Passar landsbyggðin hvergi inn í excel? Jón Björn Hákonarson skrifar 14. júlí 2020 10:12 Þrátt fyrir að sumarið leiki um okkur landsmenn þessa dagana og áhyggjur hverfi um stund hjá okkur þá stinga upp kollinum fréttir um lokun og hagræðingar víða í samfélaginu. Nú ætla ég ekki að draga á nokkurn hátt úr þeim alvarleika sem við stöndum frammi fyrir í efnahagslífinu og nauðsyn þess að bregðast við. Engu að síður er það mjög merkilegt að sjá ýmsar tillögur þess efnis sem verið er að vinna að nú. Stendur þar uppúr, sem dæmi, boðuð lokun fangelsisins á Akureyri sem tilkynnt var um á dögunum. Sá rekstur hefur þótt, í gegnum tíðina, hafa haft gott yfirbragð mannúðar og sem slíkur verið talinn af þeim sem til þekkja gott dæmi um betrunarúræði sem fangelsi eiga að vera. Þá hefur það verið til fyrirmyndar að slíkur rekstur sé út á landi og þannig gefið þeim sem þurfa að afplána refsingu að gera það nær fjölskyldu. Að ógleymdu því að mikil samlegðaráhrif hafa verið með löggæslu á Akureyri sem nú hlýtur að þurfa að bæta upp með auknu fjármagni til hennar. Maður hefði haldið að allir þessir þættir yrðu til þess að skynsamlegt þætti að halda þessum rekstri áfram en svo er víst ekki. Í þokkabót var svo exeljafnan sett upp þannig að með þeim fjármunum sem myndu sparast með lokun á Akureyri yrði hægt að gera svo margfalt meira fyrir með því að flytja störfin á suðvesturhornið. Helst minnti lýsingin mann á söguna af Jóa og baunagrasinu þar sem fræin fáu urðu að slíkum kynjum sem baunagrasið varð. Störfin reiknuð suður Og þarna er mergur málsins kominn svo berlega í ljós. Á síðustu árum hefur markvisst verið dregið úr þjónustu og störfum á landsbyggðinni undir merkjum reiknaðra stærða að með ólíkindum er. Á sama tíma hefur landsbyggðin ekkert slegið af þeirri miklu verðmætasköpun sem sannarlega fer þar fram fyrir þjóðarbúið og skyldi maður ætla að með henni ætti að myndast einhver innistæða fyrir því að halda úti sanngjarni grunnþjónustu sem allir íbúar ættu að njóta óháð efnahag og staðsetningu. Þá ríma hagræðingaraðgerðir eins og þessar ekki síður illa við það stef sem stjórnvöld hafa slegið nú með störfum án staðsetningar. Það hefði farið betur að öll orkan, sem fer í þessar aðgerðir, hefði farið í að efla sókn á þeim vettvangi og gera fólki kleyft að starfa óháð staðsetningu og efla nýsköpun og klasasetur um land allt í þeim tilgangi frekar en reyna nú enn að klípa af störf út um land til að efla suðvesturhornið. Við erum nefnilega svo heppinn að þar er til staðar þensla sem þarf ekki að efla heldur gera því kleift að hún berist um landið allt. Það þarf kjark til að breyta Þá varð mikill stormur í fjölmiðlum nú þegar vitnaðist að ráðherra Framsóknarflokksins hyggðist fara með nokkur störf út á land. Farið var í mikla fréttskýringar hvernig sá flokkur hefði vogað sér að storka náttúruöflunum í gegnum tíðina og hafa þá sýn að rétt gæti verið að stofnanir þjóðarinnar ættu nú kannski að bjóða upp á að hluti sinnar landsdekkandi starfsemi gæti hugsanlega unnist úti á landi. Var það auðheyrt að hér væri á ferðinni slík ósvinna að annað eins hefur ekki heyrst enda engar líkur á að hægt væri að vinna sérhæfð störf í fásinninu úti á landi. Þar ættu menn bara að sinna grunnatvinnuvegum og ekki að vera að heimta alltaf eitthvað meira. Það er nefnilega svo að störf fyrir langskólagengið fólk eru uppistaðan hjá mörgum opinberum stofnunum. Ég vona svo sannarlega að heimsmynd þeirra sem þetta gagnrýna mest verði stærri og ferðasumarið innanlands sem nú stendur yfir geri þeim kleift að fara nú út um land og sjá að Ísland er stærra en suðvesturhornið. Það er blómlegt og út um land allt er kraftur og áræðni til að takast á við aukin verkefni og eflaust líka til fólk sem vill flytja þangað ef það hefur tækifæri til með aukinni og fjölbreyttari atvinnu. Framsóknarflokkurinn trúir allavega á slíkt og að hér geti þrifist gott samfélag um land allt með öflugri höfuðborg og landsbyggð. Ég er stoltur af þeirri sýn og tilbúinn til að vinna að henni með öllum sem henni deila. Svo vona ég sannarlega að fjölmiðlar sinni sínu aðhaldshlutverki jafnvel næst þegar ákveðið verður að leggja niður opinber störf í litlu samfélagi út á landi sem hafa meiri margfeldisáhrif á það samfélag heldur en þau sem um hefur verið rætt síðustu daga í öllum fréttatímum. Svo vona ég að landsmenn allir njóti sumarsins á okkar magnaða landi sem við viljum öll að sé í sem blómlegastri byggð um ókomna framtíð. Höfundur er ritari Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Framsóknarflokkurinn Jón Björn Hákonarson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að sumarið leiki um okkur landsmenn þessa dagana og áhyggjur hverfi um stund hjá okkur þá stinga upp kollinum fréttir um lokun og hagræðingar víða í samfélaginu. Nú ætla ég ekki að draga á nokkurn hátt úr þeim alvarleika sem við stöndum frammi fyrir í efnahagslífinu og nauðsyn þess að bregðast við. Engu að síður er það mjög merkilegt að sjá ýmsar tillögur þess efnis sem verið er að vinna að nú. Stendur þar uppúr, sem dæmi, boðuð lokun fangelsisins á Akureyri sem tilkynnt var um á dögunum. Sá rekstur hefur þótt, í gegnum tíðina, hafa haft gott yfirbragð mannúðar og sem slíkur verið talinn af þeim sem til þekkja gott dæmi um betrunarúræði sem fangelsi eiga að vera. Þá hefur það verið til fyrirmyndar að slíkur rekstur sé út á landi og þannig gefið þeim sem þurfa að afplána refsingu að gera það nær fjölskyldu. Að ógleymdu því að mikil samlegðaráhrif hafa verið með löggæslu á Akureyri sem nú hlýtur að þurfa að bæta upp með auknu fjármagni til hennar. Maður hefði haldið að allir þessir þættir yrðu til þess að skynsamlegt þætti að halda þessum rekstri áfram en svo er víst ekki. Í þokkabót var svo exeljafnan sett upp þannig að með þeim fjármunum sem myndu sparast með lokun á Akureyri yrði hægt að gera svo margfalt meira fyrir með því að flytja störfin á suðvesturhornið. Helst minnti lýsingin mann á söguna af Jóa og baunagrasinu þar sem fræin fáu urðu að slíkum kynjum sem baunagrasið varð. Störfin reiknuð suður Og þarna er mergur málsins kominn svo berlega í ljós. Á síðustu árum hefur markvisst verið dregið úr þjónustu og störfum á landsbyggðinni undir merkjum reiknaðra stærða að með ólíkindum er. Á sama tíma hefur landsbyggðin ekkert slegið af þeirri miklu verðmætasköpun sem sannarlega fer þar fram fyrir þjóðarbúið og skyldi maður ætla að með henni ætti að myndast einhver innistæða fyrir því að halda úti sanngjarni grunnþjónustu sem allir íbúar ættu að njóta óháð efnahag og staðsetningu. Þá ríma hagræðingaraðgerðir eins og þessar ekki síður illa við það stef sem stjórnvöld hafa slegið nú með störfum án staðsetningar. Það hefði farið betur að öll orkan, sem fer í þessar aðgerðir, hefði farið í að efla sókn á þeim vettvangi og gera fólki kleyft að starfa óháð staðsetningu og efla nýsköpun og klasasetur um land allt í þeim tilgangi frekar en reyna nú enn að klípa af störf út um land til að efla suðvesturhornið. Við erum nefnilega svo heppinn að þar er til staðar þensla sem þarf ekki að efla heldur gera því kleift að hún berist um landið allt. Það þarf kjark til að breyta Þá varð mikill stormur í fjölmiðlum nú þegar vitnaðist að ráðherra Framsóknarflokksins hyggðist fara með nokkur störf út á land. Farið var í mikla fréttskýringar hvernig sá flokkur hefði vogað sér að storka náttúruöflunum í gegnum tíðina og hafa þá sýn að rétt gæti verið að stofnanir þjóðarinnar ættu nú kannski að bjóða upp á að hluti sinnar landsdekkandi starfsemi gæti hugsanlega unnist úti á landi. Var það auðheyrt að hér væri á ferðinni slík ósvinna að annað eins hefur ekki heyrst enda engar líkur á að hægt væri að vinna sérhæfð störf í fásinninu úti á landi. Þar ættu menn bara að sinna grunnatvinnuvegum og ekki að vera að heimta alltaf eitthvað meira. Það er nefnilega svo að störf fyrir langskólagengið fólk eru uppistaðan hjá mörgum opinberum stofnunum. Ég vona svo sannarlega að heimsmynd þeirra sem þetta gagnrýna mest verði stærri og ferðasumarið innanlands sem nú stendur yfir geri þeim kleift að fara nú út um land og sjá að Ísland er stærra en suðvesturhornið. Það er blómlegt og út um land allt er kraftur og áræðni til að takast á við aukin verkefni og eflaust líka til fólk sem vill flytja þangað ef það hefur tækifæri til með aukinni og fjölbreyttari atvinnu. Framsóknarflokkurinn trúir allavega á slíkt og að hér geti þrifist gott samfélag um land allt með öflugri höfuðborg og landsbyggð. Ég er stoltur af þeirri sýn og tilbúinn til að vinna að henni með öllum sem henni deila. Svo vona ég sannarlega að fjölmiðlar sinni sínu aðhaldshlutverki jafnvel næst þegar ákveðið verður að leggja niður opinber störf í litlu samfélagi út á landi sem hafa meiri margfeldisáhrif á það samfélag heldur en þau sem um hefur verið rætt síðustu daga í öllum fréttatímum. Svo vona ég að landsmenn allir njóti sumarsins á okkar magnaða landi sem við viljum öll að sé í sem blómlegastri byggð um ókomna framtíð. Höfundur er ritari Framsóknarflokksins
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun