Niðurstöðu beðið um hvort Ægisif verður breytt aftur í mosku Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2020 10:22 Ægisif er helsta kennileiti Istanbúl. Hún var lengi vel stærsta dómkirkja í heimi. Vísir/AP Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands íhugar nú kröfu þjóðernissinna og trúarhópa um að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, verði breytt aftur í mosku. Lögmaður tyrkneska ríkisins leggst gegn kröfunni en niðurstöðu er að vænta innan tveggja vikna. Ægisif, eða Sofíukirkjan, var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Hún var helsta dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar í fleiri aldir. Þegar Mikligarður, eins og norrænir menn kölluð borgina, féll í hendur Tyrkjaveldis árið 1453 voru fjórir bænaturnar reistir við kirkjuna og henni breytt í mosku. Mustafa Kemal Ataturk, stofnandi tyrkneska lýðveldisins, lét breyta Ægisif í safn árið 1934 sem laðar að sér milljónir ferðamanna árlega. Nú krefst hópur þjóðernissinna og múslima þess að Ægisif verði aftur breytt í mosku, meðal á þeim forsendum að hún hafi verið persónuleg eign Mehmets annars, soldánsins sem lagði borgina undir sig. Því beri að ógilda ákvörðunina frá 1934. Lögmaður ríkisins hafnar kröfunni og segir að það sé í höndum ríkisstjórnar landsins að ákveða hvað verði um bygginguna, að sögn AP-fréttastofunnar. Gríska rétttrúnarðarkirkjan og Bartólómeus fyrsti, patríarki rétttrúnaðarkirkjunnar í Istanbúl, hafa hvatt tyrknesk stjórnvöld til þess að halda Ægisif sem safni. Ákvörðun um að breyta henni í mosku muni „snúa milljónum kristinna manna um allan heim gegn íslam“. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, blandaði sér einnig inn í deilurnar í gær og hvatti Tyrki til að hafa Ægisif áfram sem safni til að brúa bilið á milli ólíkra trúarbragða og menningarheima. Utanríkisráðherra Tyrklands hefur gefið lítið fyrir álit erlendra leiðtoga og segir ákvörðunin um Ægisif alfarið innanríkismál Tyrklands. Tyrkland Trúmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Æðsti stjórnsýsludómstóll Tyrklands íhugar nú kröfu þjóðernissinna og trúarhópa um að Ægisif, helsta kennileiti Istanbúl, verði breytt aftur í mosku. Lögmaður tyrkneska ríkisins leggst gegn kröfunni en niðurstöðu er að vænta innan tveggja vikna. Ægisif, eða Sofíukirkjan, var byggð í tíð Austrómverska keisaradæmisins á 6. öld. Hún var helsta dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar í fleiri aldir. Þegar Mikligarður, eins og norrænir menn kölluð borgina, féll í hendur Tyrkjaveldis árið 1453 voru fjórir bænaturnar reistir við kirkjuna og henni breytt í mosku. Mustafa Kemal Ataturk, stofnandi tyrkneska lýðveldisins, lét breyta Ægisif í safn árið 1934 sem laðar að sér milljónir ferðamanna árlega. Nú krefst hópur þjóðernissinna og múslima þess að Ægisif verði aftur breytt í mosku, meðal á þeim forsendum að hún hafi verið persónuleg eign Mehmets annars, soldánsins sem lagði borgina undir sig. Því beri að ógilda ákvörðunina frá 1934. Lögmaður ríkisins hafnar kröfunni og segir að það sé í höndum ríkisstjórnar landsins að ákveða hvað verði um bygginguna, að sögn AP-fréttastofunnar. Gríska rétttrúnarðarkirkjan og Bartólómeus fyrsti, patríarki rétttrúnaðarkirkjunnar í Istanbúl, hafa hvatt tyrknesk stjórnvöld til þess að halda Ægisif sem safni. Ákvörðun um að breyta henni í mosku muni „snúa milljónum kristinna manna um allan heim gegn íslam“. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, blandaði sér einnig inn í deilurnar í gær og hvatti Tyrki til að hafa Ægisif áfram sem safni til að brúa bilið á milli ólíkra trúarbragða og menningarheima. Utanríkisráðherra Tyrklands hefur gefið lítið fyrir álit erlendra leiðtoga og segir ákvörðunin um Ægisif alfarið innanríkismál Tyrklands.
Tyrkland Trúmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira