Styrkjum samkeppnislöggjöfina Ólafur Stephensen skrifar 3. júlí 2020 09:00 Alþingi samþykkti breytingar á samkeppnislögum rétt fyrir þinglok. Segja má að sú vegferð, sem hófst með birtingu frumvarpsdraga Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í október í fyrra, hafi endað á betri stað en á horfðist í upphafi. Atlögu í þágu hagsmuna stórfyrirtækja hrint Í drögunum var að finna tillögu um að Samkeppniseftirlitið yrði svipt heimild sinni til að bera niðurstöður áfrýjunarnefndar samkeppnismála undir dómstóla. Félag atvinnurekenda lagðist eindregið gegn þeirri tillögu og benti á að hún myndi torvelda Samkeppniseftirlitinu að gæta hagsmuna keppinauta brotlegra fyrirtækja og neytenda, sem samkeppnisbrot bitna á. Þessi tillaga var ekki lengur í frumvarpinu þegar það var lagt fram á þingi. Þar var hins vegar önnur tillaga sem stuðlaði að því að veikja Samkeppniseftirlitið; um að afnema heimild þess til íhlutunar á tilteknum mörkuðum án þess að beinlínis hafi verið brotið gegn samkeppnislögum, heldur sé fyrir hendi háttsemi eða aðstæður sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni, almenningi til tjóns. FA lagðist mjög eindregið gegn því að þessi heimild yrði felld úr lögunum og færði rök fyrir því að hún stæði í vegi fyrir því að markaðir gætu starfað neytendum til tjóns og tryggði því hagsmuni neytenda og atvinnulífsins í heild. „Með því að samþykkja umrædda breytingu væri Alþingi að ganga erinda stórfyrirtækja sem vilja starfa við litla eða enga samkeppni og koma í veg fyrir að áskorendur geti komið inn á mikilvæga markaði og stuðlað þar að samkeppni sem er samfélaginu öllu til hagsbóta,“ sagði í umsögn FA um frumvarpið. Í núverandi óvissuástandi kreppunnar í kjölfar heimsfaraldursins, þar sem sennilegt er að samþjöppun eignarhalds eigi sér stað á ýmsum mörkuðum, er enn mikilvægara en ella að Samkeppniseftirlitið hafi þessa heimild. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis tók mark á þessum rökum og hætti við að fella umrædda heimild Samkeppniseftirlitsins úr lögum. Gerðar voru breytingar á frumvarpinu sem ramma heimildina betur inn og gera m.a. skýrara en áður að aðstæður sem takmarka samkeppni á mörkuðum geta ekki síður verið af völdum opinberra aðila en einkafyrirtækja, sem FA telur mikilvæga viðbót við lögin. Að þessum breytingum á málinu virtum verður ekki betur séð en að ágætlega hafi tekizt að hrinda atlögu að samkeppnislögunum í þágu hagsmuna stórfyrirtækja, sem vilja endilega losna við að samkeppnisyfirvöld andi niður um hálsmálið á þeim. Breytingar sem stuðla að skilvirkni Aðrar breytingar sem gerðar voru á lögunum eru að mati FA flestar til bóta og stuðla að aukinni skilvirkni samkeppniseftirlits. Þar má nefna ákvæði um að heimilt verði að leita til dómstóla með ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins án þess að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála liggi fyrir. FA taldi líka eðlilegt að hækka fjárhæðarmörk tilkynningaskyldra samruna úr tveimur milljörðum króna í þrjá, til að vinna gegn þeirri þróun að æ stærri hluti tíma Samkeppniseftirlitsins fari í að skoða samruna og uppkaup stórfyrirtækja á smærri fyrirtækjum, en minni tími sé fyrir vikið aflögu til að sinna kvörtunum og kærum smærri fyrirtækja vegna samkeppnisbrota. Heimild til fyrirtækja til að meta sjálf hvort skilyrði fyrir undanþágum frá 10. og 12. grein samkeppnislaganna séu fyrir hendi er sömuleiðis til einföldunar og tímasparnaðar, enda meti Samkeppniseftirlitið eftir á hvort háttsemi fyrirtækjanna rúmist innan ramma laganna. Næsta vers FA gerði ýmsar tillögur um viðbætur við samkeppnislögin, sem ekki hlutu náð fyrir augum efnahags- og viðskiptanefndar. Þar má nefna skýrari ákvæði um réttarfar þegar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er skotið til dómstóla. FA lagði líka til að áfrýjunarnefnd samkeppnismála yrði efld með því að mæla sérstaklega fyrir um að hún skuli skipuð færustu sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar á hverjum tíma. FA lagði einnig til, í þágu skilvirkni og styttri málsmeðferðartíma, að heimilt yrði að bera niðurstöður nefndarinnar beint undir Landsrétt. Félag atvinnurekenda lagði til í umsögn sinni við frumvarpið að bætt yrði inn í samkeppnislögin ákvæðum sem styrktu réttarstöðu þolenda samkeppnisbrota, bæði keppinauta brotlegra fyrirtækja og neytenda. Eftir fund með efnahags- og viðskiptanefnd sendi FA henni að beiðni nefndarmanna minnisblað með ýtarlegum tillögum í þessa veru. Mögulega olli tímaskortur því að þau ákvæði rötuðu ekki inn i samkeppnislögin, því að nefndarmenn sýndu tillögum FA bæði áhuga og skilning. Skýrari réttur keppinauta brotlegra fyrirtækja og neytenda til að sækja bætur fyrir samkeppnislagabrot stuðlar að meiri varnaðaráhrifum og öflugri framkvæmd samkeppnisreglnanna. Aðhaldið kemur þá ekki eingöngu frá ríkisstofnun, heldur ekki síður einkaaðilum. Það er klárlega næsta vers í styrkingu samkeppnislöggjafarinnar að bæta slíkum ákvæðum við hana. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Samkeppnismál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti breytingar á samkeppnislögum rétt fyrir þinglok. Segja má að sú vegferð, sem hófst með birtingu frumvarpsdraga Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í október í fyrra, hafi endað á betri stað en á horfðist í upphafi. Atlögu í þágu hagsmuna stórfyrirtækja hrint Í drögunum var að finna tillögu um að Samkeppniseftirlitið yrði svipt heimild sinni til að bera niðurstöður áfrýjunarnefndar samkeppnismála undir dómstóla. Félag atvinnurekenda lagðist eindregið gegn þeirri tillögu og benti á að hún myndi torvelda Samkeppniseftirlitinu að gæta hagsmuna keppinauta brotlegra fyrirtækja og neytenda, sem samkeppnisbrot bitna á. Þessi tillaga var ekki lengur í frumvarpinu þegar það var lagt fram á þingi. Þar var hins vegar önnur tillaga sem stuðlaði að því að veikja Samkeppniseftirlitið; um að afnema heimild þess til íhlutunar á tilteknum mörkuðum án þess að beinlínis hafi verið brotið gegn samkeppnislögum, heldur sé fyrir hendi háttsemi eða aðstæður sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni, almenningi til tjóns. FA lagðist mjög eindregið gegn því að þessi heimild yrði felld úr lögunum og færði rök fyrir því að hún stæði í vegi fyrir því að markaðir gætu starfað neytendum til tjóns og tryggði því hagsmuni neytenda og atvinnulífsins í heild. „Með því að samþykkja umrædda breytingu væri Alþingi að ganga erinda stórfyrirtækja sem vilja starfa við litla eða enga samkeppni og koma í veg fyrir að áskorendur geti komið inn á mikilvæga markaði og stuðlað þar að samkeppni sem er samfélaginu öllu til hagsbóta,“ sagði í umsögn FA um frumvarpið. Í núverandi óvissuástandi kreppunnar í kjölfar heimsfaraldursins, þar sem sennilegt er að samþjöppun eignarhalds eigi sér stað á ýmsum mörkuðum, er enn mikilvægara en ella að Samkeppniseftirlitið hafi þessa heimild. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis tók mark á þessum rökum og hætti við að fella umrædda heimild Samkeppniseftirlitsins úr lögum. Gerðar voru breytingar á frumvarpinu sem ramma heimildina betur inn og gera m.a. skýrara en áður að aðstæður sem takmarka samkeppni á mörkuðum geta ekki síður verið af völdum opinberra aðila en einkafyrirtækja, sem FA telur mikilvæga viðbót við lögin. Að þessum breytingum á málinu virtum verður ekki betur séð en að ágætlega hafi tekizt að hrinda atlögu að samkeppnislögunum í þágu hagsmuna stórfyrirtækja, sem vilja endilega losna við að samkeppnisyfirvöld andi niður um hálsmálið á þeim. Breytingar sem stuðla að skilvirkni Aðrar breytingar sem gerðar voru á lögunum eru að mati FA flestar til bóta og stuðla að aukinni skilvirkni samkeppniseftirlits. Þar má nefna ákvæði um að heimilt verði að leita til dómstóla með ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins án þess að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála liggi fyrir. FA taldi líka eðlilegt að hækka fjárhæðarmörk tilkynningaskyldra samruna úr tveimur milljörðum króna í þrjá, til að vinna gegn þeirri þróun að æ stærri hluti tíma Samkeppniseftirlitsins fari í að skoða samruna og uppkaup stórfyrirtækja á smærri fyrirtækjum, en minni tími sé fyrir vikið aflögu til að sinna kvörtunum og kærum smærri fyrirtækja vegna samkeppnisbrota. Heimild til fyrirtækja til að meta sjálf hvort skilyrði fyrir undanþágum frá 10. og 12. grein samkeppnislaganna séu fyrir hendi er sömuleiðis til einföldunar og tímasparnaðar, enda meti Samkeppniseftirlitið eftir á hvort háttsemi fyrirtækjanna rúmist innan ramma laganna. Næsta vers FA gerði ýmsar tillögur um viðbætur við samkeppnislögin, sem ekki hlutu náð fyrir augum efnahags- og viðskiptanefndar. Þar má nefna skýrari ákvæði um réttarfar þegar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er skotið til dómstóla. FA lagði líka til að áfrýjunarnefnd samkeppnismála yrði efld með því að mæla sérstaklega fyrir um að hún skuli skipuð færustu sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar á hverjum tíma. FA lagði einnig til, í þágu skilvirkni og styttri málsmeðferðartíma, að heimilt yrði að bera niðurstöður nefndarinnar beint undir Landsrétt. Félag atvinnurekenda lagði til í umsögn sinni við frumvarpið að bætt yrði inn í samkeppnislögin ákvæðum sem styrktu réttarstöðu þolenda samkeppnisbrota, bæði keppinauta brotlegra fyrirtækja og neytenda. Eftir fund með efnahags- og viðskiptanefnd sendi FA henni að beiðni nefndarmanna minnisblað með ýtarlegum tillögum í þessa veru. Mögulega olli tímaskortur því að þau ákvæði rötuðu ekki inn i samkeppnislögin, því að nefndarmenn sýndu tillögum FA bæði áhuga og skilning. Skýrari réttur keppinauta brotlegra fyrirtækja og neytenda til að sækja bætur fyrir samkeppnislagabrot stuðlar að meiri varnaðaráhrifum og öflugri framkvæmd samkeppnisreglnanna. Aðhaldið kemur þá ekki eingöngu frá ríkisstofnun, heldur ekki síður einkaaðilum. Það er klárlega næsta vers í styrkingu samkeppnislöggjafarinnar að bæta slíkum ákvæðum við hana. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun