meðfæddur eiginleiki Arnar Gunnlaugsson var mjög ánægður með 4-1 sigur sinna manna í Víking á FH í leik liðanna í Pepsi Max deildinni í kvöld. 29. júní 2020 22:31 Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þjálfari FH sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 29. júní 2020 22:15
Arnar Gunnlaugsson: Þetta er meðfæddur eiginleiki Arnar Gunnlaugsson var mjög ánægður með 4-1 sigur sinna manna í Víking á FH í leik liðanna í Pepsi Max deildinni í kvöld. 29. júní 2020 22:31
Ósáttur Ólafur sendi dómurum Pepsi Max deildarinnar tóninn Þjálfari FH sagði Víkinga hafa verðskuldað sigurinn í kvöld en hann var mjög ósáttur með dómgæsluna í kringum þriðja mark Víkings. 29. júní 2020 22:15
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti